Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Side 32
32
H&lgarhlað DV LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
Söngvarinn fljúgandi
Kristinn Sigmundsson er ntjbúinn að taka
þátt ísex tíma frumsgningu Meistara-
söngvara Wagners íCovent Garden. Hann
er líka að sgngja Rósariddarann íKöln og
Basilió ííslensku óperunni ínokkrum sgn-
ingum. Kristinn er vanur að búa í ferða-
tösku og flugvél en næstu vikur verða
óvenju annasamar.
Þegar grípa þarf til orða til þess að lýsa Kristni
Sigmundssyni þá getur eitt orðabil breytt merking-
unni. Það væri hægt að segja að Kristinn sé stór-
söngvari en það mætti líka segja að Kristinn sé stór
söngvari. Hvort tveggja er rétt.
Kristinn hefur áratugum saman verið í fremstu
röð íslenskra óperusöngvara og hefur sungið á
sviðum flestra þekktustu óperuhúsa heimsins,
sama hvort er austan hafs eða vestan. Það er fróð-
legt að slá nafni hans inn í leitarvélar hins alltum-
lykjandi Internets og sjá hve víða hann kemur við
sögu. Þar fljóta upp borgarnöfn eins og Amsterdam,
London, New York, Barcelona, París, Hamborg,
Köln, Mílanó, Berlín og Reykjavík. Þar bregður fyr-
ir nöfnum hljómsveitarstjóra eins og James Levine,
Riccardo Muti, Bernard Haitink og Sir Colin Davis
og þar eru nefndar margverðlaunaðar upptökur þar
sem Kristinn syngur hlutverk Sarastros i
Töfraflautunni og margt fleira er tínt til sem of
langt mál yrði upp að telja. Hér er vitnað í netsíð-
ur og vefsetur því sjálfur setur Kristinn ekki á
langar ræður um afrek sín. Hann lætur verkin tala
eða syngja öllu heldur.
Á leiðinni heim
Þótt Kristinn starfi einkum við óperuhús i Evr-
ópu, sérstaklega í Frakklandi og Þýskalandi, er
hann tengdur heimalandi sínu afar sterkum bönd-
um og lögheimili hans og bækistöð er á íslandi og
þar hefur fjölskylda hans búsetu og Kristinn reyn-
ir að vera sem mest samvistum við hana yfir sum-
arið sem er rólegur tími í óperuheiminum en á vet-
urna dvelst hann að mestu utan lands.
Um þessar mundir er verið að sýna í íslensku óp-
erunni gamanóperuna Rakarann í Sevilla.
Skemmst er frá því að segja að uppfærslan hefur
fengið feiknagóðar viðtökur og gagnrýnendur hafa
keppst við að hlaða sýninguna lofi og áhorfendur
hafa ekki látið sitt eftir liggja því þeir hafa þyrpst
Kristiiin hefur sungiö á íslenskum sviðum áður og
þetta er elsta myndin sem fannst í myndasafni DV en
þarna er stórsöngvarinn á sviði Þjóöleikliússins árið
1985 að syngja í Grímudansleiknum.
Kristinn Sigmundsson er heimavanur á sviðum stærstu óperuhúsa heimsins. Hann er saint á leiðinni heim til
að syngja í íslensku óperunni í nokkur skipti.
í gamla bíóhúsið við Ingólfsstræti til að hlýða á
raunir rakarans.
Laugardaginn 16. nóvember, sem glöggur lesandi
sér að er einmitt í kvöld, stígur áður áminnstur
Kristinn Sigmundsson einmitt á sviðið í íslensku
óperunni og syngur hlutverk Basilios á heimavelli
í eiginlegri merkingu þess orðs. Þetta verður sú
fyrsta af fimm sýningum sem Kristinn syngur hér
heima að þessu sinni.
Kristinn kemur ekki til landsins fyrr en að
morgni laugardagsins því hann er að syngja í
London þar sem hann tekur þátt í uppfærslu á
Meistarasöngvurum Wagners í Covent Garden. Það
var að morgni frumsýningardags sem DV náði tali
af söngvaranum sem kvaðst ekki vera taugaóstyrk-
ur.
„Þetta er talsvert viðamikil sýning og mikil við-
höfn. Ég hef verið hérna viðloðandi siðustu vikur
við æfingar ásamt því að skjótast annað slagið til
Köln til að syngja í Rósariddaranum eftir Richard
Strauss. Ég verð hérna í öllum sýningunum á
Meistarasöngvurunum sem ná rétt fram yfir mán-
aðamótin svo það verða mikil ferðalög á mér milli
Islands og London,“ sagði Kristinn. Þess má geta að
uppfærslan á Meistarasöngvurunum í Covent Gar-
den varir í sjö klukkustundir með tveimur hléum.
Kristinn segist ekki vera nema í meðalstóru hlut-
verki.
„Sá sem syngur aðalbassahlutverkið er á sviðinu
mikið af tímanum og er algerlega úrvinda eftir
hverja sýningu. Ég myndi þurfa 2-3 ára aðlögun ef
til þess kæmi að ég tæki það að mér.“
- Kristinn er hins vegar ekki alveg ókunnugur
hinum flærðarfulla þrjóti, Basilio, í Rakaranum í
Sevilla því hann hefur sungið hlutverkið áður í
þremur uppfærslum í París, Hamborg og Genf.
„Ég hlakka mikið tO að koma heim og taka þátt í
þessari uppfærslu. Ég hef ekki séð sýninguna en
hef ekkert heyrt nema vel af henni látið en var við-
staddur nokkrar æfingar og fagna því sérstaklega
að við skulum vera búin að eignast ungan leik-
stjóra sem er sérmenntaður í óperuuppfærslum."
Að leika Skrattann
- Núverandi stjórnendur Parisaróperunnar hafa
mikið dálæti á Kristni og undanfarin ár hefur hann
sungið hvert stórhlutverkið á fætur öðru á fjölun-
um þar.
„Eftir áramótin liggur leið Kristins einmitt til
Parísar þar sem hann syngur hlutverk Mefistofeles-
ar í Faust eftir Gounod og hluterk Gurnemanz í
Parsifal eftir Wagner. Þaðan liggur leiðin til San
Francisco þar sem hann syngur í Fordæmingu
Fausts eftir Berlioz og aftur er það hlutverk
myrkrahöfðingjans. Ertu orðinn vel kunnugur
Skrattanum?
„Ég vildi nú ekki hitta hann sjálfur," segir Krist-
inn og hlær.
„En það er gaman að þeim gamla. Það er húmor
bak við illskuna og hann er aldrei leiðinlegur."
- Fyrir jólin kemur út hljómdiskur með söng
Kristins og píanóleik Jónasar Ingimundarsonar en
samstarf þeirra félaga er rómað og víðfrægt eftir
ótalda tónleika um land allt og vel heppnaðar hljóð-
ritanir. Hvað er á þessum diski?
„Þetta eru lög sem við höfum dálæti á og höfum
oft flutt saman. Diskurinn var tekinn upp fyrir
rúmu ári en ákveðið að láta hann liggja og biða og
svo hlustuðum við á upptökurnar í sumar og
ákváðum að gefa þetta út. Það má eiginlega segja að
þetta séu uppáhaldslögin okkar Jónasar."
Þess má geta að á mánudaginn 18. nóvember
verða úgáfutónleikar i Salnum í Kópavogi í tilefni
af útgáfu disksins sem var einmitt tekinn upp þar.
Á efnisskránni er allt frá Old Man River yfir í
Hamraborgina sem fram að þessu hefur verið
stjörnulag tenórsöngvara en nú er sá tími liðinn.
Hugsað heim til Laxár
Eins og áður sagði hefur Kristinn bækistöð á Is-
landi þótt hann sé augljóslega búsettur í ferðatösku
um þessar mundir á sífelldum þeytingi milli
London, Kölnar og Reykjavíkur. Hann segist reyna
að gefa sér góðan tima á sumrin til þess aö vera
samvistum við fjölskylduna og vinina. Eitt helsta
tómstundagaman Kristins og áhugamál, sem reynd-
ar fjölskyldan öll tekur þátt í, er að veiða lax og sil-
ung á flugu. Þar hlýtur að vera grunnt á vísinda-
þekkingu Kristins en hann lærði líffræði áður en
hann hélt á vit sönggyðjunnar og kenndi líffræði
um hrið. En fékk hann í soðið i sumar?
„Þetta var engin ofveiði en ég fékk nokkra góða
fiska. Við höfum oft farið í Grímsá sem er í miklu
uppáhaldi hjá mér en ég komst því miður ekki með
í þann leiðangur í sumar. Svo er Laxá í Laxárdal,
nánar tiltekið á urriðasvæðinu sem er frábært.
Það er dásamlegt að vera í náttúrufegurðinni í
Laxárdalnum þar sem maður heyrir ekkert nema
hljóðin í náttúrunni. Stundum þegar ég geng hérna
um göturnar í stórborginni þá verður mér hugsað
til Laxárdalsins og þagnarinnar og friðarins sem
þar er.“ -PÁÁ