Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 19
'
FJÖLHÆFUR FRÉTTAMAÐUR; Magnús Hlynur er fæddur (merki Meyjunnar enda er hann mjög skipulagður. Það
veitir ekki heldur af þar sem hann sinnir óteljandi störfum þó almenningur þekki hann best sem fréttaritara RÚV á
Suðurlandi.
ÆSKUAST: Magnús Hlynur kynntist eiginkonunni, Önnu Margréti, f gegnum pennavinadálkÆskunnar þegar þau
voru tíu ára gömul. Þau skrifuðust á í sex ár áður en þau hittust og var það ást við fyrstu sýn. Nú búa þau á Sel-
fossi ásamt þremur sonum. Sá yngsti, Veigar Atli, er hér með þeim á myndinni.
að skólinn bjóði nú upp á sex þriggja ára
námsbrautir. „Þetta er lítill og heimilislegur
skóli þótt á háskólastigi sé. 80% nemenda eru
konur og meðalaldur nemenda er þrjátíu og
tvö ár - enda fær maður ekki grænan þroska
fyrr en eftir tvítugt,“ segir Magnús og hlær.
Skipulögð meyja í mörgum störfum
Það var svo árið 1998 að Magnús gerðist
fréttaritari RÚV á Suðurlandi en þá hafði
hann reynt eilítið fyrir sér á Stöð 2 og Bylgj-
unni.
- Er það rétt að þú sért öflugasti fréttaritari
RÚV?
„Ég veit það nú ekki, það er annarra að
dæma um það,“ segir Magnús en dregur þó
ekki úr því að hann vinni margar fréttir fyrir
fréttastofuna. „Um 90% þess efnis sem ég
vinn fyrir fréttastofuna er sprottið af mínum
eigin hugmyndum og vissulega eru fréttir um
landbúnað og garðyrkju í yflrgnæfandi meiri-
hluta enda eru það sannarlega mín hjartans
mál. Það er ánægjulegt að sjá hvað RÚV er
velviljað landsbyggðinni og vill fá fréttir af
landsbyggðarmálum.
„Við fórum að skrifast á í
gegnum pennavinadálk Æsk-
unnar en á þessum árum átti
ég, eins og margir aðrir, fulit
af pennavinum, bæði innlend-
um og erlendum."
Það er gaman að við skulum vera komin á
kortið og getum sýnt fram á að það sé eitt-
hvert líf hérna - því þannig er það svo sann-
arlega," segir Magnús. I sumar er Magnús
einnig í afleysingum á fréttastofunni, eins og
reyndar síðustu tvö sumur, og segir hann það
sérlega gaman að komast þar inn og sjá
hvernig þar er staðið að málum. Sem frétta-
ritari vinni hann einn og ferðist bara um með
þrífótinn. Síðan 1993 hefur Magnús haldið
starfi sínu sem blaðamaður á Dagskránni en
það blað hóf göngu sína fyrir þrjátíu og fimm
árum. Magnús skrifar allt efni þess í hverri
viku en blaðið er gefið út í 6.000 eintökum og
er 8-12 síður hverju sinni. Auk þess hleypur
Magnús einnig í garðyrkjustörf og klippir
garða nágranna sinna á vorin. Því er við hæfi
að spyrja hvernig hann nái að sinna öllu
þessu svo vel sé. „Ja, ég er náttúrlega fæddur
í merki Meyjunnar og er þar af leiðandi mjög
skipulagður," segir Magnús. Konan tekur
undir það og bendir á að heimilisverkin lendi
alls ekki öll á henni þrátt fyrir annir bóndans.
Garðurinn situr þó oft á hakanum og yrði lík-
lega seint giskað á að hann væri í eigu garð-
yrkjufræðings. í raun minnir hann á góðan
fótboltavöil og er síður en svo uppfullur af
spennandi trjátegundum og framandi blóm-
um. „Það snýst allt um fótbolta hjá strákun-
um þannig að þeir eru ánægðir með þessa
stóru grasflöt," segir Magnús og konan bætir
við að það sé líklega eins með garðyrkjufræð-
inga og smiði, þeir vinni minnst heima hjá
sér.
Pabbanúmer á bílnum
Ólífugrænn Pajero-jeppi Magnúsar vekur
hins vegar meiri eftirtekt en hans eigin garð-
ur því að billinn ber hið bráðskemmtilega
einkanúmer „Pabbi". Konan gaf honum
númerið í afmælisgjöf þegar hann varð þrí-
tugur. Það fer því ekki á milli mála þegar fað-
ir hinna mannlegu frétta er á ferðinni á Suð-
urlandi, enda vekur bflnúmerið mikla eftir-
tekt. Samvinna þeirra hjóna er einnig góð.
Þannig segist Magnús stundum senda Önnu
með myndavél til þess að mynda fyrir Dag-
skrána ef hann er vant við látinn. „Það er
ótrúlegt hvað þetta gengur vel. Það er líka
greinilegt að fólk treystir mér og er ánægt
með það sem ég er að gera. Það er yfirleitt
ekkert mál að finna fréttir, fólk hefur sam-
band við mig að fyrra bragði og lætur mig vita
þegar eitthvað er á seyði. Uppgangurinn er
líka mikill hér á svæðinu og mikið um að
vera,“ segir Magnús og bætir því við að Sel-
foss sé staðurinn.
„Maggi þekkir alla hérna og allir þekkja
hann. Hann er í raun orðinn miklu meiri Sel-
fyssingur en ég og ætti örugglega erfiðara
með að slíta sig frá bænum ef til þess kæmi,"
segir Anna og brosir. snaeja@dv.is