Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 23
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
23
HelQOrblað X>"V
... eitthvað fyrir þig?
Extra vagant maskari frá Helenu Rubinstein
Maskari sem margfaldar
Nú er kominn á markaö maskari
frá Helenu Rubinstein sem hefur
að geyma sérstakan bursta sem HR hef-
ur fengið einkaleyfi á. Bursti þessi
hefur breið, skáskorin hár sem
tryggja að liturinn nái til jafnvel
minnstu háranna. Maskarinn sem heitir Extra vagant inniheldur
meðal annars þrjár tegundir af vaxi, ba&mullarfræolíu sem hefur nær-
andi áhrif og Jojoba vax sem er mýkjandi. Hann hefur verið prófaður af augnlækn-
um og er rá&lagður fyrir viðkvæm augu og linsunotendur. Túpan er 5 ml en liturinn
kemur í svörtu, brúnu og bláu.
Hjólrei&ar draga úr
hæftunni á
brjóstakrabbameini
Konur sem stunda hjólreiðar virðast
ólíklegri til að fá brjóstakrabbamein.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
nýrrar þýskrar rannsóknar. Því er
haldið fram að þriggja stunda
hjólreiðar á viku minnki líkurnar á
krabbamein um þriðjung. Þetta er
náttúrlega ekki í fyrsta sinn sem
sannað þykir að hreyfing og
líkamsrækt sé til þess fallin að draga
úr hættunni á krabbameini. Hvað það
er við hjólreiðarnar.sem er svona gott
er ekki vitað og ætla Þjóðverjar að
rannsaka það nánar.
Gönguferó aó Kórahnjúkum
Gönguferðir koma ílestum í gott skap og
fyrir fótafima er að finna nokkrar spennandi
gönguferðir hjá ÍT ferðum í sumar. í fyrstu
ferð sumarsins verður lagt upp frá Borgarfirði
eystri og eyðivíkurnar skoðaðar. Síðan verður
haldið að Kárahnjúkum og fólk getur skoðað
þennan mest umtalaða stað landsins. Ferðin
stendur yfir i 5 daga og verður gist i skálum á
leiðinni. Nánari upplýsingar um gönguferðir
sumarsins er að finna á slóðinni
www.itferdir.is á Netinu.
Ertu að
selja bílinn?
birta
mynd?
• komdu með bílinn og
láttu okkur taka myndina
• eða sendu okkur
mynd á .jpg sniði á
smaaugiysingar@dv.is
ISmáauglýsingar
550 5000
HEILSUÁTAK
Þjálfunar og æfingarpunktar
Sumir virðast trúa því að séu gerðar æfingar fyrir ákveðna hluta líkamans
komi óæskileg fita af viðkomandi stöðum til með að hverfa á braut.
Karlmenn sem eru með ístru gera kviðæfingar í gríð og erg og konur sem
vilja minnka læraummálið gera æfingar fyrir lærin í miklum mæli. Staðreyndin
er sú að ekki er hægt að brenna fitu af ákveðnum svæðum líkamans.
Kviðæfingar og læraæfingar styrkja og móta vöðvana á viðkomandi
svæðum en þeir vöðvar eru undir fitulaginu sem við viljum svo gjarnan
losna við. Aðeins með því að léttast með því að stunda þolþjálfun losum
við okkur við umframfitu. Hvaðan af líkamanum fitan fer fyrst fer eftir því
hvernig við erum byggð. Reglan er sú að þar sem fitan kom fyrst fer hún
fyrst. Gjarnan er það svo að þau svæði sem við vildum helst losna við
fituna af eru erfiðust. Hjá konum eru þessi svæði læri og rass en hjá körlum
er það hin margumtalaða ístra. Sýnið þolinmæði. Við bættum þessu ekki
á okkur á einni nóttu og getum því ekki ætlast til að losa okkur við fituna
á einni nóttu. Gerðu varanlegar breytingar á lífsstílnum. Stundaðu reglulega
þjálfun og gerðu breytingar á mataræðinu og árangurinn lætur ekki á sér
standa. (Ágústa J.)
Matseðill dagsins
Dagur 12
Morgunverður: Weetabix 2 stk.
Sælumjólk 1 glas
Hádegisverður: Samloka m/ skinku og osti 1 stk.
Ávaxtasafi 1 glas
Miðdegisverður: Súkkulaðikex 3 stk.
Undanrenna 1 glas
Greip 1 stk.
Kvöldverður: Kjúklingur, grillaður 150 g
Hrísgrjón, soðin 2,5 dl
Súrsæt sósa 1,5 dl
Grænmeti, ýmislegt 100 g +
Rauðvín 4 dl =2 glös
Fullyrðingar um alkóhól sem standast ekki:
Fullyrðing: Alkóhól er löglegt og er þess vegna ekki fíkniefni.
Svar: Rangt. Það er rétt að alkóhól er löglegt en það hefur áhrif á ýmsa
líkamsstarfsemi og læknisfræðilega er það skilgreint sem deyfandi fíkniefni.
Fullyrðing: Neysla alkóhóls hitar upp líkamann.
Svar: Rangt. Alkóhól eykur flæði blóðs út í húðina og sú tilfinning sem fæst er
því hitatilfinning. í reynd kólnar líkaminn. Með öðrum orðum: Skammgóður vermir!
Fullyrðing: Létt vín og bjór hafa ekki háan alkóhólstyrkleika og leiða þess vegna
ekki til fíknar.
Svar: Rangt. í reynd skiptir ekki máli í hvers konar formi alkóhóldrykkjan er. Hún
er fyrst og fremst háð því magni sem drukkið er og hve oft er drukkið.
Fullyrðing: Að blanda saman drykkjum er helsta ástæða timburmanna.
Svar: Rangt. Ofneysla alkóhóls, hvort sem drukkin er sama áfengistegundin allan
tímann eða ýmsar áfengistegundir, er fyrst og fremst ástæða timburmanna.
Fullyrðing: Til að flýta fyrir að renni af manni getur reynst gagnlegt að fara í
göngutúr eða að fá sér bolla af rótsterku kaffi-
Svar: Rangt. Eyðsla áfengis úr líkama er háð magni alkóhólhvata sem þýðir að
niðurbrot á alkóhóli er ekki hraðað þó að gripið sé til áðurnefndra ráðstafana.
Sumir halda að ef stunduð er einhvers konar líkamsrækt eins og
að ganga þá aukist alkóhólbrennsla. Svo er ekki og er ástæðan
sú að vöðvafrumur geta ekki unnið úr alkóhóli. Einu frumurnar
sem það geta eru frumur lifrarinnar. Einnig halda sumir að þar
sem þeir hressist við kaffidrykkju sé það merki um að kaffið flýti
fyrir að það renni af þeim. Svo er ekki. Breytingin sem verður á
líðan er vegna koffeinsins sem er örvandi og vegur upp á móti
deyfandi áhrifum alkóhólsins.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnG