Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 46
50 Helqctrblað DV LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Ógæfusamur sveitasöngvari Lengi bgr að fgrstu gerð segir alþekkt máltæki og annað máltæki segir að það þurfi sterk bein til þess að þola góða daga. Þessir málshættir sönnuðust báðir á Johnng Rodriguez sem þótti afar efnileg unglingastjarna og uarspáð frægð á borð i/ið Ehis Presleg. En þegar sviðsljósið dofnaði þoldi hann ekki álagið og endaði með þvíað fremja morð. Hversu mikinn rétt hefur íbúðareigandi til að vernda sjálfan sig fyrir ágangi annarra? Hefur hann til dæmis rétt til að drepa mann sem ræðst inn á heimili hans? Þetta voru spurning- ar sem kviðdómur leitaði svara við árið 1998 í máli Johnny Rodriquez. Laugardaginn 29. ágúst 1998 hafði hann skotið og drepið Israel Borrego, 26 ára gamlan góðkunningja lögreglunnar. Rodriquez hélt því fram að Borrego hefði ráðist inn á heimili gamallar móður hans. Rodriquez átti yfir höfði sér 99 ára fangelsisdóm yrði hann dæmdur sekur. Rodriquez var áttunda barn foreldra sinna, sem eignuðust alls níu börn. Sem barn var hann afar lítill námsmaður og tólf ára gamall var hann illa læs. Á þeim tima keypti systir hans handa honum gítar. Það var ást við fyrstu sýn. Fjórtán ára tók hann þátt í hæfileika- keppni og stofnaði fyrstu hljómsveitina sextán ára. Hann komst í kast við lögin átján ára gam- all þegar hann gerðist sekur um ítrekað hnupl ásamt vinum sínum. Hann hélt síðan til Nas- CD Þar skall hurd nærri hælum Full búd af nýjum ECCO skóm á alla í fjölskyldunni. Verid velkomin á Laugaveg 38 á löngum laugardegi. CCCG SHófiúflin Laugavegi 38 • sími 551 0765 hville og með fyrstu smáskífu sinni Pass Me By komst hann á vinsældalista. „Ég hélt að hann myndi verða annar Elvis Presley,“ sagði Johnny Cash seinna. „Strákurinn hafði allt til að bera.“ Fallin stjama Rodriquez ferðaðist um með Waylon Jenn- ings og Tönju Tucker og var vinur Tammy Wy- nette. „En frægðin kom of hratt fyrir hann,“ sagði systir hans Antonia. „Hann kunni ekki að taka á henni. Engum virtist þykja vænt um hann og hann svaf með byssu undir koddanum á hverri nóttu." Rodriquez var hræddur við að sofa einn í ókunnum hótelbergjum en leysti vandann með því að safna að sér kvenfólki. Hann átti kvenkyns aödáendur sem hentu nær- buxum sínum upp á svið til hans ásamt her- bergislyklum. Hann eyddi stórfé í kókaín en sagðist hafa fengið mikið af eiturlyfum gefins frá fólki sem sóttist eftir félagsskap hans. Hann viðurkenndi sjálfur að hafa verið -einmana og haldinn sviðs- hræðslu. Á þremur áratugum kom hann tuttugu dæg- urlögum á vin- sældalista áður en hann sigldi ferli sínum í strand með dópi og drykkju. Fyrsta hjónaband hans með flugfreyju stóð í tæp þrjú ár og þann tima var hann að mestu á ferðalögum. Þegar hann skemmti við innsetningarhátið Bush eldri árið 1989 var hann ekki svip- ur hjá sjón vegna eiturlyfjaneyslu. Sex árum síðar kvæntist hann Lönu Nelson, dótt- ur Willie Nelson, en það hjónaband ent- ist aðeins i sjö mán- uði. Árið 1998 kvæntist hann hár- greiðslukonu, Debbie. Þremur mánuðum seinna, eftir hjónarifrildi, sneri Rodriquez aft- ur til heimabæjar síns Sabinal í Texas þar sem hann dvaldist hjá móður sinni. Þar hugðist hann semja lög í þeirri von að öðlast aftur fyrri frægð. Óboðinn gestur Víkur nú sögunni að Israel Borrego. Hann var kvæntur og átti tvö börn, ell- efu og átta ára. Hann var smiður að atvinnu en gat ekki séð fyrir sér meö vinnu sinni og fór að stela. Á þessum tíma var hann á reynslulausn eftir fjögur inn- brot. Hann hafði eitt sinnn unnið fyrir móður Rodriquez en hún hafði verið óánægð með vinnu hans og neitaði í fyrstu að borga honum en gaf sig eftir að hann hafði farið yfir verk sitt og lagað það. Eftir það leit hann nokkrum sinn- um við hjá henni. Rodriquez hitti Borrego nokkrum sinnum á heimili móður sinnar og kunni ekki við að hann væri að sniglast þar. Föstudaginn 28. ágúst hafði Rodriquez verið að skemmta sér ásamt vini sínum Carlosi. Rodriquez sofnaði í sófanum á heimili Carlosar og sneri ekki heim til sín fyrr en liðið var á morgun. Þegar hann gekk inn í myrkvað húsið sá hann manni bregða fyrir I eldhúsdyrunum. Hann sagði seinna að sér hefði sýnst maðurinn vera tilbúinn til að ráðast á sig. Rodriquez þreif byssu sína og skaut á manninn. Hávaðinn vakti móður hans sem kom hlaupandi úr svefnher- bergi sinu og sá son sinn krjúpa yfir Borrego sem engdist um af kvölum en missti síðan með- vitund. Rodriquez hringdi á sjúkrabíl en þegar á sjúkrahús var komið var Borrego úrskurðað- ur látinn. „Skjótum fyrst og spyrjum svo“ Rodriquez hélt því staðfastlega fram að hann hefði verið að koma í veg fyrir innbrot og hefði ekki haft hugmynd um að Borrego væri árás- armaðurinn. Hann sagðist hafa óttast um líf sitt og móður sinnar og eina ráðið hefði verið að gripa til vopna, því annars hefði árásarmaður- inn orðið fyrri til. Ekki leið á löngu þar til Rodriquez var ákærður um morð. En ekki einungis var hann ákærður heldur einnig vinur hans Carlos. Rodriquez hafði hringt í Carlos þegar lögreglan kom að húsinu og Carlos sem bjó þar skammt frá kom strax á vettvang. Réttarhöldin stóðu í sex daga og eftir tveggja tlma unhugsun komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Carlos væri saklaus og það væri Rodriquez einnig. Lögfræð- ingur Rodriquez sagði eftir réttarhöldin: „Ef innbrotsþjófur er á heimili manns um miðja nótt þá stendur maður ekki í viðræðu við hann. í Texas skjótum við fyrst og spyrjum svo. Ef Borrego hefði ekki brotist inn í húsið væri hann lifandi í dag.“ Johnny Rodriquez. Á þreinur áratugum kom hann tuttugu dægurlögum á vinsældaiista. Þegar hann var ákærður fyrir morð var hann fyrir löngu orð- inn fallin stjarna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.