Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Page 61
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Helqarblctö H>'Vr
G5
Júlíus Agnarsson
framkvæmdastjóri í Reykjavík er 50 ára í dag
Júlíus Agnarsson, Skólastræti 1, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Júlíus fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1975.
Júlíus var við nám og tónlistarstörf í Kaupmanna-
höfn á árunum 1976-81. Hann starfaði með hljómsveit-
inni Stuðmönnum á árunum 1981-87, stofnaði Stúdíó
eitt 1987 og hefur starfrækt það síðan.
Fjölskylda
Barnsmóðir Júlíusar er Vilhelmína Kristinsdóttir, f.
18.10. 1959, tryggingafulltrúi. Hún er dóttir Kristins
Vilhelmssonar tónlistarmanns og Önnu Ármannsdótt-
ur verslunarmanns.
Synir Júlíusar og Vilhelmínu eru Eiríkur Kristinn,
f. 17.5. 1983; Agnar Már, f. 10.7. 1986; Björn Ármann, f.
14.12. 1938.
Systkini Júlíusar eru Guðrún, f. 2.6. 1941, læknir í
Reykjavík og forstjóri Krabbameinsfélags íslands, gift
Helga Valdimarssyni, lækni og prófessor við HÍ, og
eiga þau þrjú börn; Hans, f. 29.5. 1945,
framkvæmdastjóri hjá Könnun hf., kvæntur Kristjönu
Kristjánsdóttur skólastjóra og eiga þau tvö böm; Elín,
f. 25.5. 1947, sölu- og þjónustustjóri Hans Petersen, gift
Þórði Skúlasyni, einnig hjá Hans Petersen, og eiga tvö
börn.
Foreldrar Júlíusar: Agnar Guðmundsson, f. 6.3.1914,
d. 31.1. 2002, skipstjóri og fyrrv. framkvæmdastjóri, og
kona hans, Birna Petersen, f. 2.12. 1917, d. 27.11. 1969,
húsmóðir.
Ætt
Agnar var sonur Júlíusar Guðmundssonar, stór-
kaupmanns í Reykjavík, sem var sonur Stefáns, versl-
unarstjóra á Djúpavogi, bróður Stefaníu, ömmu Páls
Stefánsson, auglýsingastjóra DV. Stefán var sonur
Guðmundar, hreppstjóra á Torfastöðum, Stefánssonar.
Móðir Júlíusar var Andrea Nielsdóttir Weywadt, versl-
unarstjóra á Djúpavogi, og Sophie Mortensdóttur
Tvede, land- og bæjarfógeta í Reykjavík.
Móðir Agnars var Elín Magnúsdóttir Stephensens
landshöfðingja, Magnússonar Stephensen, sýslumanns
I Vatnsdal, Stefánssonar Stephensens, amtmanns á
Friðbjörg Kristjana
Ragnarsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Eiríkur
Þorvaldsson
fyrrv. símamaður á Akranesi
Friðbjörg Kristjana
Ragnarsdóttir hús-
móðir, Hellubraut 7,
Hafnarfirði, er sjötug í
dag.
StarfsferiU
Friöbjörg fæddist á
Akranesi og ólst þar
upp til níu ára aldurs
en síðan að Læk í
Leirársveit þar sem
hún átti heima þar til
hún var tvítug.
Friðbjörg stundaði
nám við Húsmæðra-
skólann að Varma-
landi í Borgarfirði veturinn 1950-51. Hún var búsett á
Akranesi til 1964 er hún flutti til Hafnarfjarðar þar
sem hún hefur búið síðan.
Fjölskylda
Friðbjörg giftist 26.12. 1958 Jóhanni Jóni Jóhanns-
syni, f. 9.11. 1929, vélstjóra. Hann er sonur Jóhanns
Jóns Hilaríusar Jónssonar og Sigurlaugar Jóhanns-
dóttur.
Börn Friðbjargar og Jóhanns Jóns eru Jóhann Þór
Jóhannsson, f. 15.3.1954, í sambúð með Rúnu Baldvins-
dóttur, f. 19.10. 1960, hann á einn son frá fyrra hjóna-
bandi, Daníel Þór Jóhannsson, f. 21.8. 1978; Ragnar
Steinþór Jóhannsson, f. 10.6. 1958; Friðjón Viðar Jó-
hannsson, f. 8.3. 1962; Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir,
f. 11.10. 1969, maður hennar er Rúnar Páll Brynjúlfs-
son, f. 9.8. 1958, og eru börn þeirra Hjálmfríður Bríet
Rúnarsdóttir, f. 28.11. 1997, og Friðbjörg Lilja Rúnars-
dóttir, f. 4.4. 2000.
Systkini Friðbjargar: Guðjón Ragnarsson, f. 21.2.
1931, búsettur á Akranesi; Hrefna Ragnarsdóttir, f.
17.3. 1932, búsett á Akranesi; Salvör Ragnarsdóttir, f.
2.2.1934, búsett á Akranesi; Georg Garðar Ragnarsson,
f. 7.6. 1938, búsettur í Hafnarfirði; Sigvaldi Ragnars-
son, f. 9.7. 1941, búsettur í Hafnarfirði; Halldóra Guö-
rún Ragnarsdóttir, f. 2.11. 1944, búsett í Kópavogi;
Svanhvít Ragnarsdóttir, f. 2.11. 1944, búsett í Reykja-
vík; óskírð systir sem dó í fæðingu, f. 1950.
Foreldrar Friðbjargar voru Ragnar Þórður Sigurðs-
son, f. 1.7. 1901, d. 2.5. 1958, verkamaður á Akranesi og
bóndi á Læk í Leirársveit, og Friðbjörg Friðbjarnar-
dóttir, f. 26.1. 1909, d. 5.6. 1999, húsfreyja.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 30.10. 1943 Guðrúnu Finnbogadótt-
ur, f. 24.5. 1924, húsmóður. Foreldrar hennar voru
Finnbogi Sigurðsson frá Seilu í Skagafirði og Þuríður
Guðjónsdóttir frá Seljateigi í Reyðarfirði.
Böm Eiríks og Guðrúnar eru Sigríður, f. 18.2. 1944,
gift Vigni G. Jónssyni, þau starfa að hrognaverkun og
útflutningi og eiga einn son; Sigþór Bogi, f. 30.3. 1952,
bankamaður á Akranesi, kvæntur Mínervu Margréti
Haraldsdóttur tónlistarkennara og á hann tvær upp-
komnar stjúpdætur og einn uppeldisson.
Systkini Eiríks eru Ólafía, f. 9.11.1908, nú látin, hús-
freyja að Hálsi í Kjós; Tómas Jóhannes, f. 30.10. 1910,
nú látinn, sjómaður; Sigurður Kristinn, f. 1.7. 1912, nú
látinn, vélstjóri; Málfríður, f. 15.9. 1914, húsmóðir á
Akranesi; Margrét Sigríður, f. 15.6. 1916, d. 23.5. 1920;
Teitur, f. 7.1.. 1920, d. 16.4. sama ár; Ólafur, f. 21.6. 1922,
nú látinn, verkamaður; Þorsteinn, f. 30.6. 1924, vél-
stjóri á Akranesi.
Hálfsystir Eiríks, samfeðra, var Valdís, f. 21.6. 1902.
nú látin.
Foreldrar Eiríks voru Þorvaldur Ólafsson, f. 18.9.
1872, d. 16.5. 1944, og Sigríöur Eiríksdóttir, f. 22.11.
1883. d. 28.5. 1934.
Eiríkur verður að heiman á afmælisdaginn.
Eiríkur Þorvaldsson,
Vesturgötu 90, Akra-
nesi, er áttatíu og fimm
ára í dag.
Starfsferill
Eiríkur fæddist í
Kárabæ á Akranesi og
hefur búið á Akranesi
síðan. Hann var fyrstu
starfsárin til sjós á bát-
um frá Akranesi, lærði
múraraiðn og starfaði
við það um tíma en var
lengst af símamaður
hjá Pósti og Síma.
Eiríkur sat í stjórnum íþróttabandalags Akraness
sem gjaldkeri og í Knattspyrnuráði Akraness, bæði
sem formaður og gjaldkeri. Hann var einn stofnfélaga
í Golfklúbbi Akraness og hefur verið sæmdur gull-
merki ÍSÍ og silfurmerki KSÍ. Hann hefur verið félagi
í Lionsklúbbi Akraness í fjörutíu og þrjú ár og er nú
ævifélagi í klúbbnum.
Hvítárvöllum, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stef-
ánssonar, ættíoður Stephensensættarinnar. Móðir El-
ínar var Elín Jónasdóttir Thorstensen, sýslumanns í
Eskifirði, Jónssonar landlæknis, Þorsteinssonar. Móð-
ir Jónasar var Elín Stephensen, systir Magnúsar í
Vatnsdal. Móðir Elínar Thorsteinsen var Þórdís Páls-
dóttir Melsteð, amtmanns í Stykkishólmi, og Önnu
Stefánsdóttur, amtmanns á Möðruvöllum, Þórarins-
sonar, ættföður Thorarensenanna, Jónssonar.
Birna var dóttir Hans Petersens, kaupmanns í
Reykjavík, sonar Adolfs Petersens, verslunarmanns í
Keflavík, og konu hans, Maríu, systur Mettu Kristínar,
móður Ólafs, prófasts í Hjarðarholti, afa Ólafs Ólafs-
sonar landlæknis og Ólafs Björnssonar prófessors og
langafa Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra
og Þorvalds prófessors Gylfasona. María var dóttir
Ólafs, hreppstjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar.
Móðir Birnu var Guðrún Jónsdóttir, b. á Brún,
Hannessonar af Guðlaugsstaðaætt, bróður Guðmundar
læknaprófessors og Páls á Guðlaugsstöðum, föður
Björns, alþingismanns á Löngumýri. Páll var afi Páls
Péturssonar þingflokksformanns og Más sýslumanns,
og langafi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar dós-
ents. Móðir Guðrúnar var Sigurbjörg, hálfsystir Þor-
gríms, afa Valborgar skólastjóra, móður Stefáns heim-
spekings, Valborgar lögfræðings og Sigríðar sendi-
herra Snævarr.
Höfuöstafír nr. 68
ir frestað um sinn vegna
Einhverju sinni birti ég hér í þættinum eina af
svokölluðum Svínárnessvísum eftir Brynjólf Guð-
mundsson í Núpstúni. Vísur þessar urðu til smátt
og smátt á ferðum Brynjólfs inn í Svínárnesskofa,
yfirleitt ein vísa í hverri ferð. Bragarhátturinn
heitir braghent og í þessu tilviki eru vfsurnar
samrímaðar, þ.e. allar braglínurnar þrjár ríma
saman. Annars er algengt í þessum bragarhætti
að fyrsta línan rími ekki við hinar. Alls eru vís-
urnar sjö og hljóða þannig:
Djöfull var nú, drengir, gott að detta í’óa,
mega frjáls um fjöllin ríöa
og fullur o’nípokann skríóa.
Gríóarlega gáskablandin geróist reiðin.
Fram meö Sandá létt var leiöin,
því lostafull og blaut var heióin.
Gaman var aö gista hér og glösum klingja,
sálarskarniö ögn aö yngja,
einkanlega þó aö syngja.
Mikiö lét nú lífiö okkur litlu kvíöa
meóan kvöldsins kyrrö og blíöa
klappaði á vanga Rauöárhlíöa.
Forlög góö mig fluttu hingaö, fylliraftinn,
aöeins til aö opna kjaftinn
og endurnýja sálarkraftinn.
Hjartaö fullt af fjallsins yndi finn ég tifa.
Þaö er sem ég segi og skrifa:
Svona dag er gott aö lifa.
Þaö er eins og inn’í hausnum ennþá kveði;
ekki man ég allt sem skeöi,
en eitt er víst - aö hér var gleöi.
Nýlega barst mér skemmtUeg vísa eftir Eystein
Gíslason, bónda i Skáleyjum. Hann tekur fyrir gam-
alt orðatUtæki og sér á því nýja hlið, eins og gjarn-
an gerist hjá hagyrðingum og skáldum:
Góö var flíkin gefin mér
úr grófu ullarbandi.
Spámaður ég orðinn er
í eigin fööurlandi.
Leirlisti sá, sem stundum er vitnað til hér
i þættinum, er lokaður öðrum en hagyrðing-
um og inntökuskUyrði eru æði ströng. Þar verða
menn að yrkja sig inn og sanna sig þannig. Ég
ætla í lokin að birta vísu sem Kristján Bersi
Ólafsson gerði þegar umsókn hans var tU meðferð-
ar hjá inntökunefndinni:
Sífellt bœtist leir vió leir.
Leirinn kœtir, eyðir pínu,
stundum rœtinn, stundum meyr,
en stendur œtíöfyrir sínu.
Það þarf ekki að taka það fram að Bersinn flaug
inn.
Umsjón