Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 41
LAUGARDAGUR lö. NÓVEMBER 2002 Helgarblacf X>V 45 \ i ógnandi. Það er mikið kapphlaup og maður þarf eiginlega að pakka sér í umbúðir. Það er auðveldara þegar það er flokksval. Það er æski- legri leið að mínu mati. Það er margt sem þarf að skoða áður en farið er út í svona baráttu og margar mýtur um stjórnmál. Þegar á hólminn er komið fjallar pólitík um líflð sjálft og sem þátt- takandi í því er ég tilbúin i slaginn. Stjórnmálin og umræðan fer ekki fram á milli tvítugs og þrítugs held- ur er yfirleitt miðað við fólk sem er yfir fertugt. Það er því ailtaf spurn- ing hvemig framboði eins og mínu er tekið. Ungu fólki gekk vel í próf- kjörum Samfylkingarinnar um síð- ustu helgi eins og sést á árangri mínum, Ágústs Ólafs Ágústssonar, Björgvins G. Sigurðssonar og Helga Hjörvar. Við náðum öll góðum ár- angri og það er augljóst að það er eftirspurn eftir ungu fólki. Sjónar- hom ungs fólks hefur vantað inn á þing. Á þingi þarf líka að vera fólk sem finnur fyrir námslánum, er að koma sér upp húsnæði og eignast börn. Það er hollt að þingmenn finni þetta á eigin skinni." Það hefur mikið verið rætt um kostnað við prófkjör. „Já. Kostnaðurinn í flokksvali er lægri en í opnum prófkjörum. Mér flnnst gott að geta sagt frá því að ég náði árangri og kostnaður minn af framboðinu var eingöngu á annað hundrað þúsund og tel ég þar með spariskó sem ég þurfti að kaupa mér. Það var miklu auðveldara en ég hélt að ná til fólks. Ég hafði líka gott fólk með mér.“ Sterk stjómarandstaða Kosningamar í vor verða þær fyrstu eftir að PoppTíVí fór í loftið. „Fyrstu kosningar eftir Popp- TíVi, já. Ég er enn fost í skilgrein- ingunni „fyrir og eftir sítt að aft- an“! Hefur þetta ekki alltaf verið svona? Ég lá yfir poppmyndböndum á einhverjum öðrum stöðvum og rétt náði i skottið á Skonrokki. Ég held að það hafl ekkert breyst. Það eiga allir aldurshópar sinn kúltúr. Það góða við þróun síðustu ára fyr- ir okkur unga fólkið í dag er upp- lýsingaaðgengi okkar á Netinu. Ungt fólk notar Netið mjög mikið og þar er aðgangur að mörgum skemmtilegum pólitískum vefsíð- um. Það er mjög áhugaverð þróun.“ Verður þetta erflður vetur fyrir þig? „Það fer örugglega meiri tími í stjórnmál en hefur verið hingað til. En síðastliðinn mánudag vaknaði ég bara eins og venjulega og mætti í mína vinnu. Það voru viðskipti eins og venjulega og svo verður áfram í vetur. Almennt held ég að þessi vetur verði skemmtilegur pólitískt séð. Umræðan verður örugglega kröft- ugri nú en fyrir síðustu kosningar. Samfylkingin hefur styrkt mjög stöðu sina sem næststærsti stjóm- málaflokkur landsins. Við erum búin að stypkja innviði flokksins og verðum öílug i vetur. Við eigum til dæmis eftir að leiða Evrópuumræð- una þar sem við emm mjög sterk og vel undirbúin. Áratugir em síðan það hefur ver- ið til jafn sterkur stjómarandstöðu- flokkur og Samfylkingin er. Við höfum sannað okkur og næsta verk- efni er að ná árangri i kosningum og mynda hér nýja ríkisstjóm.“ sm nýtt dekkjaverð á Itlandi DEKKJA LAGERINN Selfoss Gagnheiði 42 Verkstæði okkar: Mosfelisbær Keflavtk Reykjavík Völuteigur 6 Iðavellir 8 Viðarhöfði 6 Smáauglýsingar vantar þig félagsskap? 550 5000 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.