Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 29
LAUGARDAGUR 26. JÚÚ2003 DV HELGARBLAÐ 29 lóttir bendir á að til eru tvær sköpunarsögur. Samkvæmt hinni fyrri hafi karlinn og konan verið sköpuð samtímis í Guðs mynd og verið jöfn að öllu leyti. „( seinni sköpunarsögunni tynjunum og hefur verið haldið miklu meir á lofti, líklega einmitt þess vegna. Hins vegar hafa femínískir guðfræðingar túlkað síðari sköpunarsöguna svo að karlmaðurinn hafi ekki ' merkingunni manneskjan - einn til. Samkvæmt þvi varð karlmaðurinn til um leið og konan, líkt og i fyrri sögunni. Adam, eða ha-adam eins og hann heitir á hebresku, halda að guðfræðin verði til í tómarúmi. Þar eru fyrstu kaflar Gamla testamentisins engin undantekning; þeir bera bæði vott um nei- kvæð og jákvæð viðhorf til konunnar." Fyrsta rif-rildið Sköpunarsöguna samkvæmt Biblíunni þekkja flestir þannig að Guð hafi tekið rifbein úr manninum og búið til söguna. Arnfríður nefnir tvennt áhugavert í því sambandi. Hún opnar Biblíuna og við skoðum þrjá fyrstu kafl- ana. í fyrsta lagi bendir hún á að á undan hefðbundinni sköpunarsögu fari önnur sköp- unarsaga. Samkvæmt henni var maðurinn skapaður í mynd Guðs og Guð skapaði bæði karl og konu. „Þar er aldrei talað um sérstök hlutverk kynjanna, þau eru sköpuð á sama tíma, bera bæði mynd guðs, eru jöfn fyrir honum og fá sameiginlegt verkefni. Á eftir þessari sköpun- arsögu kemur svo sagan um rifbeinið. Hún gerir skýran greinarmun á kynjunum og hefur líklega einmitt þess vegna verið haldið miklu meir á lofti. Hins vegar hafa femínískir guð- fræðingar túlkað síðari sköpunarsöguna á þann veg að karlmaðurinn hafl ekki orðið til fyrr en rifið var tekið úr manninum. Fram að því var maðurinn - í merkingunni mann- eskjan - einn til. Samkvæmt því varð karlmað- urinn til um leið og konan, líkt og í fyrri sög- unni. Adam, eða ha-adam eins og hann heitir á hebresku, þýðir manneskja en stundum líka karlmaður.“ Arnfríður bendir aftur á að Biblían í núver- andi mynd sé að meira eða minna leyti mótuð af þeim sem hafa í gegnum tíðina endurritað hana, þýtt og jafnvel endursagt. Mér dettur í hug samkvæmisleikur sem flestir þekkja, sam- kvæmisleikurinn þar sem fólk situr í hring og hvíslar orði eða orðum í eyra sessunautar síns og svo koll af kolli þangað til orðið er komið hringinn. Þá er það yflrleitt óskiljanlegt eða orðið að allt öðru orði en lagt var upp með. Hvað gerist ef svona leikur er leikinn í mörg þúsund ár, líkt og með Biblíuna, þ.e. Gamla testamentið? Dæmið er að sönnu ýkt en lýsandi engu að síður. Nútíminn eða dauði Á ensku er til orðatiltæki yfír það að vera samkvæmur sjálfum sér - to practice what you preach. Á íslensku tölum við um að vera eins í orði og á borði en eftir orðanna hljóðan á enska máltækið ágætlega við um skoðanir Arnfríðar á guðfræðinni. „Að mínu mati er guðfræðin ekki neitt ef hún er ekki stunduð. Fræðin verða að hafa tengsl við veruleikann, það sem er að gerast hverju sinni. Ég held að það sé ekki hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Mín afstaða er mjög í anda suðuramerískrar frelsunarguð- fræði sem hefur oft áhrif á feminíska guð- fræði. Ef guðfræðin virkar ekki utan fræðanna er hún dauður bókstafur. Hlutverk guðfræð- ingsins, prestsins og annarra kirkjunnar manna er að túlka texta Biblíunnar og aðra trúarlega texta í samræmi við samfélagið hverju sinni. Það þýðir ekki að einskorða sig við tíma Ágústínusar, Tómasar Aquinas eða Lúthers. Við eigum vissulega að hafa hliðsjón af þeim en vega og meta orð þeirra og setja þau í samhengi við nútímann." Hann eða hún eða hvað? Á sínum tíma var það mikið rætt innan kirkjunnar, að frumkvæði nokkurra kven- presta, hvort tala ætti um Guð í kvenkyni, fara með „Móðir vor“ o.s.frv. Sýndist sitt hverjum um það. Ég spyr Arnfríði hvaða fornafn hún noti um sinn Guð. „Ég reyni að forðast að tala um Guð sem „hann“ eða „hana“. Guð getur hvorki verið karl né kona. Hins vegar erum við sköpuð í mynd Guðs sem karlar og konur. Guð er hvor- ugt en samt að einhverju leyti hvort tveggja. Um leið og við erum farin að rífast um hvort Guð sé karl eða kona erum við komin á villi- götur. Eðli trúarlegs tungumáls er að nota hk- ingar. Kristur gerði það. Hann líkti Guði bæði við konur og karla og líkti athöfnum Guðs við hefðbundin verk kvenna og karla, sitt á hvað. Það er misskilningur ef gengið er skrefinu lengra í þessu líkingamáli og Guði ætlað eitt- hvert ákveðið kyn. Guð er ekki skeggjaður karl á skýi - Guð er leyndardómur. Mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að nota kvenmyndir til jafns við karlmyndir um Guð, til dæmis allar yndislegu móðurmyndirnar úr Biblíunni, að Guð sé eins og kona sem gefur barni sínu brjóst, eins og móðir sem hossar barni sínu á hné sér, að Guð gangi með okkur og fæði okk- ur. Hvaða samband er til dæmis nánara en brjóstagjöf? Það á rætur sínar í reynsluheimi kvenna og spyrja má: Hvers vegna hefur þetta ekki skilað sér til jafns við myndina af gamla karlinum með skeggið, svo dæmi sé tekið? Endurskoðunarsinnar innan kvennaguðfræð- innar vilja leggja áherslu á slíkan margbreyti- leika. Biblían notar margar myndir til að tjá eiginleika og hlutverk Guðs. Ein myndlíking er einfaldlega ekki nóg.“ fín&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.