Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Page 26
26 OV HBLGAKM.A& LAUGARDAGUR 26. JÚLl2003 - Blessuð sólin elskar allt Það er víst sama sólin sem skín á mannfólkið hvar sem það er statt í heiminum. Frá DV-Reuters eru hér nokkrar sjóðheitar sólskinsmyndir víða að. BRASÍLlSKT SUMAR: Rio de Janeiro í Brasilíu er ein þeirra borga sem sótt hafa um að fá að halda sumarólympíu- leikana árið 2012. Þessi mynd er tekin á Imanema-ströndinni þar í borg sem er kjörin fyrir strandblak og er mikið heimsótt af ferðamönnum. HITABYLGJA: Gestir á Trafalgar Square í London hafa notað taekifaerið og kaelt sig í gosbrunninum sem er þar á torginu en veðrið í London að undanförnu hefur verið ótrú- lega gott. SÓLIN ÞURRKAR: I þorpinu Asunta í Bólivíu má sjá kókalauf liggja til þerris í sólinni. Bólivía er þriðji stærsti framleiðandi þessara laufa en úr þeim er kóka- ín búið til - aðeins Kólumbía og Perú framleiða meira af laufunum. Á HESTBAKIV© SÓLARLAG: Naadam er nafnið á einni mestu hátíð sem haldin er ár hvert í Mongólíu þar sem hestamenn ríða eftir 22 km langri strönd fyrir utan höfuðborg landsins. Um 400 hestar tóku þátt í hátíð- inni en knaparnir voru á aldrinum 5 til 13 ára. Hátíðin er haldin ár hvert 11.-13. júlí til minningar um bylting- una 1921.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.