Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Side 45
LAUCARDAGUR 22. JlJtslf 2002
Helcja rblaö OV
49 »
s
Volvo FH12 6x4 dráttarbíll. Sá fyrsti sinnar tegundar
á íslandi. Ólafur Árnason, sölustjóri hjá Brimborg, af-
hendir Ásgeiri Ragnarssyni og Ragnari Haraldssyni
bílinn. Fulltrúi þriöju kynslóöar, Ásgeir Þór Ásgeirs-
son, er einnig meö á myndinni.
Nýju Volvo-vörubíl-
arnir komnir til
landsins
í byrjun júni fékk fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf.
í Grundarfirði afhentan fyrsta Volvo-vörubílinn af
hinni nýju linu Volvo-vörubíla sem frumkynnt var í
lok síðasta árs. Bíll Ragnars og Ásgeirs er 500 hest-
afla (snúningsvægi 2400 N v/ 1000-1300 sn.) dráttar-
bíll, búinn 14 gira Geartronic-gírskiptingu, sam-
stæðuframfjöðrum (parabel) og nýrri og endurbættri
loftfjöðrun á afturásum. Billinn er með Volvo-diska-
bremsur á öllum öxlum, Compact Retrader (hamlara)
og hemlalæsivöm. Hann er með Globetrotter XL
svefnhús í Prestige-útfærslu með vindkljúfum á
toppi, niður með hliðum á húsi og hliðarundirakst-
ursvöm niður á grind. Ökumannshúsið er með skrif-
stofuaðstöðu fyrir ökumann (Office-útfærsla), tölvu-
stýrða loftkælingu og olíumiðstöð fyrir hús og vél,
Volvo-hljómflutningstæki og innbyggðan GSM-síma,
svo eitthvað sé nefnt.
Volvo söluhæstur
Á síðasta ári vom Volvo-vörubílar mest seldu
vörubOar á íslandi, með 31,3% markaðshlutdeild.
Samdráttur í heildarskráningum vörubíla yfir 10
tonn var 53% á milli áranna 2000 og 2001 en samdrátt-
ur Volvo varð aðeins 24%.
Salan á hinum nýju FH og FM vörubílum frá Vol-
vo hefur farið mjög vel af stað og hefur Volvo nú þeg-
ar tekið við yfir 30.000 pöntunum. Nefna má nokkrar
helstu nýjungar þeirra, svo sem nýja hönnun hús-
anna sem minnka loftmótstöðu um 5-7% og lækkar
eldsneytisnotkun um 1%. Loftfjöðrun á húsi er nú
staðalbúnaður. Þá má nefna nýtt mælaborð og nýjar
innréttingar og möguleika á að fá innbyggðan sima
með handfrjálsan búnað og fjarstýringu í stýri.
Einnig er hægt að fá bilbelti innbyggð i sæti.
Nýjar vélar era D9 í FM9 útfærslunum, fjórar mis-
munandi útfærslur frá 260 til 380 ha. Ný D12 vél er i
boði í Volvo FM12 og FH12, fáanleg frá 340 til 500 ha.
útfærslum. I-Shift er ný tölvustýrð „intelligent" gír-
skipting. Girkassinn er um 70 kg léttari og 150 mm
styttri en hliðstæð handskipting.
Allar gerðir era með loftfjöðrum að aftan og diska-
hemla sem staðalbúnað.
-SHH
Bíll Ragnars og Ásgeirs er meö ökumannshús meö
skrifstofuaöstööu.
Snemma árs kemur ný Astra - aö flestu leyti nýr bíll
og gjörbreytt útlit.
Nýjar kynslóðir
Golf og Astra
Volkswagen Golf og Opel Astra seljast ekki eins vel
heima í Þýskalandi eins og verið hefur - og framleiðendur
hafa vonast eftir. Ýmsu er um kennt: A-lína Mercedes Benz
hefur vissulega tekið sinn skerf og erlendir keppinautar
eins og Peugeot 307 og Renault Scenic líka; hvað Astra
áhrærir hafa Opelkaupendur í vaxandi mæli frekar tekið
Zafira heldur en hefðbundna Östru.
En Volkswagen og Opel leggjast ekki í vol og víl yfir
Fimmta kynslóö Golf væntanleg á næsta ári - nýtt út-
lit og fjölnotabíll í línunni frekar en langbakur.
þessu heldur taka sér til fyrirmyndar spakmæli Ólafar
ríku á Skarði: „Eigi skal gráta Bjöm bónda heldur safna
liði.“
Hjá Volkswagen hafa menn séð að það vom mistök að
ráðast ekki til atlögu við Renault (Scenic) og Opel (Zafira)
með litlum fiölnotabíl (MPV) að þessari fyrirmynd frekar
en koma með hefðbundna langbaksútgáfu af Golf IV fyrir
tveimur árum eða þar um bil, þegar markaðurinn var far-
inn að átta sig á hagkvæmni litlu fjölnotabílanna. Með Golf
V línunni, sem væntanleg er á næsta ári, á að takast á við
þetta og bjóða upp á fjölnotaútgáfu, líklega 7 sæta í ein-
hvers konar Zafira-stil.
Hjá Opel kemur ný kynslóð Astra snemma árs 2004 -
fyrst sem fjögurra dyra fólksbíll en síðar einnig tveggja
dyra og verður sá með sportlegra yfirbragði en fjögurra
dyra bíllinn. Talið er að langbakur verði ekki í línu nýrr-
ar Östrn en að andlitslyfting Zafira verði með yfirbragði
nýju Östrunnar þegar þar að kemur. Einnig hefúr flogið
fyrir að næsta kynslóð Zafira verði ekki bara með 7 mögu-
leg sæti heldur 8.
Hvorir tveggja bílamir, frá Volkswagen og frá Opel,
verða með fjölbreytt vélaval, ekki síst dísilvéla. Kannski
verður þá komin ný reglugerð um dísilbúa á íslandi sem
gerir okkur mögulegt eins og öðram Evrópuþjóðum að eiga
litla dísilbíla. -SHH
Cosworth merkið
aftur á bíl frá Ford
Þær stórfréttir vora að
berast úr bílaheimin-
um að Cosworth-
nafnið sé á leiðinni
aftur inn í fram-
leiðslulínu Ford, að
þessu sinni á hinn skemmti-
lega Ford Focus. Bíllinn, sem verður með 300 hestafla vél,
mun þá verða verðugur keppinautur bíla eins og Subaru
WRX og Mitsubishi Evo VII.
Fær sérhannað fjórhjóladrif
Til að keppa við þessa bíla mun Ford setja í hann nýtt
fjórhjóladrif með sérhönnuðu mismunadrifi sem leyfir
ökumanni að stýra bílnum með bensíngjöfinni. Þetta er
gert með því að setja mismunadrifið í miðjan bílinn og
verður einnig hægt að stilla það handvirkt þannig að öku-
maður getur valið hversu mikið af þessum 300 hestum
hann er að senda til afturhjólanna. Þessi bíll verður líklega
fyrsti bíllinn frá Ford sem verður takmarkaður við 250 km
hámarkshraða, en með þessari 300 hestafla vél sem er búin
Garrett-keppnisforþjöppu, á hann að ná hundraðinu á inn-
an við fimm sekúndum. Til að ráða við aflið á vélinni fær
hann svo sérstyrktan sex gíra kassa. Bíllinn verður byggð-
ur á sama undirvagni og næsta kynslóð Focus, og mun þá
ekki koma á markað fyrr en árið 2005. Undirvagninn er
kallaður P1 og verður hann einnig notaður undir næstu
kynslóðir bíla eins og Mazda 3 og Volvo S40. Að sögn heim-
ildarmanna á bíllinn að vera undir 1.400 kg að þyngd en
samt vera búinn körfustólum úr leðri og geislaspilara til
að nefna dæmi. Telja má víst að margir bílaáhugamenn
eigi eftir að bíða spenntir eftir Cosworth-merkinu aftan á
bíl frá Ford. -NG
Hummer H2 á markað
Hummer H2 jeppinn sem nýlega
var á íslandi við auglýsinga-
myndatökur er nú kominn á
markað í Bandaríkjunum.
Þar kostar hann litlar
4,4 milljónir króna
og kann mörgum
að finnast það mik-
ið, en hafa skal í
huga að þetta er
einn mesti tor-
færubíll sem hægt
er að fá og núna á
samkeppnishæfu
verði. Eftir að Hummer-umboðið á
íslandi komst í þrot eru það Bíl- Land Rover hvaö? Fjöörunargeta nýja
heimar sem myndu taka við því, Hummersins er ótrúlega mikil.
kjósi þeir svo.
2 og 10 á breidd
Bíllinn er enn þá stór, þrátt fyrir að hafa minnkað frá herútgáfunni og er
2100 mm á breidd. V8 vélin í bílnum er 310 hestöfl og eyðir heilum 19 lítrum
á hundraðið í blönduðum akstri. Hann er samt snöggur af stað og fer í
hundraðið á 10,5 sekúndum og fer upp í 180 km hraða. Það er nokkuð fyrir bíl
sem er jafnþungur og lítill vörubíll. Hreyfigeta fjöðruninnar er ótrúlega mik-
il og það er nánast ekkert sem stendur í veginum fyrir þessum mikla jeppa.
Ein mesta breytingin er þó innandyra í nýja bilnum. Vélarhlífm tekur nú ekki
lengur allt plássið í innanrýminu og meira hefur verið lagt upp úr að bólstra
sæti og innréttingu.
Innköllun á VW Polo bílum
Hvorki meira né minna en 120.000 VW Lupo og Polo bifreiðar hafa verið
innkallaðar i Bretlcmdi vegna galla í bremsukerfi. VW hefur staðfest að bílar
af þessum gerðum framleiddir milli 1998-9 séu sumir með gallaðar
bremsuslöngur sem sprungur gætu farið að myndast í. Þetta hefur þó ekki
áhrif á bremsumar að öðru leyti en því að loft getur lekið út af hjálparafli
kerfisins. Framleiðandinn segir að þetta sé ekki öryggisinnköllun og að ekki
sé hætta á alvarlegum bilunum og að engin slys hafi orðið vegna þessa. Að
sögn Finnboga Eyjólfssonar, fjölmiðlafulltrúa Heklu, nær innköllunin til 883
bíla hér á landi. Finnbogi lagði áherslu á að hér væri ekki um bráðatilfelli að
ræða og sagði að Hekla hefði sent eigendum bílanna bréf vegna þessa. „Við
bjóðum fólki að koma við hentugleika og láta skoða bílana og getur fólk gert .
það við næstu þjónustuskoðun þess vegna. Ef eitthvað finnst að skiptum við
um það og tekur aðgerðin þá ekki nema 25 mínútur,“ sagði Finnbogi. -NG
VW Passat Trendline, 1800 cc,
09/00, ek. 27 þ. km, beinskiptur, 17‘
álfelgur, geislaspilari.
Verð 1.700.000
Daewoo Nubira st, 1600 cc, 07/00,
sjálfskiptur, ek. 30 þ. km, álfelgur,
dráttarkúla, vindskeið.
Verð 1.290.000
VW Golf 1400 cc Comfortline,
11/98, ek. 36 þ. km, 3 dyra.
Verð 1.040.000
Starcraft fellihýsi, 10/98,13 fet,
breytt fyrir fslenskar aðstæður, klárt
hvert á land sem er.
Verð 790.000
BÍLASALAN <S> SKEIFAN
• BÍLDSHÖFÐA 10 •
S: 577 2800 / 587 1000
www.benni.is
Opnunartími: Virka daga 10-19, Laugardaga 11-16
Akureyri: Bilasalan Os, Hjalteyrargötu 10, Sími 462 1430