Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 21
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 HelQctrblaö JOV 2 Astin er í sögum Einhver vinsælasta klisja samtímans er um að lífið sé leiksvið. Þeirsem hafa ein- hvern tíma farið í leikhús vita að svo er alls ekki. Lífið er nefnilega afskaplega ólíkt leiksviðinu. Fæst viljum við trúa þvi að búið sé að skrifa handrit- ið að lííi okkar, við vitum að það er enginn hvíslari, eng- inn sviðsmaður á kantinum, lýsingin er fyrir neðan all- ar hellur, ekkert hlé og síðast en ekki síst þá stendur eng- inn upp og klappar að lokinni sýningu, einfaldlega af því sýningunni lýkur aldrei. Við fáum aldrei að hneigja okk- ur og njóta sviðsljóssins og forsetinn er aldrei í salnum. Aftur og aftur og aftur Sálfræðingurinn Robert J. Sternberg hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingar varðandi leiksviðsklisjuna en hann hefur hins vegar skrifað heila bók um það hvernig mann- fólkið hagar ástalífi sínu samkvæmt ákveðnum sögum. Þessi ágæti sálfræðingur hefur í bók sem hann nefnir Love is a story eða Ástin er saga, velt því fyrir sér hvers vegna ástarsambönd eru oft jafn ófyrirsjáanleg og raun ber vitni og af hverju sum hjónabönd endast von úr viti á meðan önnur brenna í vítislogum eftir örfáa mánuði. Sternberg gerir sérstaklega að umtalsefni þegar fólk ger- ir ítrekað sömu mistökin í ástarsamböndum aftur og aft- ur. Hann veltir upp spurningunni um það hvort þetta sé allt saman fyrir fram ákveðið; hvort fólk skrifi sig sem persónur inn í ákveðna ástarsögu sem það sleppur síðan ekki út úr fyrr en það áttar sig á söguþræðinum. Algjör ást... Reynsla margra af lestri amerískra sálfræðiverka fyr- ir almenning er sú að í þeim sé ekkert að finna sem ekki er útskýrt miklu betur í góðum skáldverkum. Þetta bend- ir Sternberg á í sinni almennu sálfræðibók(l) „Á ákveðnu stigi sjá leikmenn oft það sem sálfræðingar koma ekki auga á: að ást tveggja einstaklinga fylgir ákveðinni sögu,“ segir Robert J. Stemberg. „Ef við viljum skilja ást- ina verðum við að skilja þær sögur sem stjórna skoðun- um okkar og væntingum til ástarinnar. Við byrjum að skrifa þessar sögur sem böm og þær spá fyrir um mynstrið sem ástalíf okkar verður í. Sem betur fer getum við lært að endurskrifa þær.“ Sternberg segist hafa komið með þessar kenningar vegna óánægju með hvað fræðingar, og hann sjálfur með- talinn, voru að skrifa um ástina. „Ég hafði áður lagt fram kenningar um þríhyming ástarinnar og lagði þar til að ástin væri sett saman úr þremur frumþáttum: nánd, ástriðu og skuldbindingu. Ólík ástarsambönd era ólík samsetning þessara þriggja þátta. Algjör ást þarfnast allra þriggja. En kenningin svaraði ekki mikilvægri spumingu: hvað gerir manneskju að þeim elskanda sem hún er? Og hvað dregur hana að öðrum? Ég þurfti að grafa dýpra til að skilja uppruna ástarinar. Ég fann hann í sögum.“ -sm Fjaran: Spennandi matseðill að dönskum hætti ásamt við eigandi drykkjarföngum með lifandi danskri tónlist Fjörugarðurinn: Hljómsveit hinnar stór- skemmtilegu Sine Bach Riittel spilar fyrir dansi föstudag 21. og laugardag 22. febrúar og svo föstu- daginn 1. mars og laugar- dag 2. mars. Dönsk bluegrass hljómsveit ásamt söngkonunni Sine Bach Riittel mun spila á ,;Dönskum dögum“. I þessari hljómsveit eru afburða hljóðfæra- leikarar auk Sine Bach Ruttel - en hún er jafnframt aðallagasmiður og textahöfúndur sveitarinnar. Sine er aðalsöngvari hljómsveit- arinnar og leikur jafnffamt á banjó og gítar og hefúr hvarvetna vakið mikla athygh og hrifningu áhorfenda fyrir ffábæra túlkun og sjarma. Auk þess að leika fyrir matargesti á „Dönskum dögum” þá mun hljómsveitin leika fyrir dansi á Fjörugarðinum fostudags- og laugardags- kvöldin 21. - 22. febrúar og 28. febrúar og 1. mars. FJORUKRAIN Sýning í dag frá kl. 10-16 að Lágmúla 7 í Reykjavík og hjá Vélaver hf. á Akureyrí. 3.340 =lrránÍI*9U Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is Útbúnaður: - fjórgengis mótor 10kw. - rafstart - 5 gírar áfram og einn afturábak - dekk framan 22x7-10 1 - dekk aftan 22x10-10 V - bögglaberar framan og aftan - stuðaragrind að framan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.