Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 44
48 Helqarfolað IDV LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 H Smuki Grand Vitara V6 Kostir: Betri innrétting, kraftur Gallar: Tveir höfuðpúöar í aftursœti Suzuki-bílar hafa nýlega kynnt nýja útgáfu af Grand Vitara jeppum sínum, með nýrri innrétt- ingu. Einnig hefur bíllinn fengið nýja og öflugri V6 vél, ekki það að honum hafi verið afls vant. Það var því tilvalið að rifja upp kynnin af þess- um skemmtilega og oft á tíðum vanmetna jeppa. Breyting til batnaðar Það er óhætt að segja að breytingin innandyra sé til batnaðar og í stað gamaldags innréttingar er nýtískulegur blær yfir öllu. Þar ber fyrst að telja mælana sjálfa sem eru nú með baklýsingu líkt og Optitron-mælarnir í Toyota-bílunum. Efn- isval í innréttingunni er mun betra og silfurlitur og mattsvart notað í bland. Hljómtækin eru búin geislaspilara og eru nú stærri um sig og búið er að bæta við útihitamæli. Meðal meiri búnaðar í innréttingu eru þrjár 12 volta innstungur, fimm glasastatíf og miðjustokkur með færanlegri arm- hvílu. Að öðru leyti er bíllinn hinn sami, pínulít- ið þröngur en dugar þó vel fjórum fullorðnum. í aftursæti eru bara tveir höfuðpúðar en hönnuðir Suzuki hefðu alveg mátt bæta þeim þriðja við fyrst innréttingin var til endurskoðunar. Þó er búið að bæta við Isofix-festingum fyrir barnabíl- stóla sem er kostur. Rafdrifin sóllúga er staðal- búnaður í Exclusive-útgáfunni sem við höfðum til reynsluaksturs. Góð blanda afls og léttleika í akstri finnst strax að hér er jeppi á ferðinni. Hann á það til að leggjast nokkuð í beygjurnar og sérstaklega er hann viðkvæmur fyrir undirstýr- ingu þegar verið er að pikka bensíngjöfina í beygjum. Bíllinn er líka í hastara lagi enda stutt á milli hjóla en þeir sem vilja meiri mýkt fá sér þá frekar stærri XL-7 sem er ekki mikið dýrari. Helsti kostur hans i akstri er örugglega V6 vélin sem er nú þýðari og hljóðlátari þrátt fyrir fleiri hesta. Honum verður aldrei afls vant og í svona léttum bil verður blandan mjög skemmtileg, ekki sist ef bilnum er breytt til aksturs á fjöllum. Þrátt fyrir mikið afl, yfir 150 hestöfl, er eyðslan viðunandi eða aðeins 11 lítrar á hundraðið með sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingin sjálf mætti vera mýkri I skiptingum enda snögg að skipta þegar gefið er í. Hemlalæsivörn er staðalbúnað- ur og bremsurnar þokkalegar. -NG o Bíllinn hefur V6 vél sem er þýð og hljóðlát og gefur bílnum nægan kraft. 150 hestafla vélin eyðir um 11 lítrum á hundraðið. © Gott aðgengi er að farangursrými. Afturhurð opnast vel. © Optition-mælar með baklýsingu virka vel fyrir augu ökumanns. © Nýtískublær er á mælaborði, hljómtæki stærri og bætt hefur verið við útihitamæli. 1 SUZUKI GRAND VITARA V6 EXCLUSIVE I Vél: 2,5 lítra, V6 bensínvél Rúmtak: 2493 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 9,5:1 Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð Fjöðrun aftan: Fimm arma, heill öxull Bremsur: Loftkældir diskar/skálar, ABS Dekkjastærð: 235/60 R16 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4215/1780/1740 mm Hjólahaf/veghæð: 2480/195 mm. Beygjuradíus: 10,6 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/2 Farangursrými: ? lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 11 lítrar Eldsneytisgeymir: 66 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: ? ár Grunnverð: ? kr. Umboð: Suzuki-bílar hf. Staðalbúnaður: 2 örygi með 4 hátölurum, hae með mjóbaksstillingu, upphitaðir speglar oq læsingar, rafdrifin sólí gispúðar, útvarp/geislaspilari ðarstillanlegt ökumannssæti rafdrifnar rúður og speglar, I framsæti, fjarstýrðar sam- úga, álfelqur. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: ?(116)/6200 Snúningsvægi/sn.: 213 Nm/3500 Hröðun 0-100 km: ? sek. Hámarkshraði: 170 km/klst. i Eigin þyngd: 1405 kg. Heildarþyngd: 1950 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.