Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Side 46
50 / / e I Qcj r I? / ct O H>'Vr LAUGARD AGU R 22. FEBRÚAR 2003 Þrjár vikur til Formúlu 1: Toyota á toppnim í Barcelona Ferrari-liðið bindur gríðarlegar vonir við nýjan Ferrari-bíl og eflaust óttast aðrir bílaframleiðendur hann, enda hefur bíllinn komið vel út í reynslu- akstri síðustu vikna. Keppnin Formúlu 1 hefst í Mel- boume í Ástralíu þann 9. mars og undirbúningur flestra liða er í fúll- um gangi. Síðan fara bílamir til Sepang í Malasíu 23. mars og til Interlagos í Sao Paolo í Brasilíu 6. apríl. Nokkur lið eru í Barcelona og varð Oliver Panis á Toyota fljót- astur á æfingum þar á þriðjudag- inn. Nýgræðingurinn Ralph Firm- an á Jordan Ford fór út af á mik- illi ferð og klessti bíl sinn en slapp ómeiddur. Jarno Trulli á Renault komst fáa hringi vegna bilunar. Ferrari æfði á Imola-brautinni að þessu sinni, ijarri helstu keppi- nautunum. Ferrari er með nýjan bíl sem miklar vonir eru bundnar við. Heimsmeistarinn Michael Schumacher hefur lýst mikilli ánægju með bílinn. Það kemur svo í ljós á Albert Park-brautinni i Melbourne hvort bílinn stendur undir væntingum og hvort þeir Schumacher og Barricello verða áfram í fremstu röð ökuþóra, eða hvort keppnin verður jafhari en á síðasta ári þar sem Schumacher tók fljótt afgerandi forystu. Frem- ur kalt var í veðri á æfingum í Barcelona en þær halda áfram fram eftir vikunni. Panis var um 0,8 sekúndum á undan Fernando Alonso á Renault. Á eftir Alonso komu Juan Pablo Montoya á Willi- ! ams-BMW, Marc Gene á Williams- BMW, Jenson Button á BAR- Honda og Giancarlo Fisichella á j Jordan-Ford. M < Götubraut í Melbourne s Nú sem oftar hefst leikurinn í | Ástralíu og brautin í Albert Park er verðugur vettvangur fyrir það sjónarspil sem fyrsta keppni tíma- bilsins býður upp á og flestir öku- menn kunna vel við sig á braut- inni. Hún er einnig kjörin sem fyrsta braut tímabilsins vegna lög- unar sinnar. Þar skiptast á hraðar beygjur annars vegar og hægari og þrengri beygjur hins vegar. Þar með fá liðin kærkomið tækifæri til þess að spreyta sig og bíla sína við nokkuð ólíkar aðstæður. Albert Park er götubraut enda þótt áhorf- endur verði ekki svo mjög varir við þá staðreynd. Sú umferð skilur eftir sig olíu og veldur því að brautin er mjög sleip. Brautin er einnig oftar en ekki mjög rykug þar sem einungis er keppt tvisvar á henni yfir árið. Brautin er 58 hringir og hver hringur er 5,303 km. Eftir því sem á líður eykst gripið á brautinni. Þetta getur gerst svo hratt að hver mínúta í tímatökunni skipti mjög miklu máli og verkefni tæknimanna eru ærin við að setja bílana upp eftir því hvert gripið er þá og þá stund- ina. Ef liðin veðja á vitlausa upp- setningu getur það haft afdrifarík áhrif á stöðu þeirra á ráslínu. Það er því freistandi fyrir liðin að fara sem seinast út í tímatökunum en sú staðreynd að framúrakstur er mjög erfiður í Albert Park hefur gjaman þau áhrif að bílamir fara snemma út til þess að tryggja sér tima ef eitthvað skyldi fara úr- skeiðis í seinni hluta tímatökunn- Bílasýningin í Genf: Dnaumabíllinn BMW Z8 mun vekja óskipta athygii Santa Fe tær snarpari isilvél Algjör draumabíll frá Bertone og BMW verður sýndur á alþjóðlegu bilasýningunni í Genf í næsta mán- uði. Þetta er sportbíllinn BMW Z8 sem framleiðendur segja að eigi að koma við hjartað á almenningi; há- þróaður bíll sem samt uppfýlli venju- legar hugmyndir um bíl. Til að létta bílinn er stór hluti hans byggður úr áli, en hann er með 5 lítra vél, 400 hestafla V8-vél, afturhjóladrifínn. Framleiðendur segja bílinn vera mjög fallegan, með mjög langa hallandi vélarhlíf, dropalagað far- þegarými en lítið farangursrými. Margir munu eflaust vilja fá svör við því af hverju Bertone og BMW hefja aftur framleiðslu á sportbíl sem aðeins er á færi sérstakra viðskipta- vina að festa kaup á. Bertone mun Santa Fe jepplingurinn frá Hyundai hefur reynst afar vinsæll bæöi austan hafs og vestan en á þeim mörkuðum þar sem fjárhagslega er kleift að nýta spameytni og hag- kvæmni dísilvéla hefur hann setið nokkuð eftir, vegna þess að 2,01 dísil- vélin sem í boði var þótti ekki ýkja beysin að orkunni til, þó hún væri með forþjöppu. Nú er svo að sjá sem Hyundai hafi fundið svar við þessu. Það nefnist VGT sem stendur fyrir Variable Geometry Turbo, en það mætti kannski kalla forþjöppu með breyti- legu rúmtaki. Þessi breytileiki hagar sér í samræmi við orkuþörfina hveiju sinni. Þessi endurbætta forþjappa, sú fyrsta sinnar tegundar í kóreskum bíl, skilar meiri orku með minni eld- neytisnotkun og minni mengun. Ork- an eykst um 11 hö og 29 Nm, en ef marka má viðbrögð erlendra bíla- Santa Fe - vinsæll og vel lukkaður aldrifsbíll frá Hvundai. Er nú með endurbætta dísilvél. Mynd DV-bílar SHH blaðamanna sem hafa haft tækifæri til að prófa þessa vél í Santa Fe ljúka þeir á hana dijúgu lofsyrði fyrir snerpu og mjúkan gang. Hingað til hefur dísilvél ekki verið í boði í Santa Fe hérlendis, einfald- lega af því að hún hefur ekki þótt boðleg. Nú verður vafalaust metið hvemig til hefúr tekist með VGT- dísilvélina og ákvörðun tekin út frá því. Vert er þó að minna á í leiðinni að útfærsla dísilgjalds hérlendis hef- ur ekki verið hagstæð fyrir nettari bíla nema i þeim tilvikum þar sem ársakstur þeirra er verulega mikill. -SHH Draumabíllinn BMW Z8 verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf 4. mars nk. örugglega hafa sérstakt dálæti á því að framleiða aftur bíl af þessari gerð og gæðaflokki, rétt eins og gert var árið 1961, en þá kom á markaðinn BMW 3200 CS, sem framleiddur var allt til ársins 1965. Sá bíll er mörgum enn í fersku minni. -GG Mótoi'hjólaframleiðandnn Cannondale í njaldþrot Cannondale Corporation, sem Bílabúð Benna hefur umboð fyrir hér á landi, hefur tilkynnt sam- - • kvæmt fréttamiðlinum Power- SportNetwork að það muni leggja inn ósk um greiðslustöðvun. Cannondale og lánardrottnar hafa náð samkomulagi um beiðn- ina, verði hún samþykkt af bandarískum yfirvöldum, og mun það gefa fyrirtækinu tækifæri til endurfjármögnunar og endur- skipulagningar sem hjálpar því að standa við núverandi skuld- bindingar sínar við birgja og starfsmenn. „Endurskipulagning- in og fjármögnunin verður notuð til að halda áfram framleiðslu okkar á reiðhjólum," sagði Joe Montgomery, stofnandi og stjóm- arformaður Cannondale. Cann- ondale hefur einnig náð sam- komulagi við Pegasus Partners n, L.P. um kaup á öllum eignum Cannondale. Þetta er gert til að minnka skuldir en er þó bundið samþykki bandarískra dómstóla. Mótorsportið sér Pegasus stefnir að því að reka reiðhjólaverksmiðjuna áfram með sama sniði en kaupa mótor- sporthluta fyrirtækisins sérstak- lega, þar með talið þróun og framleiðslu á mótorhjólum. Þá mun áfram verða leitað að fram- tíðarfiárfestum í reksturinn, saman eða sitt í hvoru lagi. Með þessari breytingu hefur öllum starfsmönnum í mótorsportdeild Cannondale verið sagt upp. Bíla- búð Benna hóf nýverið innflutn- ing á Cannondale-mótorhjólun- um. Að sögn Birnis Inga Jó- hannssonar hjá Bílabúð Benna mun þetta eðlilega hafa áhrif á umboðið. Einhverjir fiárfestar séu þó komnir í spilið þó fram- leiðslan hafi stöðvast í bili, en varahlutir verða fáanlegir áfram. Björn sagði Bílabúð Benna hafa fulla trú á að Cann- ondale rétti úr kútnum, enda hafi Evrópumarkaðurinn skilað góðum hagnaði. -GZ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.