Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Lifandi tunga
Dagur íslenskrar tungu er hald-
inn hátíðlegur um allt land í dag.
Sjö ár eru frá því þáverandi
menntamálaráðherra, Björn Bjarna-
son, lagði til að einn dagur á ári
yrði helgaður islenskri tungu og
varð fæðingardagur þjóðskáldsins
Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvem-
ber, fyrir valinu. Það var vel til
fundið að heiðra minningu Jónasar
með þessum hætti. Hann er að mörgu leyti táknmynd ís-
lenskrar tungu en ljóð hans og kvæði varðveita íslenska
tungu í sinni glæsilegustu mynd.
Á þessum degi verður mönnum tíðrætt um tungumálið.
Það er vel. Skoðanaskipti um móðurmálið þurfa að vera líf-
leg á öllum stundum. íslensk tunga á að vera landsmönnum
hjartans mál og umræða um þróun hennar á að vera þrung-
in tilfinningum og hita. Og það kemur enda á daginn að í
hvert sinn sem íslensk tunga breytir um svip eða sækir nýj-
ungar til annarra landa þá geysast menn hver um annan
þveran fram á ritvöllinn og hrópa vígorð sem hæfa ólíkum
skoðunum manna.
Nú síðast hefur ný orðabók hreyft við mönnum. Mörgum
íhaldsmanni hefur svelgst á við lestur hennar en á nærfellt
1900 síðum bókarinnar er að finna mörg tökuorð úr erlend-
um málum sem falla misjafnlega vel að gömlum töktum
tungunnar. Umræðan um nýju orðabókina hefur snúist um
það hversu langt menn eigi að ganga í að fylgja raunveru-
legri þróun málsins. Á bókin að vera vitnisburður um
tungumál götunnar? Á bókin að spegla aldarháttinn? Á hún
að segja shit og fuck?
Hér verður því haldið fram að svarið eigi að vera jákvætt
við hvorutveggja spurningunum. íslensk tunga lifir ekki
öðruvísi en hún fái að laga sig að breyttum heimi. Að öðr-
um kosti einangrast tungumálið sjálft, að öðrum kosti verð-
ur einfaldlega ekki hægt að beita því til að tjá hugsanir líð-
andi stundar. Það hlýtur hins vegar að vera áfram kapps-
mál allra sem vilja láta taka sig alvarlega í umræðu dagsins
að tala góða og skýra íslensku og reyna á fjölbreytni henn-
ar og dynti.
Umræður um íslenska tungu eru gjaman kostulegar í
samfélaginu. Þær snúast sjaldnast um aðalatriði málsins
sem er að tala það og nota svo aðrir skilji. Miklu oftar er
fjargviðrast út í sjálfsagða hluti eins og þá hvort leyfa eigi
notkun tökuorða í ritmáli, ellegar hvort útlendingar sem
vilja setjast að hér á landi megi áfram bera skírnarnöfn sín.
Og alltof oft er íslenskri tungu stillt upp sem litlum ósjálf-
bjarga hvítvoðungi við hlið hrikalegrar grýlu sem enskan
er oft á tíðum talin vera.
íslenskan hefur lifað norskar aldir og danskar og mun
vissulega lifa enskar aldir. Umræða um íslenskt mál á ekki
að snúast um það hvort þeir sem byggja landið geta haldið
í því lífi, heldur hvernig þeir geta það. Umræða um íslensk-
una á ekki að bera það eilíflega með sér að unnendur henn-
ar séu í vörn og hinum megin horns bíði hættulegir menn
sem ætli að ræna fólkið tungunni. íslensk tunga er íslensk
vitund og hugsun, hluti lífsandans. Enskan er annað tungu-
mál, önnur menning.
Á degi íslenskrar tungu er við hæfi að fletta tveimur kjör-
gripum sem hafa verið að koma út á bókfelli á síðustu dög-
um. Hér að ofan var ný orðabók Eddu - miðlunar og útgáfu
nefnd. Ónefndur er Orðaheimur Jóns Hilmars Jónssonar,
með glæsilegri bókum sinnar tegundar sem komið hafa út
hér á landi i árafjöld. Báðar þessar bækur eru á metsölulist-
um. íslendinga þyrstir í orðabækur. Þeir eru áhugamenn
um íslenskt mál. Og munu áfram lifa með lifandi tungu á
vörum sér. Sigmundur Ernir.
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
DV
Víst hefur hún aukist
Olafur Teitur
Guönason
blaöamaöur
Reglulega skýtur upp kollinum
umræða um áhrif þess, að undan-
farin ár hefur persónuafsláttur
ekki hækkað í takt við tekjur.
Kristján Már Unnarsson, frétta-
maður á Stöð 2, gerði nýverið
nokkrar fréttir um þetta sem
vöktu verðskuldaða athygli.
Hann sýndi fram á með skýrum
dæmum að fólk greiðir
hærra hlutfall tekna
sinna en áður í skatt
þrátt fyrir að tekju-
skattsprósentan hafi
verið lækkuð.
Af einhverjum völd-
um virðist stjórnvöldum
mjög í mun að loka aug-
unum fyrir þessari stað-
reynd.
„I fyrra dœminu hrifsar
ríkið til sín stærri hluta
en áður - en getur vitan-
lega stœrt sig af því við
launamanninn að kaup-
máttur hans hafi nú
þrátt fyrir allt aukist um
39,2%!“
Raunin er þessi
Þetta voru ímynduð dæmi,
byggð á tölum völdum af handa-
hófi. Hver hefur þá raunin veriö?
í úttekt ASÍ og BSRB, „Skatt-
kerfiö frá sjónarhóli launafólks"
sem gefin var út í september 1999,
fréttum sínum - að einstaklingur
sem hafði árið 1995 100.000 krón-
ur í mánaðarlaun, sem hafa síðan
hækkað samkvæmt launavísi-
tölu, myndi í dag greiða 25.700 í
skatt hefði skattkerfið haldist
óbreytt, skattprósentan væri
41,93% eins og þá og persónuaf-
sláttur hefði hækkað til jafns við
laun. En vegna þess að persónuaf-
sláttur hefur hækkað minna en
laun þarf þessi sami launamaður
í dag að greiða 34.300 krónur í
skatt á mánuði - þrátt fyrir að
skattprósentan hafi lækkað.
Augunum lokað
í nýjasta tölublaði Viðskipta-
blaðsins eru þrír einstaklingar
spurðir hvort skattbyrði almenn-
Aðeins um áhrifin
Áður en vikið er að
því er rétt að rifja upp
hvemig það gerist að
skattbyrði eykst í kjölfar
þess að persónuafsláttur
hækkar minna en laun.
Dæmi um þetta eru sýnd
í meðfylgjandi töflum. í
þeim báðum er miðað
við láglaunamann með
aðeins 80.000 krónur í
tekjur á mánuði á fyrsta
ári. Hlutfallsleg hækkun
tekna og persónuafslátt-
ar er hér ákveðin af
handahófi, enda aðeins
ætlunin að draga fram
samvirkandi áhrif þess-
ara þátta. Skattprósent-
an er í báðum dæmum
óbreytt öll árin, 38,75%.
í efri töflunni hækka
laun um 10% á ári en
persónuafsláttur aöeins
um 5% á ári. Á fimm
árum þýðir þetta að
mánaðarlegar skatt-
greiðslur hækka um rif-
lega 10.000 krónur, eða
um hvorki meira né
minna en 91,5%. Að vísu
hefur launamaðurinn
ástæðu til að fagna svolit-
ið líka, því að mánaðar-
legar ráðstöfunartekjur
hans hækka um 27.000
krónur, eða 39,2%. En eft-
ir stendur hins vegar, að
skattbyrðin - hlutfall
skatta af heildarlaunum -
eykst úr 13,8% í 18%.
Ókeypis leiðrétting
Því er stundum haldið
fram að það sé of dýrt að
láta skattleysismörk fylgja launa-
þróun. Staðreyndin er hins vegar
sú að það kostar ríkið nákvæm-
lega ekki neitt!
Þetta sést í neðri töflunni. Þar
hækka bæði laun og persónuaf-
sláttur um 10% á ári. Þetta þýðir
að ráðstöfunartekjur launa-
mannsins hækka á fimm árum
um 32.000 krónur á mánuði, eða
um 46,4%. Skyldu skatttekjur rík-
issjóðs minnka við þetta? Vitan-
lega ekki; á fimm árum HÆKKA
þær um ríflega 5.000 krónur á
mánuði, eða um nákvæmlega
sömu 46,4% og ráðstöfunartekjur
launamannsins. Skattbyrðin helst
því óbreytt í 13,8%.
í neðra dæminu skipta ríkið og
launþeginn launahækkun verka-
mannsins bróðurlega á milli sín, i
sömu hlutfölium og gert var áöur.
I fyrra dæminu hrifsar ríkið til
sín stærri hluta en áður - en get-
ur vitanlega stært sig af því við
launamanninn aö kaupmáttur
hans hafi nú þrátt fyrir allt auk-
ist um 39,2%!
Tekjur hækka um 10% en persónuafsláttur um 5% á Ár 1 Ár 2 Ár 3 Ár 4 Ár 5 ári Breyting %-breyting
Tekjur 80.000 88.000 96.800 106.480 117.128 37.128 46,4%
Persónuafsláttur 20.000 21.000 22.050 23.153 24.310
Greitt í skatt 11.024 13.126 15.489 18.140 21.112 10.088 91,5%
Tekjur eftlr skatt 68.976 74.874 81.311 88.340 96.016 27.040 39,2%
Skattbyröi 13,8% 14,9% 16,0% 17,0% 18,0%
Tekjur og pers ónuafsláttur hækka um 10% á ári Ár 1 Ár 2 Ár 3 Ár 4 Ár 5 Breyting %-breyting
Tekjur 80.000 88.000 96.800 106.480 117.128 37.128 46,4%
Persónuafsláttur 20.000 22.000 24.200 26.620 29.282
Greltt í skatt 11.024 12.126 13.339 14.673 16.140 5.116 46,4%
Tekjur eftir skatt 68.976 75.874 83.461 91.807 100.988 32.012 46,4%
Skattbyröi 13,8% 13,8% 13,8% 13,8% 13,8%
tekjuskatt! Eyðslusöm vinstristjórn myndi sjálfsagt fagna
þvf, en mér finnst slík skattpíning ekki fögur framtíðarsýn.
Mín framtíðarsýn er hins vegar sú að ríkið lækki tekjuskatt
einstakiinga mjög verulega og afnemi hátekju- og eigna-
skatta."
Tekjuskattar lækkað töluvert síðustu ár
Þórlindur Kjartansson, ráðgjafi fjármálaráðherra
„Tekjuskattar hafa lækkað töluvert á síðustu árum bæði hjá
fyrirtækjum og einstaklingum. Þessar skattalækkanir, ásamt
almennum breytingum í frjáisræðisátt í sam-
félaginu, hafa stuðlað að mjög auknum um-
svifum í fslensku atvinnulífi é síðustu árum.
Þessi aukning umsvifa sést best f því að hér
hefur hagvöxtur verið mikill, ný störf hafa
orðið til, og kaupmáttur vaxið meira en áður
í sögunni. Við hin auknu umsvif hafa skatt-
stofnar oinnig gefið af sér meiri tekjur en
fyrr. Það jafngildir ekki aukinni skattbyrði.
Það er markmið stjómvalda að stuðla að
aukinni verðmætasköpun í samfélaginu.
Einföldun skattkerfisins er hluti af þeim forsendum sem sú
stefna byggist á og það að nú skuli fleiri íslendingar en áður
vera í þeirri stöðu að vera yfir svokölluðum skattleysis-
mörkum er til marks um bætta stöðu launafólks. Þriðjungs
aukning kaupmáttar á sfðasta áratug segir einnig sína sögu
en kaupmáttur segir til um kaupgetu fólks eftir að skattar
hafa verið greiddir.
Það þarf enginn að efast um að stefna Sjálfstæðisflokksins
er að lækka skatta enn frekar. Með áframhaldandi aðhaldi
og niðurgreiðslu skulda mun gefast tækifæri til þess."
Þórlindur
Kjartansson
kemur meðal annars fram að árin
1996-1999 hafi dagvinnulaun sam-
kvæmt launavísitölu hækkað um
23,4% en persónuafslátturinn á
sama tíma um aðeins 5,1%.
„Ljóta“ dæmið hér að ofan er því
síst of ljótt, enda munurinn á
hækkun launa og persónuafsiátt-
ar þar „ekki nema“ tvöfaldur á
fimm ára tímabili.
Vísitölutenging persónuafslátt-
ar var alfarið afnumin 1996. í
tengslum við kjarasamninga árið
2000 ákvað ríkisstjórnin hins veg-
ar að hækka hann í samræmi við
almennar umsamdar launabreyt-
ingar. Samkvæmt forsendum
Þjóðhagsspár um launahækkanir
á ári dugar þetta hins vegar ekki
til; það stefnir í að skattbyrðin
aukist enn árið 2003, að þessu
sinni úr 11% í 11,4% hjá einstak-
lingi sem hefur 100.000 krónur í
laun á mánuði en hlutfallslega
minna eftir því sem tekjurnar eru
hærri.
ASÍ hefur reiknað út - og það
er dæmið sem Stöð 2 nefndi í
ings hafi aukist. Einn
þeirra er Þórlindur
Kjartansson, ráðgjafi
fj ármálaráðherra.
Þórlindur svarar ekki
spurningu blaðsins. Það
eina sem hann segir um
skattbyrði er þetta: „Við
hin auknu umsvif hafa
skattstofnar einnig gefið
af sér meiri tekjur en
fyrr. Það jafngildir ekki
aukinni skattbyrði." En
hefur hún þá aukist? Því
er ekki svarað. í staðinn
grípur Þórlindur þá gæs,
sem nefnt var í dæminu
hér að ofan að stjórnvöld
í „ljóta“ dæminu gætu
gripið: Hann bendir á að
kaupmáttur hefur aukist.
Það er vitanlega alveg
rétt. Hitt er líka rétt, að
ASÍ gerði það ekki -
a.m.k. ekki lengi vel - að
meginbaráttumáli að per-
sónuafsláttur hækkaði í
takt við almenna launa-
vísitölu. Það sjónarmið
hefur þótt eiga við rök að
styðjast að jafna eigi
sveiflur í efnahagslífinu í
gegnum skattkerfið,
þannig að skattbyrði auk-
ist í uppsveiflu en
minnki i niðursveiflu.
Þetta er umdeilanleg réttlæting
fyrir því sem hér er deilt um: Við
hljótum að gera ráð fyrir því að
hagur fólks vænkist til langs tíma
litið - sú hefur enda veriö raunin
i allmarga mannsaldra - og ef það
gengur eftir mun skattbyrðin fara
stöðugt vaxandi í óbreyttu kerfi.
Eru allir sáttir við það?
Eigi að vera nokkur von til
þess að fá fram vitrænar umræð-
ur um mögulegar breytingar á
skattkerfinu - til dæmis um þá
hugmynd sem mörgum finnst
fýsileg, að lækka skattprósentuna
um helming eöa svo, afnema per-
sónuafslátt, en veita þess i stað
sérstakan skattaafslátt vegna
harna og annarra aðstæðna -
hlýtur að minnsta kosti að vera
grundvallaratriöi að menn horfist
í augu við þær staðreyndir sem
liggja á borðinu.
Eða eru kannski að mati stjóm-
valda engin takmörk fyrir því
hve skattbyrðin má aukast mikið
- svo lengi sem kaupmáttur
hækkar?