Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. JÚLl2003 DV HELGARBLAÐ 25 Blómkálsrétturinn hennarGuð- nýjar er með indverskan keim sem kemur meðal annars af fersku kóríander sem hún rífur smátt yfir í lokin. Kóríander gef- ur líka fallegan lit. Krydduð hýðishrísgrjón eru sett fýrst á diskinn, síðan er aðalrétt- urinn færður upp á hann. Allt grænmetið er íslenskt og ferskt. Blómkálið hefur ekki verið soðið með heldur aðeins hitað í gegn. Ristaðar cashewhnetur fara einkar vel með grænmetisrétt- um og ýmsum öðrum mat. Hér sáldrar Guðný þeim yfir diskinn. DV-myndir Hari Ljúffeng og vinsæl kassavín frá JP Chenet er val Ómars S. Gíslasonar í víndeild Rafkóps-Samvirkis í ljósi mikillar aukningar á vinsæld- um kassavína undanfarin ár ákvað Ómar S. Gíslason hjá Rafkóp-Sam- virki að fjalla um tvö léttvín úr JP Chenet-fjölskyldunni. Þessi vín eru þau mest seldu frá Frakklandi og hafa verið afar vinsæl, ekki síst í Skandinavíu. Undanfarið hefur þriggja lítra JP Chenet Cabernet Syrah verið til sölu í vínbúðum ÁTVR við miklar vinsældir og nú hafa tvær aðrar tegundir bæst í hópinn. JP Chenet Merlot og JP Chenet Blanc de Blancs. Það sem einkennir þessi vín eru lfflegar umbúðir sem eru mis- munandi á litinn og því þægilegt að aðgreina tegundirnar og velja í búð- inni. Merlot-kassinn er auðkenndur með dökkbláum lit en Blanc de Blancs-kassinn er fallega grænn. Síðastliðin ár hafa vínræktendur lagt meiri metnað í kassavínin sín í kjölfar vaxandi vinsælda þeirra. Því eru þetta yfirleitt frambærileg vín. í mörgum vínræktarlöndum eru kassavín í hávegum höfð og getur sala á heimamarkaði náð allt að 80%. Vín- in frá JP Chenet hafa verið til sölu á íslandi í rúmt ár og eru viðbrögðin hér í takt við það sem er að gerast er- lendis. Einn af meginkostum þess að kaupa vín í kössum er geymslutíminn sem getur verið allt að sex vikur eftir að kassinn hefur verið opnaður. JP Chenet blanc de blanc verður fyrst fyrir valinu Nafnið blanc de blanc gefur til kynna að einungis er notast við ljósar þrúgur. í þessu tilfelli eru notaðar þrúgurnar Ugni blanc, Colombard, Sauvignon, Chardonnay og Cros Manseng. Vfnið kemur frá Suðvestur-Frakklandi, nánar tiltekið frá Cotes de Gascogne. Það er ljósgult með grænum tón. Ilmurinn er f með- allagi opinn og hreinn þar sem bregð- ur fyrir hvítum blómum, appelsínu- og apriskósusultu. JP Chenet blanc de blanc er meðalbragðmikið þar sem sítrusávexti og blómum bregður fyrir. Vínið er tilbúið til drykkju og er kjörhiti þess um 5-7“C. Best er þetta vín með léttum fiskréttum, pasta, salötum og bökum. Rauða vínið sem Ómar mælir með er JP Chenet Merlot í 3 lítra kassa. Það kemur einnig frá Suðvestur-Frakk- landi eða frá Vin de Pays d’oc og er að öllu leyti gert úr merlot-þrúgunni. L iturinn er meðaldjúpur og fjólu- rauður, ilmurinn í meðallagi opinn þar sem ber á sultu, rauðum berjum, bláberjum og léttu kryddi. JP Chenet Merlot er meðalbragðmikið með vott af rauðum berjum, krækiberjum og mjúku tanníni. Vfnið er tilbúið til drykkju og er kjörhiti þess um 16-19°C. Best er JP Chenet Merlot með léttum réttum, grillmat og ost- um. Þriggja lítra kassi jafngildir 4 hefð- bundnum flöskum (750 ml). JP Chenet blanc de blanc-kassi kostar 3540 krónur í ÁTVR en JP Chenet Merlot-kassi 3600 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.