Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAQUR 26. JÚU2003 (JTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRilSIJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.ls Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Harðar ásakanir á hend- ur Náttúrufræðistofnun - frétt bls. 4 Brýtur sýslumaður lög? - frétt bls. 8 Margir vilja dansa á gröf Idi Amins - erlent fréttaljós bls.14 Fréttamaður með græna fingur - Helgarblað bls. 18-19 Blómkál og Ijúffeng frönsk kassavín - Matur og vín bls. 24-25 Styttist í enska boltann - DV Sport bls. 40 DV Bingó Það er komið bingó á O-röðina og því spilum við nú allt spjaldið. v __ ' Athugið að sam- hliða einstökum röð- um hefur allt spjaldið verið spil- að þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. Sextánda talan sem kemur upp á allt spjaldið er 59. Þeir sem fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals meðTerra Nova Sól. Hulk-lurkurinn innkallaður úr verslunum NEYTENDUft Emmessís hefur innkallað Hulk-lurkinn úr versl- unum þar sem í Ijós kom að notað var meira af litarefnum við framleiðslu hans en reglu- gerð heimilar. Emmessís harm- ar þessi mistök en undirstrikar að magn aukefna sem leyfileg eru í matvælum eru langt undir hættumörkum og því engar lík- ur á því að varan hafi verið skaðleg neytendum. Þegar hafa selst yfir 50 þúsund Hulk- lurkar. Fulltrúar Umhverfis- og heilbrigðisstofu fóru yfir upp- skrift Hulk-lurksins í gærmorg- un og kom þá fram að mann- leg mistök hefðu átt sér stað við framleiösluna. Litarefni í lurkinum voru heldur meiri en leyfilegt er samkvæmt reglu- gerð, auk þess sem eitt litarefni, brillíant blátt, vantaði í inni- haldslýsingu Hulk-lurksins.Til þess að ná djúpum og dökkum grænum lit á Hulk-lurkinn var bláa litnum bætt í blönduna og vegna mistaka fór magn litar- efna þá fram yfir leyfilegt há- mark. Blái liturinn hefur verði tekinn úr uppskriftinni og fyrir vikið verður litur Hulk-lurksins heldur daufari. Viðskiptaráðherra um rannsóknina á olíufélögunum: Málið kynnt lög- reglu fyrir mánuði PÉTUR H. BLÖNDAL Á FUNDINUM: Þykir miður að frumskýrsla Samkeppnisstofnun- ar skuli hafi komist í almenna umræðu þar sem um trúnaðarmál sé að ræða auk þess sem þar séu bornar ásakanir á menn sem hafa ekki enn notið andmælaréttar. Yfirmenn Samkeppnisstofn- unar gengu um miðjan júní á fund Ríkislögreglustjóra og skýrðu frá helstu efnisatriðum í rannsókn á meintu samráði olíufélaganna. „Málinu verður hraðað hjá Sam- keppnisstofnun svo sem kostur er,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra í samtali við DV. Valgerður undirstrikar að sem ráðherra samkeppnismála hafi hún ekki afskipti af þeim málum sem Samkeppnisstofnun hafi til rann- sóknar á hverjum tíma. Hins vegar hefði hún talið nauðsynlegt í rann- sókninni á olíufélögunum að kynna sér málsmeðferð, svo sem vegna umræðna um hugsanlega fyrningu mála. „Það er síðan ríkis- lögreglustjóra að taka ákvörðun um hvernig verður unnið úr þeim upp- lýsingum sem liggja fyrir eftir fund- inn með yflrmönnum Samkeppn- isstofnunar," sagði viðskiptaráð- herra. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri hefur sagst í fjölmiðlum ekki ætla að láta undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum um að hefja rannsókn í þessu máli. í út- varpinu fyrir helgi sagði Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, að ríkislögreglu- stjóri yrði að meta hugsanlega rannsókn út frá því hvort sakir ein- stakra málsaðila væru að fyrnast. Áður hafði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokksins, talað á svip- uðum nótum. Efnahagsnefnd fundaði Efnahags- og viðskiptanefnd kom svo saman til fúndar á föstu- dag að ósk þingmanna stjórnar- andstöðunnar. Þar felldi meirihluti nefndarinnar tillögu stjórnarand- stöðunnar um að halda þegar sama dag fund um málefni olíufélaganna og rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu verðsamráði þar sem kall- aðir yrðu til ýmsir fulltrúar opin- berra aðila og sjálfra olíufélaganna. Aftur á móti var samþykkt tillaga um að boða fulltrúa viðskiptaráðu- neytis á fund í næsta mánuði til að ræða um samkeppnislöggjöfina al- mennt. Þá lagði stjórnarandstaðan einnig til að veitt yrði viðbótarfjár- veiting til Samkeppnisstofrtunar tif þess- að hraðá rannsókn málsins. Sú tillaga var einnig felld „Meirihluti nefndarmanna taldi að nefndin gæti fátt gert til að breyta nokkru fyrr en Alþingi kem- ur saman í haust," segir Pétur Blön- dal, formaður Efnahags- og við- skiptanefndar. „Við gætum lagt til lagabreyting- ar en þær gætu ekki orðið að raun- veruleika fyrr en Afþingi kemur saman og tillagan um viðbótarfjár- veitingu var felld þar sem meiri- hlutinn taldi það vera á verksviði fjárlaganefndar að fjalla um fjár- aukalög auk þess sem slíkt þarf einnig að bera undir Alþingi." Pétur bendir einnig á að hann telji mjög varasamt að þingnefndir fjalli um einstök mál sem stofnanir Meirihluti Efnahags- og viðskiptanefndar felldi tillögu stjórnar- andstöðunnar um að að halda þegar sama dag fund um málefni olíufélaganna og rann- sókn Samkeppnisstofn- unarþar sem kallaðir yrðu til ýmsir fulltrúar opinberra aðila og olíufélaganna. hins opinbera eða dómstóiar eru að vinna að. Honum þykir miður að frumskýrsla Samkeppnisstofn- unar skuli hafa komist í almenna umræðu þar sem um trúnaðarmál sé að ræða auk þess sem þar séu bornar ásakanir á menn sem hafa ekki enn notið andmælaréttar. Hann bendir á að endanleg niður- staða Samkeppnisstofnunar gæti orðið önnur en í frumskýrslunni. sigbogi@dv.is/agust@dvjs HVERJIR ERU ÓDÝRASTIR? KRAKKA Gallabuxur KR. 490 Opnunartími: Virkirdagar kl. 10-18 Laugardagar Id. 11-16 Sunnudagar kl. 12-16 FATALAND Fákafeni 9 • Reykjavík Dalshraun 11 • Hafnaiflrði Tímamót hjá Atlantsolíu: Tekur á móti fyrsta olíufarminum á morgun Von er á fyrsta olíufarminum frá Atlantsolíu á morgun, sunnudag. Þá mun starfsemi Atlantsolíu hefjast fyrir alvöru þar sem hægt verður að dreifa olíu til stórnotenda. Mikil erill hefur verið á skrifstof- um Atlantsolíu undanfarna daga og er greinilega mikill áhugi á nýju ol- íufélagi á fslenskan markað að sögn Stefáns Kjærnesteds. Starfsfólk fé- lagsins hefur verið önnum kafið undanfarna daga við að svara fyrir- spurnum og gefa tilboð. Stefán seg- ir að nú renni loks upp stór stund í sögu félagsins þar sem hægt verði að afgreiða pantaða olíu til áhuga- FYRST1KÚNNINN: Fyrsta formlega af- greiðslan á vegum Atlantsolíu fór fram í gær þegar dælt var á vinnuvél fýrirtæk- isins Magna ehf. DV-mynd Hari sama viðskiptavina. Skipið kemur í Hafnaríjarðarhöfn á bilinu klukkan 12.00 til 14.00 á sunnudag. -EKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.