Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 29
LAUGARDAGU R 22. FEBRÚAR 2003
He Iqa rb lctö JOV
29
leiminu
McDonald’s er með rúmlega 30 þúsund veitiugastaði á sín um
snærum í heiminum. Þessir staðir eru almennt taldir
merkisberar bandarískra lífshátta og hafa sem slíkir oft orðið
skotspónn manna af pólitískuin ástæðum.
Davíð fyrstur
McDonald’s hefur verið á íslandi í ailmörg ár og vakti
mikla athygii þegar fyrsti staðurinn var opnaður og Dav-
íð Oddsson beit í fyrsta hamborgarann í sviðsljósi fjöl-
miðlanna. Mörgum fannst að loksins væri ísland oröið
reglulega „cosmopolitan". McDonald’s er í sérbyggðu húsi
við Faxafen en nýlega var veitingastaðnum í Austur-
stræti lokað eftir nokkurra ára rekstur en enn er opið í
Smárahverfmu í Kópavogi.
Faraldur fitunnar
Þau málaferli sem eru í pípunum gegn McDonald’s og
varða of feita viðskiptavini er athyglisverður í ljósi þró-
unar holdafars amerísku þjóðarinnar og þeirra þjóða sem
aðhyllast skyndibitaát að ameriskum hætti. Offita er nú
skilgreind í Bandaríkjunum sem faraldur og vex hröðum
skrefum í öllum aldurshópum, burtséð frá kyni, aldri eða
menntun. í dag eru um 44 milljónir Bandaríkjamanna of
feitar og 6 milljónir í viðbót eru ofurfeitar sem þýðir
meira en 100 pundum yfir kjörþyngd. í 37 ríkjum
Bandaríkjanna eru meira en 15% íbúanna of feit. Eftir því
sem bandarískir skyndibitastaðir hafa breiðst út um
heiminn í keðjuformi hefur þyngd íbúa hvers lands hækk-
að í kjölfarið. Á árunum milli 1983 og 1993 tvöfaldaðist
fiöldi skyndibitastaða í Bretlandi en fjöldi þeirra sem töld-
ust of feitir tvöfaldaðist einnig á sama árabili.
Það stríð sem er að hefjast með málaferlum fyrir
bandarískum dómstólum gæti því boðað upphaf endaloka
þessarar þróunar. Kannski er tími hamborgara og
franskra að líða undir lok. -PÁÁ
(Byggt á: salon.com, Herald Tribune og Fast Food Nation
eftir Eric Schlosser)
McDonald’s og aðeins jólasveinninn gat
státað af meiri frægð. Það er erfitt að
meta áhrifrn af útbreiðslu McDonalds
um heiminn en fleiri þekkja vörumerki
þeirra en hinn kristna kross.
Þegar McDonald’s var opnaður á íslandi í fyrsta sinn borðaði Davíð
Oddsson fyrsta hamborgarann. McDonalds hefur átt undir högg að sækja
að undanförnu og var rekið með tapi í fyrsta sinn í sögunni á síðasta árs-
fjórðungi.
Lokað á verkalýðsfélög
Margt í starfsháttum McDonald’s
hefur orðið tilefni málaferla og baráttu
en hörðust hefur barátta þeirra verið
gegn þvi að starfsmenn þeirra í Banda-
ríkjunum gangi í verkalýðsfelög. Sú
barátta varð hvað hörðust snemma á
áttunda áratugnum en var jafnan kveð-
in niður. Starfsmenn McDonald’s voru
þá neyddir í lygamælispróf og hótað
brottrekstri ef svör þeirra um afstöðu
til verkalýðsfélaga þóttu grunsamleg.
Svo virtist sem baráttunni væri að
ljúka 1997 þegar hópur starfsmanna
McDonald’s í Montreal í Kanada ákvað
að ganga í verkalýðsfélag staðarins.
McDonalds’ réð 15 lögfræðinga til að
berjast gegn þessari fyrirætlan starfs-
mannanna. Málaferlin stóðu i heilt ár
og lauk með því að réttur starfsmanna
til að ganga í verkalýðsfélag var viður-
kenndur. Þegar það var ljóst lét McDon-
ald’s loka veitingastaðnum fyrir fullt og
allt. Þetta hafði áður gerst i kringum
1970 í Lansing í Michigan þar sem
McDonald’s var lokað af sömu ástæðu
og nýr veitingastaður reistur neðar við
götuna.