Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 33
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Helcjo rhloö 13'V 33 :-FS- W “ '...... Heitur og mjúkur sandurinn, aftiugjáifrið og skrafið í triiiu-__' köriunum sem eru að dytta aðbátum og veiðarfærum gefur þér sérstaka tilfinningu, enda ekki allsstaðarJfægt að finna jafn notalegt andrúmsloftá sólarströnd og í Albufeira í Portúgal. irbrigðið sjálft eru þó fengin að láni frá útlöndum enda þau ís- lensku verk sem skrifuð hafa verið eftir ströngum reglum hins sígilda svefnherbergisfarsa teljandi á fingrum annarrar handar. Indriði Waage var á sinni tíð einn fremsti leikhús- maður okkar og flutti með sér frá Þýskalandi sæg af försum eftir kumpána sem kölluðu sig Arnold og Bach og staðfærði þá fyrir íslenska áhorfendur við mikinn fögnuð. Verk þessara Þjóðverja urðu gríðarlega vin- sæl hér á landi næstu áratugina og hvert einasta mannsbarn þekkti nöfnin Arnold og Bach. Löngu síðar kynntu Leikfélags- menn til sögunnar einn flinkasta farsahöfund síðari tíma, þ.e. Fransmanninn George Feydeau, sem meðal annars skrifaði eilífðarvélina Fló á skinni. Einhvern tíma upp úr 1970 tók svo að þróast í leikhús- inu hér heima nokkur andúð á försum og gamanleikjum en það hefur svo sem alltaf gerst annað slagið, en þó haft heldur lítið upp á sig því farsinn er ódauð- legur, sama hvernig tilveran snýr upp á sig, mannskepnan er alltaf í þörf fyrir að láta koma sér til að hlæja. Þetta var um það leyti er skandinavíski sósí- alrealisminn og hópvinnu- dýnamíkin kom til sögunnar og gengu næstum því af leikhúsinu dauðu. Húmorslaus helkrumla finnsk-sænska trjástofnsins er í vissum skilningi enn með fáeina fingur á hálsi íslensks leikhúss. en er óðum að losa tökin, guði sé lof.“ Hvaö er langt síöan þú útskrif- aðist úr leiklistarskóla? „Ég útskrifaðist eiginlega aldrei - en var rekinn nokkrum sinnum, ef það skyldi gleðja ein- hvern. Það var ekki fyrr en að afloknu leiklistarnámi í London að ég „útskrifaðist" og það var eftir framhaldsnám, eins kald- hæðið og það nú hljómar. Og löngu eftir að ég hafði haslað mér völl í faginu. Annars var allt mitt leiklistarnám bæði skrautlegt og skrykkjótt. Fyrstu kynni mín af leiklist voru þegar ég sextán ára gamall fór í læri til Ævars Kvarans. Það var árið 1969. Þar kynntist ég sálufélaga mínum og hollvini Júlíusi Brjánssyni sem var reyndar miklu eldri en ég - að minnsta kosti tveimur árum eldri - og er enn. Allar götur síðan hef ég meira eða minna verið viðloð- andi leiklist." Náöi kómíkin strax yfirhönd- inni? „Það var ekki markmið í sjálfu sér. Skapaðist meira fyrir tilviljun. Ég uppgötvaði, eða var öllu heldur bent á, að ég hefði ef til vill einhverja kómíska taug. Ég fann að ég gat komið fólki til að hlæja þegar sá gállinn var á mér. í kjölfarið uppgötvaði ég sömuleiðis mér til undrunar að ég hafði lag á að fikta í öðrum með þeim árangri að þeir urðu fyndnari en ella. Þannig rataði ég inn í leikstjórnina og gaman- leikjaritstörfin. Við Júlíus dutt- um niður á Kaffibrúsakarlana um þetta leyti. Þeir urðu ótta- lega vinsælir. Og langlífir. Langlífari en við kærðum okk- ur um. Þegar maður er einu sinni kominn í kómíkina þá verður ekki svo auðveldlega aft- ur snúið. Kómískur leikari á vart afturkvæmt í alvarleg hlut- verk nema endrum og sinnum því að þegar einhver hefur einu sinni orðið þekktur fyrir grín- hlutverk þá á fólk erfitt með að sjá hann í öðru ljósi og byrjar að hlæja þegar hann birtist á sviðinu. Þetta er gömul saga. Og það er síður en svo slæmt að lenda í kómíkinni. Það er stór- gæfa. En það liggur auðvitað í hlutarins eðli að margfalt færri leikarar sinna þeirri hlið leik- listar. Og eru þarafleiðandi margfalt eftirsóttari, eins og nærri má geta.“ Leikarahópurinn þinn er frá- bœr og verkiö gott frá höfundar- ins hendi, var þá engin hœtta á aö uppfœrslan mistœkist? „Það er auðvitað aðalhættan. í rauninni það eina sem vert er aö óttast í þessu sambandi. í því liggur sálarháskinn við það að fást við gamanleik. Enda þótt hópurinn sé sterkur er aldrei neitt gefið í þessum efnum. Það þarf ríflegan skammt af dirfsku og dug til að ganga slag í slag á hólm við 500 manns sem ætlast til þess að þeim sé komið til að hlæja. Og þá er til lítils fyrir leikarann að „búast“ við eða „vona“ að áhorfendur hlæi. Ó, nei, hann verður að gjöra svo vel og „láta“ þá hlæja. „Make’em laugh,“ sagði gaman- leikarinn í „Syngjandi í rigning- unni“, og fór ekki með fleipur. Opinberir mælikvarðar á list- ræna frammistöðu leikara fara auðvitað eftir smekk þess sem metur - en í tilfelli gamanleiks- ins er þó til raunverulegur og marktækur mælikvarði en hann er einfaldlega sá að ef áhorfend- ur hlæja ekki hefur leikaranum mistekist. Svo einfalt og kald- ranalegt er það nú. Það væru auðvitað úrvals býti ef til væri formúla sem gæfi alltaf af sér hlátur. En það er sama hve vel gefinn eða klókur gamanleikarinn er, óvissan um viðbrögð áhorfenda er ævinlega söm og óhagganleg." Er óbrigöul uppskrift aö hlát- ursformúlunni þá ekki til? „Tja ... ætli það væri þá ekki einna helst kontraktur við kölska. Það má þó fullyrða að örsmár hluti formúlunnar sé þekkt stærð en það er purrkun- arlaust puð og vöggugjöf af hnífsoddi. David Garrick, einn frægasti leikari sögunnar, var uppi á átjándu öld á Bretlandi. Hann vakti landa sína meðal annars til vitundar um höfuð- skáld sitt Shakespeare og var umfram allt mikill harmleikari. Eftir honum eru höfð þessi fleygu orð: „comedy is a serous business eða gamanleikur er dauðans alvara“, einfaldlega vegna þess að hann hafði fengið að finna það á eigin skrokki. Reynsla mín hljóðar upp á það sama. Það ýtrasta sem gaman- leikari og aðstandendur gaman- leikja geta gert til að mylja und- ir bærilegan árangur er að takast á við starf sitt af fúlustu alvöru - og hæfilega bjartsýnis- legum húmor og umfram allt þeirri fullvissu að þetta er vandasamt starf. Stórleikarinn Edmund Kean var í miklum metum í Lundúnaleikhúsunum nokkru eftir að Garrick var og hét en farnaðist þó aldrei sér- lega vel í gamanhlutverkum. Annálar greina frá því að þegar ungur leikari heimsótti hann á dánarbeðinn hafi hann sagt: „Dying is easy, but comedy is hard“ eða „það er enginn vandi að deyja; það er gamanleikurinn sem er erfiður“.“ -sm Paraiso de Albufelra Hotel Real BeHavlsta Canttnho Do Mar Hotel Califomia Metblta ^AaóA0da9a ámaay 2oma' Brotöor m Gistístaðir Terra Nova-Sólar í Albufeira eru allir mjög vel staðsettír og bjóða aðbúnað og verð við allra hæfi. SS!safasíai Hér er mannlífið ennþá ekta - börn að leik og eldra fólkið situr og spjallar á bekkjunum í miðbænum. Bærinn sjálfur iðar af lífi og þegar rökkva tekur fyllast útiveitingahúsin af glaðlegu fólki, því matur og vín í Portúgal er í fremstu röð - og ekki spillir verðlagið. Næturlífið er kraftmikið og neonljósin blikka skært undir fjölbreyttri tónlist til að undirstrika að hér er svo sannarlega hægt að skemmta sér vel. ■M TERRA noV SÓVA jsoi - 25 ÁRA OG TRAUSTSINS VERÐ Ferðaávísun Feerdþú MasterCard ferðaávísu Oríofsávisun VR -20.000 kr. Stangarhyl 3 j 110 Reykjavík Sími: 591 9000 | terranova.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.