Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 I>V Drifkrafturinn bak við skriftirnar Fyrir örfáum vikum var á þessari síöu vitnaö í orö nokk- urra þekktra rithöfunda um vinnuaðferöir sínar. Hér mæta fjórir rithöfundar í viöbót og lýsa drifkraftinum bak viö skriftirnar. Truman Capote sagði eitt sinn í viðtali, spurður um vinnuaðferðir: „Ég get ekki hugs- að nema ég liggi, annaðhvort uppi í rúmi eða sófa og með sígarettu og kaffi. Ég þarf að vera púandi og sötrandi. Þegar líða tekur á daginn skipti ég frá kaffi yfir í te og síðan frá sérríi í martini. Ég nota ekki ritvél. Ekki i byrjun. Ég handskrifa fyrstu útgáfuna. Síðan endurskoða ég hana frá grunni og handskrifa upp á nýtt. Ég lít fyrst og fremst á mig sem stílista og stílisti getur, eins og alkunna er, verið gagn- tekinn af því hvar eigi að setja kommu eða hvort eigi að nota semikommu. Þessi þrá- hyggja og sá tími sem í hana fer finnst mér stundum gjörsamlega óþolandi. Ég lifi ævinlega í þeirri blekkingu að öll framvinda sögunnar, byrjunin, miðjan og lok- in, muni koma samtímis upp í huga minn - að ég sjái allt í einni hendingu. En í vinnslunni Stephen Spender skilgreindi Yeats eitt sinn skemmtilega - sagði að dögum sam- an tæki hann ekki eftir neinu í um- hverfi sinu en síðan, um það bil einu sinni í mánuði, liti hann út um gluggann og yrði skyndilega var við eitthvað, kannski svan á tjörn sem fangaði huga hans, og heillaðist svo mjög að hann semdi unaðsleg ljóð. Það má segja að ég vinni þannig: í einu vetfangi er ég hrifinn burt frá draumórunum og sjálfhverf- unni sem venjulega fyllir daga mína og ég sé í feiknasterku leiftri sérstöðu mannverunnar og aðstæður hennar." Ritstörf fjarri ritvél Henry Miller lýsti vinnuvenjum sínum á eftirfarandi hátt: „Venjulega byrja ég að skrifa strax að loknum morgunverði. Ég sest við ritvélina og ef ég finn að ég get ekki skrif- að þá hætti ég. Mér finnst best að skrifa á morgnana og þá einungis í tvo til þrjá tíma í senn. í upphafi ferils mins vann ég frá mið- nætti til morguns en það gerði ég einungis i byrjun. En jafnvel eftir að ég settist að í Par- ís fannst mér mun betra að vinna á morgnana en á öðrum tímum. Þá var ég líka vanur að Truman Capote um ritstörfln: „I vinnslunni gerist óendanlega margt óvænt. Guði sé lof, því hlð óvænta; atburðarás sem tekur óvænta stefnu, setningar sem koma á þeirri stundu sem maður á síst von á þeim - það er hinn óvænti gróði, hinn ánægjulegi drifkraftur sem heldur rithöfundinum gangandi." gerist óendanlega margt óvænt. Guði sé lof, því hið óvænta; atburðarás sem tekur óvænta stefnu, setn- ingar sem koma á þeirri stundu sem maður á síst von á þeim - það er hinn óvænti gróði, hinn ánægjulegi drifkraft- ur sem heldur rithöf- undinum gangandi. Ritstörf eru leikur Christopher Is- herwood hafði greini- lega mikla unun af starfi sínu og sagði: „Ég held að ég hafi alltaf viljað verða rit- höfundur. Faðir minn, ómeðvitað held ég, kom mér til að hugsa um ritstörf fremur sem leik en vinnu. Hann var sí- fellt að segja mér sög- ur og hvatti mig þeg- ar hann kom að mér í ímyndunarleikjum mínum. Og mér sýn- ist sem ritstörfin hafl verið leikur sem ég hef stundað æ síðan. Ég hef tilhneigingu til að hugsa um rit- höfunda sem mér leiðast sem eins kon- ar skrifstofumenn. vinna mikið. Ég byrjaði á morgnana, fékk mér blund eftir hádegismat, hóf svo vinnu á ný og skrifaði stundum fram að miðnætti. Síðustu tíu til fimmtán árin hef ég komist að því að það er ekki nauðsynlegt að vinna svo mikið. í rauninni er það slæmt. Maður gengur á forð- ann. Það er sennilega rétt að ég skrifi hratt. En það er breytilegt. Ég get skrifað hratt í ein- hvern tíma en síðan koma tímabil þar sem ég kemst ekkert áfram og eyði kannski klukku- tíma i að skrifa eina blaðsíðu. En það er frem- ur sjaldgæft því þegar ég finn að ég er að klúðra málum þá hleyp ég yfir þennan erfiða kafla, held áfram að skrifa og sný mér síðan að honum einhvern annan dag þegar ég hef fundið á honum réttan flöt. Þegar allt kemur til alls fer mestur hluti rit- starfanna fram fjarri ritvélinni og skrifborð- inu. Ritstörfum sinnir maður á hinum þöglu, rólegu stundum þegar maður er í göngutúr eða að raka sig eða leggja kapal eða jafnvel þegar maður er að tala við einhvern sem mað- ur hefur ekki sérstakan áhuga á. Maður er að vinna, hugurinn er að störfum, undirmeðvit- undin að leysa tiltekin vandamál. Og þegar maður fer að ritvélinni þá er maður einungis að yfirfæra þessar hugsanir á pappírinn." Bókmenntir eru list Katherine Anne Porter lýsti sambandi sínu við ritstörfin eins og heitu ástarsambandi og sagði: „í upphafi bjó ég ekki að neinu nema eins konar þörf, knýjandi ástríðu. Ég veit ekki hvaðan hún kom né af hverju - eða hvers vegna ég hef fylgt henni svo þvermóðskulega að ekkert hefur getað fengið mig til að snúa við henni baki. En milli mín og ritstarfa minna hafa skapast sterkustu tengsl sem ég hef nokkru sinni átt - voldugri en nokkurt samband eða skuldbinding við mannveru eða aðra vinnu sem ég hef fengist við. Ég byrja aldrei að skrifa án þess að vita hvernig sagan á að enda. Ég skrifa ætið sið- ustu línuna, síðustu málsgreinina, siðustu blaðsiðuna fyrst og síðan sný ég mér að byrj- uninni og vinn út frá endinum. Ég veit hvert ég er að fara. Ég veit hvert markmiðið er. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei á ævi minni skrifað sögu sem ekki á trausta stoð í raunverulegri mannlegri reynslu - mjög oft er það reynsla annarra en reynsla sem verður mín þegar ég heyri söguna, verð vitni að henni, verð kannski einungis áheyrandi að nokkrum orðum. Það skiptir ekki máli, það þarf svo lítið til - örlítið fræ. Síðan festir það rætur og vex. Ég lít á bókmenntir sem list og sinni rit- störfunum eins og ég sé að fást við listform. Auðvitað eru ritstörf einnig atvinna, viðskipti og starfsgrein og allt mögulegt annað; en fyrst og fremst eru þau list og þannig á að sinna þeim. Ég veit að mjög margir eru mér ósam- mála og þeim er það frjálst. Ég held að það mikilvægasta sé að menn stundi vinnu sína eins og þeim er eðlislægast - og við höfum öll mismunandi aðferðir. En ég lít á bókmenntir sem list og ég hef þá skoðun að ef menn mis- beiti eða misbjóði listgáfunni þá yfirgefi hún þá. Hún er ekki eitthvað sem menn geta neglt niður og notað að vild. Menn verða einnig að leyfa henni að nota þá.“ Umsjón: Koibrún Bergþórsdóttir Bókasíðan Houellebecq er snillingur Áform eftir Michel Houellebecq Houellebecq, sem hjá vissum hópi gengur undir nafn- inu Ullabjakk, er einn umdeildasti rit- höfundur heims; hef- ur verið kallaður „klámhundur" og ýmislegt þaðan af verra. Sannleikurinn er hins vegar sá að þama er meistaralegur höf- undur á ferð. Hann skrifar af fitons- krafti og er spámannlega ögrandi og sérkennilega fyndinn í sinni myrku heimssýn. Númtímaskáldsögur ger- ast ekki mikið betri en Áform. Furðulegt að menn geti ekki sam- mælst um snilli rithöfundarins. Kvótið_______________ Ég get ei ort í anda og eftir áformi annars manns. - Gísli Brynjúlfsson eftir aö Jón Sigurðsson haföi stungiö upp á breytingum á kvœöi eftir hann. Bókalisti Eymunds Allar bækur 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. fslensk orðabók. Mörður Árnason 3. Útkall - Geysir er horfinn. Óttar Sveinsson 4. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir 5. Leggðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 6. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie 7. Sólarsaga. Siqurbjörq Þrastardóttir 8. Sonja - Líf og leyndardómar. Reynir Traustason 9. Konur með einn í útvikkun fá enga samúð. Ýmsir höfundar 10. Barist fyrir frelsinu. Björn Inqi Rafnsson Bókalisti Máls og menningat' Allar bækur 1. Islensk orðabék. Mörður Árnason 2. Röddin. Arnaldur Indriðason. 3. Jón Siqurðsson. Guðjón Friðriksso 4. Leqgðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir. 5. Konur með einn í útvíkkun. Ýmsir höfundar. 6. Artemis fowl-samsærið. Eoin Colfer. 7. Fyrstur til að deyja. James Patterson. 8. Flateyjargátan. Viktor A. Inqólfsson. 9. Gallsteinar afa Gissa. Kristín H. Gurinarsdóttir. 10. Fánar heimsins. Siobhán Ryan. Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason. 2. Fyrstur til að deyja. James Patterson. 3. Flateyjargátan. Viktor A. Inqólfsson. 4. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason. 5. Taxi-101 saga. Ævar ð. Jósepsson. 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason. 7. Snorri Sturiuson. Ritsafn. 8. Bridget Jones á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq. 9. Alkemistinn. Paulo Coehlo. 10. Heilaþjóðin. Jean Auel. Metsölulisti Máls og menningar 1.-10. nóvember Lestrargleði yfirvinnur sársauka Bryndís Loftsdóttir segir frá bókunum sem hún er að lesa þessa dagana „Ég er nýbúin að lesa Sólar sögu eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Ég veit þú kemur - þjóðhátlð í Eyj- um eftir Gerði Kristnýju. Sólar saga fékk á dögunum bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundsson- ar og er sennilega ein af betri skáldverkum sem fengið hafa þau verðlaun sem hingað til hafa því miður síst náð að festa sig í sessi sem gæðastimpill. Sagan fjallar um unga stúlku sem heitir Sól og bar- áttu hennar við að feta sig aftur í lífinu eftir líkamsárás sem hún varð fyrir. Textinn er ljóðrænn og nær oft ágætu flugi en persónu- lega hefði ég helst viljað að höfundurinn hefði sleppt þessari leiðinlegu lífsreynslu söguhetj- unnar og treyst á frásagnarhæfileika sfna af lífi hennar í suðrænu landi og kynnum hennar af fólkinu þar. Þjóðhátíöarbókin hennar Gerðar Kristnýjar er mjög fyndin, sérstaklega fannst mér spennandi að hún skyldi ætla sér að gista í tjaldi því ég hélt að ég væri búin að fullreyna áhuga hennar á slíkri gistingu. Svo er ég að lesa tvær bækur núna, annars vegar ævisögu Sonju de Zorilla og hins vegar Röddina hans Amaldar Indriðasonar. Ævi- saga Sonju rennur mjög vel áfram og er áhugaverð að mörgu leyti þótt hæfileiki hennar til að láta aðra sjá fyrir sér á yngri árum sín- um fari mjög fyrir brjóstið á mér. í gærkvöld hóf ég svo lesturinn á Röddinni eftir Arnald Indriða- son. Fyrri bækur hans hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi virðist ekki ætla að verða neinn eftirbátur þeirra. Því til sönnunar get ég sagt frá því að við lesturinn í gær fékk ég skyndilega mikinn sinadrátt í stóru tána. Hún stóð alveg stíf upp í loftið meö tilheyr- andi sársauka. Ég stóð ósjálfrátt upp og steig hin- um fætinum ofan á tána til að fá hana til að hætta þessari vitleysu. Ég hélt hins vegar á bókinni all- an tímann og hafði ekki augun af textanum. Átt- aði mig svo bara í lok kaflans á því að ég var að lesa bókina standandi eiginlega bara á öðrum fæti og sinadrátturinn var löngu horfinn." Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir 3. Sólar saga. Siqurbjörq Þrastardóttir 4. Bridget Jones - á barmi tauqaáfalls. Helen Fieldinq 5. Sagan af sjóreknu píanóun- um. Guðrún Eva Mínervudóttir 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Undrun og skjálfti. Amélie Nothomb 8. Næturstaður. Siqurður Pálsson 9. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 10. Vegalínur. Ari Trausti Guðmundsson Barnabækur 1. Albertína ballerína. Katharine Holabird. 2. Marta smarta. Gerður Kristný. 3. Benedikt búálfur. Ólafur Gunnar Guðlauqsson. 4. Fyrstu 500 orðin.____________ 5. Geitungurinn. Árni Árnason og Halldór Baldursson. Listinn er geröur út frá sölu 6.-12. nóvember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.