Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Page 2
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
Fréttir
DV
Heilbrigðiseftirlit Kópavogs grípur inn í húsnæðismál útlendinga:
Níu manns búa á geymslu
lofti yfir bílaverkstæði
- þvingunarúrræðum beitt og málið kært til lögreglu
Níu útlendingar búa á geymslu
lofti yfir bílaverkstæði í Garðabæ
Mennirnir eru frá Portúgal og Bras
ilíu, að því talið er. Heilbrigðiseftir
lit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæð
is hefur haflð nauðsynlegar aðgerð
ir og sent málið til lögreglu.
Guðmundur H. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri heObrigðiseftirlits-
ins, sagði við DV að það hefði upp-
götvast í síðasta mánuði að menn-
irnir byggju á geymsluloftinu. Eig-
andi bílaverkstæðisins og geymslu-
loftsins segðist hafa leigt þaö til
annars iðnaðarfyrirtækis, sem aftur
leigði mönnunum það til íbúðar.
Þeir væru ekki í vinnu hjá verk-
stæðiseigandanum heldur hjá leigu-
taka geymsluloftsins.
Guðmundur sagði að heilbrigöis-
eftirlitið hefði gert kröfu um að
geymsluloftið yrði rýmt án tafar
þegar upp komst að mennirnir
byggju í því. Við því hefði ekki ver-
ið brugðist þannig að eftirlitið yrði
að taka málið upp að nýju og beita
þvingunarúrræðum sem væru dag-
sektir á húseigandann. Honum yrði
tilkynnt um þær innan skamms, eft-
ir að heilbrigðisnefnd hefði komið
saman til funda. sem yrði á næst-
Húsnæðlð í Kópavogi
Guömundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigöiseftirlitsins, sagöi viö DV aö þaö heföi uppgötvast í síöasta
mánuöi aö mennirnir byggju á geymsluloftinu.
„Fólk á ekki að búa á geymsluloft-
um, jafnvel þótt húsnæðið sé gott til
síns brúks. Það er í sjálfu sér ekki
illa búið að mönnunum. Þama er
ekki sóðaskapur, þeir hafa rúm, eld-
unaraðstöðu og hreinlætisaðstöðu.
Maður hefur séð það verra. En það
afsakar ekki að mennirnir búi
þarna,“ sagði Guðmundur. „Þeir
sem eru með starfsmannabústaði
þurfa að uppfylla ákveðna reglu-
gerð. Öll fyrirtæki sem útvega
mönnum aðstöðu til íbúðar verða
að uppfylla reglugerðina. Geti þeir
það ekki verða þeir að útvega þeim
dvöl í samþykktu íbúðarhúsnæði
eða á gistiheimili. Fólk á ekki að
búa í geymslum, skúrum eða öðru
slíku húsnæði. Slíkt er brot á lögum
og reglum og er meðhöndlaö sam-
kvæmt því.“ -JSS
Regnbogaböm verða stofnuð í dag
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson vann í gær aö undirbúningi stofnfundar
samtakanna Regnbogabarna. Fundurinn veröur haldinn í Þjóöleikhúsinu,
hefst klukkan 14 og er öllum opinn.
Ótti vegna hugsanlegs Kötlugoss:
Engin merki um yfir-
vofandi stórgos
- segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur
Ole Lund Kírkcgaard
Gúmmí-
Tarsan
Húrra!
Gúmmí-
Tarsan
er kominn
aftur
Gúmmi-Tarsan
kom fyrst út
á íslensku
árið 1978
og vakti
gífurlega
hrifningu
lesenda.
Jph
JPV ÚTGÁFA
Bræðraborqarstígur 7
Síml 575 5600
Gúmmí-Tarsan heitir réttu nafni Ævar Ólsen og hann er í
rauninni bæði lítill og mjór og ólaglegur að auki. Honum
gen'gur illa að læra að lesa og hann kann ekki að spila
fótbolta, hvað þá að hann geti spýtt í stórum boga eins og
stóru strákarnir. Hann er heldur ekki vitund sterkur og hann
getur ekki lumbrað á neinum.
Einn daginn rekst Ævar Ólsen af tilviljun á ósvikna
galdranorn - og allt í einu er Ævar Ólsen orðinn drengur sem
getur óskað sér hvers sem hann vill. Að minnsta kosti í einn
dag ...
í framhaldi af fundi Al-
mannavarnanefndar í Vík í
Mýrdal í fyrrakvöld fóru af
stað í gær sögur um að búið
væri að gefa út viðvörun
vegna yfirvofandi eldgoss í
Kötlu. Var þetta m.a. sent út
á netmiðlum en að sögn
Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings hefur engin
slík viðvörun verið gefin út.
„Raunveruleikinn er sá að
undanfarið ár hefur verið minni
háttar þensla undir Mýrdalsjökli á
Kötlusvæðinu. Þetta hefur komið
fram í aukningu smáskjálfta. Þá
sýna GPS-mælingar lítils háttar
þenslu í fjallinu. Einnig er lítils hátt-
ar aukning í jarðhitavirkni undir
jöklinum sem kemur fram í því að
sigkatlar sem fyrir eru hafa dýpkað
lítillega. Þetta er hins vegar miklu
minni merki en við búumst við á
undan Kötlugosi," sagði Ragnar Stef-
Ragnar
Stefánsson.
ánsson í samtali við DV síð-
degis í gær.
Hann segir að þetta gefi
samt sem áður vísbending-
ar um að menn verði að
vera betur á verði. Þess
vegna hefur hópur vísinda-
manna verið að ræða sam-
an og skoða hvaða mæling-
ar hægt er að gera til við-
bótar til að fá gleggri mynd
af ástandi eldfjallsins. „Við
sjáum þó engin merki um að stórgos
sé í aðsigi."
Ragnar segir hugsanlegt að þetta
gæti verið forboði smáhlaupa und-
an jökli líkt og 1999 er hlaup kom í
Jökulsá á Sólheimasandi. Talið er
líklegt að það hlaup hafi stafað af
lítilli gosspýju undir ís. Slíkt átti
sér líka stað 1955 er hlaup varð í
Múlakvísl. Þetta hafi þó ekki verið
neitt í líkingu við það sem gerist í
Kötlugosi eins og 1918. -HKr.
Víða fært jeppum
á hálendinu
Fært er á jeppum um
helstu hálendisvegi
landsins en öruggara er
þó að ferðast á breytt-
um jeppum á sumum
vegarköílum. Strax í
fyrstu snjóum á haustin
hættir Vegagerðin að
þjónusta hálendisveg-
ina og lítur á þá sem
ófæra eftir það, hvort
sem það á við rök að
styðjast eða ekki. Þeir
sem ferðast um hálend-
ið á þessum árstíma gera það því á eig-
in ábyrgð. í gær var verið að moka snjó
á nokkrum heiðum í byggð, s.s. Holta-
vörðuheiði og Kerlingarskarði. Hálku-
blettir voru víða á vegum á Vestfjörð-
um og Norðausturlandi. Greiðfært er
því víða um land.
Hafsteinn Eiriksson og Kristin
Hveravelllr
Þar er enn lítt vetrarlegt en
um helgar fer þar um nokk-
ur hópur rjúpnaskyttna og
útilífsfólks.
Bjömsdóttir eru nú að
byija þriðja vetur sinn
viö veðurathuganir á
Hveravöllum ásamt tík-
inni Pollýju. Hafsteinn
segir litinn snjó þama
upp frá, sól og bjart en
enga umferð. Umferð
hafl hins vegar verið sið-
ustu helgar og hann eigi
áfram von á umferð með-
an veður versnar ekki.
Það séu aðallega ijúpna-
skyttur sem þama birtist
en þar sé fremur lítið um ijúpu. Frá
Hveravöllum era 10 km að Seyðisá það-
an sem upphækkaður vegur er alla leið
niður í Blöndudal. Frá Hveravöllum að
Blönduvirkjun era 73 km en 90 km að
Geysi ef haldið er í suðurátt. Það er því
ábyrgöarleysi að vera þama einn á ferð
á þessum árstíma. -GG
Aftur til starfa
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra ætlar að
sækja leiðtogafund
Atlantshafsbanda-
lagsins sem fram
fer í Prag í Tékk-
landi 21. og 22. nóv-
ember nk. Þá mun
utanríkisráðherra opna formlega
nýja verksmiðju Pharmaco á Möltu
og heimsækja fyrirtæki á vegum
Lánstrausts á sama stað. Halldór
hefur sem kunnugt er verið i veik-
indaleyfi að undanfórnu. Mbl.is
greindi frá.
Krónan styrkist
Gengi íslensku krónunnar hækk-
aði um 0,23% í gær. Gengisvísitala
hennar lækkaði úr 128,60 stigum í
128,30 stig.
Þunguö eftir ófrjósemisaögerö
íslenska ríkið var í gær sýknað
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af
tveggja milljóna króna skaðabóta-
kröfu konu sem hafði gengist undir
ófrjósemisaðgerð. Aðgerðin fór fram
á Landspítalanum í maí 1999 en
konan varð þunguð skömmu síðar.
Hlaut Jónasarverðlaun
Jón Böðvarsson,
sagnamaður og
fyrrum skólastjóri,
fékk í gær Verð-
laun Jónasar Hall-
grimssonar. Verð-
launin voru veitt
við hátíðlega athöfn
á Egilsstöðum.
Verðlaunin eru veitt fyrir störf í
þágu íslenskrar tungu og segir m.a.
í áliti ráðgjafanefndar að Jón hafi
ætíö verið trúr þeirri sannfæringu
sinni að íslenskar fomsögur ættu
brýnt erindi við nútímann. Þannig
hafi hann átt stærri þátt en flestir
núlifandi íslendingar í að opna töfr-
andi heim íslendingasagna fyrir
nýjum lesendum.
Reyna samninga viö LÍ
Forstjóri Norður-
ljósa, Sigurður G.
Guðjónsson, vonast
eftir því að samn-
ingar við Lands-
bankann gangi bet-
ur eftir að nýir eig-
endur eignast ráð-
andi hlut í bankan-
um. Héraðsdómur hefur dæmt
Norðurljós til að greiða 265 milljóna
króna yfirdráttarskuld.
Flugvél hlekktist á
Eins hreyfils kennsluflugvél
hlekktist á í lendingu á Sandskeiði
um sexleytið í gær. Annar vængur
vélarinnar rakst í jörðina.
Flugmaður og tveir farþegar sluppu
ómeiddir. Lögregla rannsakar
tildrög slyssins.
Loftferðasamningar í Asíu
Sendinefnd á vegum utanríkis- og
samgönguráðuneyta hélt í gær
áleiðis til Asíu þar sem vinna á að
gerð loftferðasamninga við sex ríki.
íslenska sendinefndin mun eiga
fundi með flugmálayfirvöldum í
Kína, Japan, Singapúr, Hong Kong,
S-Kóreu og Makao.
Kosið í desember
Allt útlit er fyrir að kjósendur í
Borgarbyggð gangi að kjörborðinu í
byrjun desembermánaðar. Sameig-
inlegur fundur bæjarráðs Borgar-
byggðar og yfirkjörstjómar, sem
fram fór í gær, leggur til að kosning-
amar fari fram 7. desember. Tillag-
an verður lögð fram í bæjarstjórn
og hefur fundur verið boðaður á
morgun. Fastlega er búist við að tU-
lagan verði samþykkt. -aþ