Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Síða 30
30
H<2Igarblctð H>V LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Sjötugur sigurvegari
Einn dáðasti þjálfari Englendinga fyrr og síðar er án
nokkurs vafa Bobby Robson sem situr við stjórnvölinn
hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle United. Þessi
mikli heiðursmaður, sem er eingöngu þekktur af einu
góðu, varð sjötugur síðastliðinn þriðjudag - sama dag og
strákarnir hans unnu frækinn sigur á þýska liðinu
Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á útivelli, 1-3.
Ferill hans sem framkvæmdastjóri spannar rúm 35 ár
og hefur hann stýrt mörgum stórliðum og hann stýrði
enska landsliðinu í ein átta ár. Þar áður lék hann sem at-
vinnumaður um árabil með enskum úrvalsdeildarfélög-
um.
Ávallt stutt Newcastle
Robert William Robson fæddist 18. febrúar 1933 í bæn-
um Sacriston í Durham-héraði. Hann ólst upp í Langley
Park og þar hófst ferill hans einnig sem knattspyrnu-
maður. Hann varð strax á unga aldri mikill stuðnings-
maður Newcastle og byrjaði að sækja leiki félagsins í
ensku deildinni þegar hann var aðeins nokkurra ára
gamall og þvi hlýtur það að vera ánægjulegt fyrir hann
að ljúka ferlinum hjá því félagi sem staðið hefur hjarta
hans næst.
Segja má að knattspyrnuferill hans hafi hafist árið
1948 þegar hann komst á unglingasamning hjá Langley
Park Juniors. Lék hann með þeim í tvö ár og stóð sig
ákaflega vel. Frammistaða hans með Langley Park Juni-
ors varð þess valdandi að Fulham gerði við hann at-
vinnumannasamning aðeins 17 ára gamlan. Robson lék
bæði á kantinum og sem afturliggjandi framherji og gat
því bæði skorað og lagt upp mörk. Robson lék með Ful-
ham næstu sex árin og á þeim tíma spilaði hann 152 leiki
fyrir félagið og skoraði í þeim 68 mörk.
í mars árið 1956 fór hann svo yfir til WBA og lék með
því á blómatima sínum sem leikmaður. Á ferli sínum
með WBA lék hann 239 leiki og skoraði í þeim 56 mörk.
Ári eftir að hann gekk til liðs við félagið spilaði hann
sinn fyrsta landsleik fyrir enska landsliðið. Það var 27.
nóvember 1957 og unnu Englendingar þá Frakka, 4-0, á
Empire Stadium á Wembley. Robson lék svo með enska
landsliðinu á HM 1958 í Svíþjóð en þaö var einmitt í
þeirri keppni sem heimurinn kynntist besta knatt-
spyrnumanni heims fyrr og síðar, Pelé. Síðasti lands-
leikur Robsons var síðan gegn Sviss 9. maí 1962 en alls
urðu landsleikir hans 20 og skoraði hann í þeim 4 mörk.
1 ágúst 1962 gekk hann svo til liðs við Fulham á ný og
bætti þá í sarpinn 193 leikjum fyrir félagið og 9 mörk-
um.
Fyrsta þjálfarastarfið
í byrjun vetrar árið 1967 verða síðan straumhvörf í lifi
Robsons þegar hann tekur að sér þjálfun hjá kanadíska
knattspyrnufélaginu Vancouver Whitecaps en hann lék
einnig með liðinu samhliða þjálfuninni.
Ferill hans hjá því ágæta félagi varð ekki langur því í
byrjun árs 1968 kom kall frá hans gamla félagi, Fulham,
sem vildi nú fá hann til þess að stýra skútunni. Ekki
gekk hinum óreynda Robson vel með lið Fulham þann
veturinn því í nóvember sama ár fékk hann að reyna
hversu hverfult líf það er að vera framkvæmdastjóri er
Fulham rak hann úr starfi.
Robson þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta tækifæri
því tveim mánuðum eftir að honum var sparkað frá Ful-
ham bauð Ipswich Town honum að taka við stjórnar-
taumunum á Portman Road. Liðið barðist í neðri hluta
fyrstu deildar fyrstu þrjú ár Robsons með félagið en sið-
an tókst honum að byggja upp gríðarlega sterkt lið sem
vann enska bikarinn árið 1978 og sigraði í Evrópukeppni
félagsliða 1981. Alls stýrði hann Ipswich i 13 ár og á þeim
tíma lék félagið 575 leiki undir hans stjórn. 243 af þess-
Stærsta stundin á ferli Bobbys Robsons var vafalítið síðastliðið sumar er Bretlandsdrottning aðlaði hann fvrir
starf hans í þágu enskrar knattspyrnu. Reuters
um leikjum unnust, 187 leikir enduðu með jafntefli og
145 töpuðust.
í liði Ipswich á þessum tíma voru leikmenn á borð við
George Burley, sem síðar varð framkvæmdastjóri félags-
ins, John Wark, Paul Mariner, Terry Butcher, Eric
Gates, Arnold Muhren og fleiri góða.
nokkrum vikum eftir að Sporting hafði rekið hann. Hann
var fljótur að hafa áhrif á lið Porto því það vann bikar-
keppnina sama ár og náði Robson þar fram hefndum því
liðið sem það vann var Sporting Lisbon. Robson stýrði
liðsmönnum Porto tvö ár í viðbót og urðu þeir meistar-
ar í bæði skiptin.
Tekur við enska landsliðinu
Eftir að hafa stýrt Ipswich í 13 ár við gríðarlega góðan
orðstír var honum svo boðin æðsta staða sem enskum
þjálfara getur hlotnast - að stýra enska landsliðinu. Því
tilboði gat Robson ekki hafnað. Hann tók við liðinu eftir
HM 1982 og byrjaði strax að byggja upp lið fyrir HM 1986
sem fram fór í Mexíkó.
Hann stýrði enska landsliðinu i tveim heimsmeistara-
keppnum. í keppninni 1986 komust Englendingar í 8 liða
úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Argentínu á umdeildan
hátt er Maradona skoraði með „hendi Guðs“ sem vafalít-
ið er frægasta mark sem skorað hefur verið í knatt-
spyrnusögunni. Argentína varð siðan heimsmeistari.
ÁHM 1990 á Ítalíu komst enska landsliðið skrefi
lengra eða í undanúrslitin og var það í fyrsta skipti sem
Englendingar komust svo langt á HM frá því þeir urðu
heimsmeistarar 1966. Þar lutu þeir í gras fyrir Vestur-
Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni og Þjóðverjarnir urðu
síðan heimsmeistarar. Alls spilaði enska landsliðið 95
leiki undir stjórn Robsons og unnust 47 af þeim, 18 end-
uðu með jafntefli og 30 töpuðust.
Fer til Hollands
Robson lét af starfi landsliðsþjálfara eftir HM 1990 og
kom svo mörgum á óvart með því að taka við liði PSV
Eindhoven í Hollandi. Hann stýrði liðinu í tvö ár og varð
PSV deildarmeistari bæði árin.
Eftir árangursríkan tíma hjá PSV fór hann til Sporting
Lisbon í Portúgal en var rekinn á umdeildan hátt tæpu
ári eftir að hann tók við liðinu. Sporting féll úr leik í
Evrópukeppni félagsliða og fyrir vikið fékk Robson að
fjúka og breytti þar engu um að liðið væri á toppnum
heima fyrir á sama tíma. Robson var þó ekki á því að yf-
irgefa Portúgal og tók við erkifjendunum í Porto aðeins
Stutt dvöl hjá Barcelona
Sumarið 1996 var hann síðan ráðinn stjóri hjá stórliði
Barcelona. Það lá reyndar ljóst fyrir nánast frá því að
hann tók við liöinu að vera hans þar yrði aðeins í eitt ár
þvi búið var að eyrnamerkja Hollendingnum Louis Van
Gaal starfið ári seinna. Þrátt fyrir erfið starfsskilyrði
náði Robson frábærum árangri á þessu eina ári með lið-
ið. Það vann Evrópukeppni bikarhafa, spænska bikar-
inn en missti rétt af deildarmeistaratitlinum þar sem það
varð í öðru sæti. Frábær árangur hjá Robson en fyrir ut-
an þennan árangur gerði hann einnig frábær kaup í ung-
um Brasilíumanni að nafni Ronaldo sem síðan lýsti upp
sviðið á Nou Camp með frábærum leik næstu árin.
Hann yfirgaf ekki herbúðir félagsins þrátt fyrir að
hafa misst stjórastarfið heldur sat í tækninefnd félagsins
næsta árið. Hann er enn i dýrlingatölu hjá stuðnings-
mönnum Barcelona en slíkt hið sama verður vart sagt
um Hollendinginn sem hann varð að víkja fyrir á sínum
tima.
Snýr heim á ný
Robson tók við liði PSV á ný í skamman tíma árið 1998
og þegar kallið kom frá Newcastle í september 1999 var
ekki nokkur leið fyrir hann að segja nei. Þá var liðið í
botnbaráttu deildarinnar, fjárhagur félagsins var í mol-
um og félagið var rjúkandi rústir eftir Hollendinginn
Ruud Gullit sem hafði eytt miklum peningum án þess að
það skilaði nokkru á vellinum.
Mikið uppbyggingarstarf var í vændum fyrir Robson
sem upphaflega var aðeins ráðinn til 9 mánaða í starfið.
Hann fékk reynda leikmenn til félagsins, þá Kevin
Gallacher og Stuart Pearce. Hann tók Rob Lee úr kælin-
um en Gullit hafði ekki einu sinni úthlutað þessum fyrr-
verandi landsliðsmanni númer. Það sem mestu skipti
var að hann setti Alan Shearer i liðið á nýjan leik og
byggði upp sjálfstraust hans á ný og segir Shearer að ef
Robson hefði ekki komið til félagsins hefði hann líkleg-
ast brunnið út sem knattspyrnumaöur.
„Ég var langt niðri þegar Bobby kom til félagsins. Mér
fannst ég verða að komast frá félaginu, svo slæmt var
ástandið. Bobby sá hvað var að og kom mér i gang á ný.
Það má segja að hann hafi bjargað ferlinum mínum því
ég var ekki að leika vel þegar hann kom og var alls ekki
viss um að ég myndi komast í gang á ný,“ sagði Shearer
sem hefur svo sannarlega endurfæðst í búningi
Newcastle undir stjórn Robsons. Allir þekkja framhald-
ið hjá Shearer og Newcastle en algjör viðsnúningur hef-
ur orðið á gengi félagsins á þeim þrem árum sem hann
hefur verið við stjórnvölinn, bæði hvað varðar spila-
mennsku liðsins og fjárhaginn.
Stærsta stund á ferli Robsons var síðan siðastliðið
sumar þegar Bretlandsdrottning aðlaði hann fyrir störf
hans í þágu enskrar knattspyrnu og fannst mörgum kom-
inn tími til. Það var einkennandi fyrir hógværð og heið-
ursmennsku þessa frábæra knattspyrnustjóra að hann
eignaði þeim sem höfðu unnið með honum undanfarin 50
ár stærstan hluta orðunnar í stað þess að baða sig í
sviðsljósinu sjálfur.
Robson hefur verið afar farsæll í leikmannakaupum hjá Neweastle og nú síðast keypti hann einn efnilegasta
varnarmann Englands, Jonathan Woodgate. Reuters
-HBG