Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Verðdœmi SpariPlús
Krít
53.980kr
Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann.
Portúgal
47.267;,
Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann.
Mallorca
43.1401
Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann.
Benidorm
44.340L
Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann.
* á mann m. v. að 2 fullorðnir og
2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í tvær
vikur, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar.
8-15%
verðlækkun
www.plusferdir. is
Hlíðasmára 15 • Simi 535 2100
DV
Fréttir
Hagstætt verð kyndir undir ferðagleði íslendinga sem aldrei fyrr:
Þjóð á faraldsfæd
—
Síillii
Ferðalög til útlanda eru orðin
fastur liður í útgjöldum margra
heimila. íslendingar eru meira og
minna á ferðalögum allt árið um
kring. Fara í borgarferðir og ýmsar
sérferðir eins og skiðaferðir, menn-
ingarferðir, matar- og vínferðir,
íþróttaferðir, árshátíðarferðir og
fleira. Vetur, sumar, vor og haust.
Og svo auðvitað hefðbundnar sum-
arleyfisferðir yfir sumartímann.
Mörg þúsund íslendingar eru er-
lendis á hverjum degi, allt árið.
Þjóðin er á ferð og flugi. Og gildir þá
einu hvort um er að ræða ungt fólk,
fjölskyldufólk eða Mlorðið fólk sem
hefur meira svigrúm til að ferðast.
Og margir ferðast oftar en einu
sinni á ári. Tvisvar og jafnvel
þrisvar, allt eftir efnum og aðstæð-
um. Og ef ekki er farið á eigin veg-
um er farið í hópferðir.
Þama skiptir miklu að ferðalög
til útlanda eru á hagstæðara verði
en þau hafa verið um nokkurt
skeið. Sumarbæklingar ferðaskrif-
stofanna komu út á dögunum og síð-
an þá hefur verið stöðugur straum-
ur pantana í ferðir á fjarlægar slóð-
ir. Það er vitlaust að gera á ferða-
skrifstofunum og þegar orðið upp-
selt í nokkrar ferðir í sumar. Þá er
stíf verðsamkeppni i flugfargjöldum
til nokkurra helstu borga álfunnar.
„Þetta er mun betra en á sama
tíma í fyrra og var það ár þó metár
hjá okkur. Við brosum því breitt,"
sagði Andri Már Ingólfsson, for-
stjóri Heimsferða, við DV. Og aðrir
viðmælendur DV úr ferðabransan-
um tóku í sama streng. Og allir und-
irstrikuðu þeir að ástæðuna mætti
að miklu leyti rekja til lægra verðs
fyrir ferðimar en í fyrra. Munurinn
getur verið 5-15 prósent þannig að
sumarleyfisferð í sólina nú getur
verið 5-10 þúsund krónum ódýrari á
manninn.
Ódýrari ferðir
En hvað kostar dæmigerð sumar-
leyfisferð til suðrænna sólarstranda
í dag? Við tókum dæmi af sólarferð
til Salou á Spáni með Terranova Sól
án nokkurra afslátta. Brottfarardag-
ur er 7. ágúst, dvalartíminn hálfur
mánuður og gist á þriggja stjörnu
hóteli með öllum þægindum. Fyrir
íjögurra manna fjölskyldu, tvo fúll-
orðna og tvö böm, kostar slik ferð
290.650 krónur eða um 72.600 krónur
ætlar sér að gera eitthvað með fjöl-
skyldunni. Vera saman og þá gjarn-
an á suðlægum slóðum þar sem
hægt er að slaka á og kúpla frá ann-
ríkinu hér heima," sagði Páll Þór
Ármann, markaðsstjóri hjá Úrvali-
Útsýn, þegar DV ræddi við hann um
ferðalöngun landans.
Hann sagði allt leggjast á eitt þeg-
ar ferðagleðina bæri á góma: Ódýr-
ari ferðir, meira úrval og sú stað-
reynd að frítíminn er afar verðmæt-
ur í augum fólks og það gefur þenn-
an möguleika einfaldlega ekki frá
sér þegar kemur að fríi.
Kóngslns Köben
Kaupmannahöfn hefur mikiö aödráttarafl enda landinn
tiltölulega hagvanur þar í borg.
HaukurLárus
Hauksson
blaöamaður
á mann. Þá er allt reiknað meö, flug-
vallarskattar og forfallagjald. Annað
ódýrara hótel er í boði á sama stað
og sama tíma og kostar ferðin þá
67.000 krónur á manninn.
En frá fostu verði geta síðan dreg-
ist afslættir af ýmsu tagi. Þannig
era nokkrar ferðir til áfangastaða
ferðaskrifstofanna á sérstöku til-
boðsverði nokkra brottfarardaga í
sumar. Þá má fá ferðaávísanir með
notkun kreditkorta. Sé ætlunin að
ferðast með Terra Nova Sól og við-
komandi einnig áskrifandi að DV
býðst 20 þúsund króna ferðaávísun.
En upp úr stendur að tilboð ferða-
skrifstofanna eru afar fjölbreytt og
sífellt verið að auglýsa ferðir með
verulegum afslætti. Og því fyrr sem
ferð er pöntuð því meiri möguleika
hefur fólk á að fá besta afsláttinn og
bestu gististaðina.
Andri Már tjáði DV að við saman-
burð á kostnaði vegna ferða til Mall-
orca hefði komið í ljós að ferðimar
frá íslandi væru ódýrari en sam-
bærilegar ferðir frá Noregi og Sví-
þjóð.
„íslenski ferða-
markaðurinn
stendur sig mjög
vel. Samkeppnin
er mjög hörð og
fólk nýtur bestu
kjara hverju
sinni,“ sagði
Andir Már.
Hluti af lífs-
stflnum
Ódýrari ferðir
eru skiljanlega
hvetjandi fyrir
ferðagleðina en
viðmælendur DV
eru sammála um
að ferðalög eru einfaldlega orðin
fastur hluti af lífsstíl þjóðarinnar og
fastur útgjaldaliður í bókhaldinu á
mörgum heimilum. Mörgu öðru er
fórnað áður en ferðirnar verða fyrir
spamaðarhnífnum. En þessi þróun
á ekki aðeins rætur að rekja til þess
að það er ódýrara að ferðast en
áður. Heldur er fritíminn orðinn
verðmætari í augum fólks og þess
vegna lenda útgjöld vegna ferðalaga
ofar á forgangslista heimilanna.
„Það er verið að lengja skólana og
fólk virðist upptekið við vinnu og
annað meira og minna allan sólar-
hringinn. Þess vegna er fólk mjög
ákveðið þegar kemur að fríum, það
Ekki bara legið
En fríinu er ekki bara eytt í leti á
ströndinni. íslendingar eru mun
virkari ferðalang-
ar en áður. Mikil
sókn er í hvers
kyns sérferðir þar
sem ferðafólk
kynnist nýjum
hliðum á ýmsum
löndum eða að
fara til ókunnra
landa. Þetta eru
þrælskipulagðar
ferðir með sérfróð-
um fararstjórum
og njóta mikill vin-
sælda.
Þá er mikill
áhugi á að taka
bílaleigubíla frá
strandstöðum og
skoða næsta ná-
grenni upp á eigin
spýtur eða með
hóp í fylgd farar-
stjóra. Fólk vill
upplifa og fræðast.
Fríinu er ekki bara eytt á strand-
bamum.
Stöðugur straumur
Þegar tölur yfir komur Islendinga
til landsins árin 1999 og 2000 era
skoðaðar má sjá aö yfir sumartím-
ann era um fjórfalt fleiri komur til
landsins en aðra mánuði ársins. Og
ef fjöldinn sem slíkur er skoðaður
má ætla að yfir 40 þúsund íslending-
ar séu að koma til landsins i aðal-
ferðamánuðinum sem er ágúst. Þá
eru væntanlega um 1000 manns að
koma til landsins á dag en þennan
mánuð má áætla að 10-15 prósent
þjóðarinnar séu erlendis.
A framandi slóðir
Thaíland er meðal áfangastaða hjá
ævintýragjörnum íslendingum.