Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Qupperneq 44
48 Helqarfolað IDV LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 H Smuki Grand Vitara V6 Kostir: Betri innrétting, kraftur Gallar: Tveir höfuðpúöar í aftursœti Suzuki-bílar hafa nýlega kynnt nýja útgáfu af Grand Vitara jeppum sínum, með nýrri innrétt- ingu. Einnig hefur bíllinn fengið nýja og öflugri V6 vél, ekki það að honum hafi verið afls vant. Það var því tilvalið að rifja upp kynnin af þess- um skemmtilega og oft á tíðum vanmetna jeppa. Breyting til batnaðar Það er óhætt að segja að breytingin innandyra sé til batnaðar og í stað gamaldags innréttingar er nýtískulegur blær yfir öllu. Þar ber fyrst að telja mælana sjálfa sem eru nú með baklýsingu líkt og Optitron-mælarnir í Toyota-bílunum. Efn- isval í innréttingunni er mun betra og silfurlitur og mattsvart notað í bland. Hljómtækin eru búin geislaspilara og eru nú stærri um sig og búið er að bæta við útihitamæli. Meðal meiri búnaðar í innréttingu eru þrjár 12 volta innstungur, fimm glasastatíf og miðjustokkur með færanlegri arm- hvílu. Að öðru leyti er bíllinn hinn sami, pínulít- ið þröngur en dugar þó vel fjórum fullorðnum. í aftursæti eru bara tveir höfuðpúðar en hönnuðir Suzuki hefðu alveg mátt bæta þeim þriðja við fyrst innréttingin var til endurskoðunar. Þó er búið að bæta við Isofix-festingum fyrir barnabíl- stóla sem er kostur. Rafdrifin sóllúga er staðal- búnaður í Exclusive-útgáfunni sem við höfðum til reynsluaksturs. Góð blanda afls og léttleika í akstri finnst strax að hér er jeppi á ferðinni. Hann á það til að leggjast nokkuð í beygjurnar og sérstaklega er hann viðkvæmur fyrir undirstýr- ingu þegar verið er að pikka bensíngjöfina í beygjum. Bíllinn er líka í hastara lagi enda stutt á milli hjóla en þeir sem vilja meiri mýkt fá sér þá frekar stærri XL-7 sem er ekki mikið dýrari. Helsti kostur hans i akstri er örugglega V6 vélin sem er nú þýðari og hljóðlátari þrátt fyrir fleiri hesta. Honum verður aldrei afls vant og í svona léttum bil verður blandan mjög skemmtileg, ekki sist ef bilnum er breytt til aksturs á fjöllum. Þrátt fyrir mikið afl, yfir 150 hestöfl, er eyðslan viðunandi eða aðeins 11 lítrar á hundraðið með sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingin sjálf mætti vera mýkri I skiptingum enda snögg að skipta þegar gefið er í. Hemlalæsivörn er staðalbúnað- ur og bremsurnar þokkalegar. -NG o Bíllinn hefur V6 vél sem er þýð og hljóðlát og gefur bílnum nægan kraft. 150 hestafla vélin eyðir um 11 lítrum á hundraðið. © Gott aðgengi er að farangursrými. Afturhurð opnast vel. © Optition-mælar með baklýsingu virka vel fyrir augu ökumanns. © Nýtískublær er á mælaborði, hljómtæki stærri og bætt hefur verið við útihitamæli. 1 SUZUKI GRAND VITARA V6 EXCLUSIVE I Vél: 2,5 lítra, V6 bensínvél Rúmtak: 2493 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 9,5:1 Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð Fjöðrun aftan: Fimm arma, heill öxull Bremsur: Loftkældir diskar/skálar, ABS Dekkjastærð: 235/60 R16 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4215/1780/1740 mm Hjólahaf/veghæð: 2480/195 mm. Beygjuradíus: 10,6 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/2 Farangursrými: ? lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 11 lítrar Eldsneytisgeymir: 66 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: ? ár Grunnverð: ? kr. Umboð: Suzuki-bílar hf. Staðalbúnaður: 2 örygi með 4 hátölurum, hae með mjóbaksstillingu, upphitaðir speglar oq læsingar, rafdrifin sólí gispúðar, útvarp/geislaspilari ðarstillanlegt ökumannssæti rafdrifnar rúður og speglar, I framsæti, fjarstýrðar sam- úga, álfelqur. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: ?(116)/6200 Snúningsvægi/sn.: 213 Nm/3500 Hröðun 0-100 km: ? sek. Hámarkshraði: 170 km/klst. i Eigin þyngd: 1405 kg. Heildarþyngd: 1950 kg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.