Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 18
18 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 Fréttamaður með qræna fingur Það fer ekki fram hjá neinum þeirra sem horfa á sjónvarpsfréttatíma RÚV að langflestar landsbyggðarfréttirnar flyt- ur snaggaralegur fréttaritari af Suður- landi, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttaritari þessi er óvenjulega afkasta- mikill og vekja fréttir hans yfirleitt mikla athygli. Sumir kalla fréttir hans af trjám og bændum „gúrkufréttir" en Magnús segir þær einungis mannlegar; það séu slíkar fréttir sem almenningur vilji heyra. Helgarblað DV hitti Magnús og eiginkonu hans á heimili þeirra á Sel- fossi. „Nei, ég tók þetta ekki vitund nærri mér. Ég varð miklu frekar stoltur og túlkaði þetta sem ákveðið hrós. Mér fannst þetta bara mjög fyndið og koma skemmtilega á óvart. Það sýndi að það væri alla vega vel tekið eftir fréttunum mínum," segir Magnús Hlynur, aðspurður um skopstælinguna á honum fyr- ir tveimur árum í tveimur atriðum í ára- mótaskaupi Sjónvarpsins. Atriði þessi eru mörgum enn í fersku minni en annað fjallaði um ryðsvepp, hitt um Guðna Ágústsson og íslensku paprikuna. Sfðan þá hefur Magnús oft verið nefndur „Sveppafréttamaðurinn á Suðurlandi" - enda fjalla flestar hans fréttir um gróður, gras og bændur. „Um 90% afþví efnisem ég vinn fyrir fréttastofuna er sprottið afmínum eigin hug- myndum og vissulega eru fréttir um landbúnað og garð- yrkju í yfirgnæfandi meiri- hluta enda eru það sannar- lega mín hjartans mál. Það er ánægjulegt hvað RÚV er vel- viljað iandsbyggðinni og vill fá fréttir af landsbyggðarmál- um. Það er gaman að við skul- um vera komin á kortið og getum sýnt fram á að það sé eitthvert líf hérna - því þannig er það svo sannarlega." „Ég er orðinn hundleiður á þessum enda- lausu stríðs- og stjórnmálafréttum og margir eru sammála mér um það. Fólk vill mannleg- ar fréttir um Jón og Gunnu; þær skilja oft miklu meira eftir,“ segir Magnús og býður upp á vínarbrauð og ávaxtasafa úti á palli við heimili sitt á Selfossi eftir að hafa fallist á að veita lesendum DV örlitla innsýn í líf sitt. Pennavinaást Magnús, sem er þrjátíu og þriggja ára gam- all, er fæddur og uppalinn í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hann á bróður sem býr í Kópa- vogi en annar bróðir hans lést af slysförum, tíu ára gamall. Þetta var þó ekki eina áfallið sem dundi yfir fjölskylduna því að móðir Magnúsar lést úr krabbameini þegar hann var fimmtán ára. Eftir það urðu feðgarnir þrír að bjarga sér upp á eigin spýtur en Magnús segist enn búa að þeirri reynslu því hann er óvenjuliðtækur í heimilisstörfunum og finnst GRÆNIR FINGUR: Magnús Hlyndur er bæði búfræðingur og garðyrkjumaður og auk fréttamennskunnar klippir hann garða á Selfossi á vorin. Hann gegnir einnig starfi endurmenntunarstjóra hjá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í ölfusi. DV-myndir:Pjetur bara gaman að brjóta saman þvott og gera fleira af því tagi. Eftir grunnskólann lá leið Magnúsar í Fjöi- brautaskóla Suðurnesja. Þar útskrifaðist hann af fjölmiðlabraut og vann með skólan- um hjá Suðurnesjafréttum og Útvarpi Bros í Keflavík. „Þetta lá einhvern veginn beint við; ég hafði strax mjög gaman af því að skrifa og þóttu fjölmiðlarnir heillandi." Magnús er giftur æskuástinni, Önnu Mar- gréti Magnúsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjá stráka saman - Fannar Frey, tólf ára, Atla Helga, sjö ára, og Veigar Atla, tveggja ára - en þau kynntust þegar þau voru tíu ára gömul. „Við fórum að skrifast á í gegnum pennavinadálk Æskunnar en á þessum árum átti ég, eins og margir aðrir, fullt af pennavin- um, bæði innlendum og erlendum," segir Magnús. Þau Anna skrifuðust á í sex ár áður en þau hittust en hún bjó á Selfossi. „Anna átti afa og ömmu í Garðinum. Einn daginn var hún stödd þar í heimsókn þegar hún hringdi í mig og við mæltum okkur mót. Við fórum í bíó í Reykjavík sama kvöld á kvik- myndina The Fly og eftir það varð ekki aftur snúið," segir Magnús og Anna kinkar kolli því til samþykkis. Einhvers staðar upp á lofti liggja bréfin sem staðfesta þessa sætu ástar- sögu en Anna segir það mjög óvenjulegt að strákar hafi nennt að standa í svona bréfa- skriftum á þessum árum og hún til dæmis verið ein um það í sínum vinkvennahópi að eiga strák að pennavini. Að Fjölbrautaskóla loknum fór Magnús í Bændaskólann á Hvanneyri og var þar eitt ár. „Sem unglingur var ég öll sumur í sveit og gekk lengi vel með bóndann í maganum," upplýsir Magnús. Ekkert varð þó úr því að hann gerðist bóndi því eftir námið flutti hann með Önnu á Selfoss og fór að vinna þar á Dagskránni, héraðsfréttablaði sem dreift er frítt einu sinni í viku, allt frá Selvogi til Kirkju- bæjarklausturs. „Á Selfossi fór ég líka að vinna hjá garðyrkjudeild bæjarins og fékk í kjölfarið mikinn áhuga á garðyrkju. Eg háfði aldrei áður komið nálægt neinu slíku en þeg- ar ég sá hvað allt óx og dafnaði vel hér á Sel- fossi skráði ég mig í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í ölfusi,“ segir Magnús. Úr skól- anum útskrifaðist Magnús árið 1996 og var þá strax ráðinn til starfa sem endurmenntun- arstjóri skólans. Því starfi hefur hann gegnt síðan ásamt starfi kynningarstjóra. „Ég sé um að skipuleggja ýmiss konar námskeið en við höldum að meðaltali um sextíu námskeið á hverju ári,“ segir Magnús og upplýsir um leið FRtTTAPABBI: Það fer ekki á milli mála hvort Magnús er á svæðinu eða ekki. Hægt er að þekkja bílinn hans lang- ar leiðir á hinu skemmtilega einkanúmeri „Pabbi" sem hann fékk í afmælisgjöf frá konunni þegar hann varð þrí- tugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.