Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Page 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003
Matur og vín
Umsjónarmenn:
Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is
Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is
Blómkál
Mark Twain kallaði blómkál „kál með framhaldsskólapróf'! Það er kynbætt afbrigði afvillikáli og heimildum ber ekki saman um
hvar ræktun jpess hófst. har eru bæði Rómaveldi og Austurlönd nefnd til sögunnar, jafnvel Kína eða Kýpur.
Blómkálið hefur safaríka, þykka og samþjappaða blómleggi og blómskipun og það eru þessi blóm sem eru svo eftirsóknarverð og
efsti hluti stilkanna.Blómkál er reyndar með græn blöð en þau eru bara umbúðir utan um hvít eða gulleit blómin sem mynda
þétta klasa.
Blómkál er gjarnan borðað hrátt, til dæmis með ídýfu eða í salat, en það er iíka oft borið fram með öðrum mat, léttsoðið eða
gufusoðið. Oftast er blómkálinu skipt niður í greinar eða kyisti áður en það er soðið en heilt blómkálshöfuð er líka stundum
ofnsoðið og borið fram með t.d. ostasósu. Blómkálssúpa er herramannsmatur og íhana notast neðri hluti stilkanna ágætlega
með. Blómkálernæringarríktog auðmelt.
Bragðmilt og gott að bíta í hrátt
eða lítið eldað
„Mér finnst grænmeti þurfa að vera
þannig að maður finni fyrir því þegar maður
bítur í það, því verður að varast að sjóða það
of lengi," segir Guðný Jónsdóttir, matselja í
Garðinum, grænmetismatstofu á Klapparstíg
37. Guðný hefur öðlast mikla reynslu af mat-
reiðslu grænmetis enda hefur hún lifað á því
síðustu tuttugu árin. Henni finnst nýja ís-
lenska blómkálið mjög gott og laust við allt
beiskjubragð sem einkennir sumar tegundir.
Segir það heldur eiginlega enga eldun þurfa.
„Ég slekk undir pottinum þegar ég er búin að
setja það út í. Þá er allt hitt soðið og blómkál-
ið nær að verða alveg heitt í gegn,“ segir hún.
Þegar hún matreiðir grænmeti segir hún
mikilvægt að setja það fyrst í pottinn sem
lengsta þurfi suðuna.
„Ég byrja á kartöflunum, síðan gulrótun-
um og svo koll af kolli,“ segir hún. Þegar DV
bar að Garðinum var Guðný að elda rétt
dagsins og þar var blómkálið í öndvegi. Hér
kemur uppskriftin:
Grænmeti og kjúklingabaunir í
kókosmjólk
2 msk. olía
1 stór laukur
1 hvítlauksrif saxað
1 msk. karríduft
1 tsk. cumminduft
1/4 tsk. kardimommuduft
1/4 tesk. múskat
1 lítill chilli
1 msk. engiferrót, rifin
300 mlsoð
1/2 kgblómkál
400 g kartöflur
250 g gulrætur
250 g grænar baunir
150 g epli
250 g tómatar, afhýddir
250 g kjúklingabaunir
1 dós (400 ml) kókosmjólk
ferskt kóríander
salt
ristaðar cashewhnetur
Kjúklingabaunirnar eru lagðar
bleyti yfir nótt og soðnar í a.m.k. eina
klukkustund. Laukurinn er saxaður
mýktur í olíunni. Síðan er bætt við hvítlauk,
karríi, chilli, múskati og engiferrót og látið
malla í eina mínútu.
Saxaðir tómatar settir út í og látið sjóða í 10
mínútur.
Þá kemur grænmetið skorið í munnbita,
eitt á eftir öðru, eftir því hve mikla suðu það
þarf, fyrst kartöflur, svo gulrætur og síðan
blómkál og grænar baunir. Sjóða þarf græn-
metið þar til það er tilbúið.
koma
kjúklingabaunirnar út í,
kókosmjólk og epli í litlum bitum og hitað að
suðu.
Kóríander og salt eftir smekk. Hnetum
stráð yfir diskinn og hann skreyttur með
fersku kóríander.
Með þessu
ber Guðný
krydduð
hrís-
grjón
og
ferskt
salat
úr
hin-
um
ýmsu
kálteg-
undum.
Krydduð
hrísgrjón
Einn laukur er
skorinn í þunnar
ræmur og steiktur létt í
olíu. Síðan eru cumminfræ,
salt hvítlaukur og rifin engiferrót
sett út í. Þá eru hrísgrjónin steikt aðeins
(olíunni og síðan soðin í vatni í hálftíma.