Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Page 30
30 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Ijóst að íslendingar geti ekki tekið að sér landvarnirsem
komi í stað orrustuþotna Bandaríkjamanna; fari þoturnar verði varnir landsins því ófullnægj-
andi. Hann segir að hviki Bandaríkjamenn hvergi íafstöðu sinni sé hægt að henda varnar-
samningnum. DV ræddi við forsætisráðherra í vikunni um varnarmálin, samráð olíufélag-
anna, fraksstríðið, skattalækkanirog fleira.
- Það er ljóst að Bandaríkjamenn hafa
gengið býsna bratt frarn gagnvart íslending-
um í máiefnum varnarliðsins. Hefur fram-
ganga þeirra í málinu verið eðlileg að þínu
mati?
„Ég vil nú helst ekki segja neitt sem er til
þess fallið að gera viðræðurnar erfiðari en
þær þó eru en ég held að mér sé þó óhætt að
segja að aðferðin við að hefja málið var dálít-
ið harkaleg. Það er óhjákvæmilegt að viður-
kenna það og það kom manni dálítið á
óvart."
- Þú ert að vísa til bréfs sem barst nokkrum
dögum fyrir kosningar frá Bandaríkjastjórn
um málefni herstöðvarinnar. Fráhverjum var
bréfíð oghvert var efni þess?
„Það var reyndar ekki bréf heldur tilkynn-
ing sem sendiherrann las - sitjandi þarna
sem þú situr [á skrifstofu ráðherra í Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnargötu] - sem
sneri að því að hið eiginlega varnarlið að okk-
ar mati yrði farið 2. júní, sú ákvörðun væri
endanleg og okkar afstaða myndi ekki breyta
henni í neinu. Þannig að þetta var dálítið sér-
stakt."
- Frá hverjum var tilkynningin?
„Frá Washington, eins og það hét. Það var
bara sagt að þetta væri niðurstaða frá Wash-
ington."
- Hefur þetta einhver áhrif á samband
þjóðanna?
„Það á ekki að hafa það. Við teljum að þessi
aðferð hafl ekki verið ákveðin á hæstu stöð-
um heldur af aðilum sem ekki gerðu sér grein
fyrir sambandi þessara þjóða og samskiptum
þeirra í gegnum tíðina. En ég get ekki neitað
því að okkur var töluvert brugðið."
- Þú hefur sagt að ríkisstjómarflokkamir
hefðu vafalaust grætt á þvf að segja frá þessu
fyrir kosningar en staðist freistinguna.
„Það er ekki vafi á því í mínum huga því að
þegar vandi af þessu tagi kemur upp, sem
skiptir miklu um öryggi þjóðarinnar og aðra
þætti, þá hafa kjósendur tilhneigingu til þess
að þjappa sér um rfldsstjórn á hverjum tíma
og vilja ekki taka áhættu. Þarf þá ekki að
minna á mjög gáleysisleg og óvarkár ummæli
ónefndra talsmanna í kosningabaráttunni
um varnarliðið og samstarfið við Bandarík-
in.“
- Gott og vel: Hvers vegna létuð þið ekki
þessa „freistingu “ eftirykkur?
„Vegna þess að við töldum að nógu væri nú
málið erfítt þótt því væri ekki hleypt inn í
blossa kosninga sjö dögum fyrir kjördag, þá
eru engin mál rædd af neinu viti, stóryrtar yf-
irlýsingar hefðu flogið um allt. Okkar verkefni
var að breyta þeim farvegi sem málið var
komið í og fá það á hreint hvort það væri
virkilega svo, að æðstu menn í Washington
vildu að svona væri komið fram.“
„Efvarnarviðbúnaðurínn yrði
aðeins í þágu annars aðilans þá
getur vera varnarliðsins hér
ekki byggst á varnarsamningn-
um. Þá verða menn að henda
honum. Þetta er alveg kristal-
klárt í mínum huga."
- En er sú staðreynd, að málið hefði haft
áhrif á niðurstöður kosninganna, ekki
einmitt mjög sterk röksemd fyrir því að kjós-
endur hefðu átt að vita af því áður en þeir
greiddu atkvæði?
„Nei, vegna þess að þótt það hefði að mínu
mati augljóslega hjálpað stjórnarflokkunum
hefði umræðan um máfið ölf verið í skötulíki,
eins og er þegar nýtt mál kemur upp sjö dög-
um fyrir kosningar. Það hefði enginn fengið
botn í hvað væri að gerast. Og ásakanir hefðu
komið fram um að við værum að þyrla þessu
upp vegna þess að það væru kosningar.
Þannig að við urðum bara að bíta á jaxlinn.
Og það var ekkert létt - að vera í umræðum
um alla aðra hluti og með hugann við þetta.
Þetta var allt dálítið skrýtið.
Ég tel að við höfum tekið mjög málefnalega
afstöðu í málinu. Aðrir stjórnmálamenn sem
meira gapa og geifla sig í fjölmiðlum út af
öllu, þeir hefðu ekki haldið ró sinni eins og
við gerðum.“
„Ef Bandaríkjamenn taka megininntak varnarsamningsins burtu einhliða þá fer hann með. Það er ekki af því að við segjum
Leynd í þágu málsins
- Þann 5. júnf- fyrir sjö vikum - var þér af-
hent bréf frá George Bush sjálfum um málið
sem þú svaraðir nokkmm dögum síðar.
Vangaveltur um efni þessara bréfa hafa allar
verið f véfréttastíl en ríkisstjómin hefur að-
eins sagt að málið sé „alvarlegt". Hvenær
verður efni bréfanna gert opinbert?
„Það er ekki ákveðið en það myndi verða
gert þegar menn væru komnir með málið í
endaniegri farveg en nú er. Og þá myndu
menn gera nánari grein fyrir þróun málsins
en hægt er að gera á þessu stigi."
- Þannig að það er ekki hægt að upplýsa á
þessu stigi hvað það er sem Bandaríkjamenn
vilja.
„Nei, það er ekki í þágu málsins að fara
ofan í einstök atriði hvað það varðar. Það má
hins vegar segja að það eru mismunandi
sjónarmið uppi milli ríkjanna um hvað séu
lágmarksvarnir fyrir ríki við nútímaaðstæður
og hvernig sé hægt að tryggja þær. Það eru
deildar meiningar um það.“
- / október 1993, þegar viðræður stóðu yfír
við Bandaríkjamenn um bókun við varnar-
samninginn, sagði Björn Bjarnason, þá for-
maður utanríkismálanefhdar, að þögnin um
viðræðurnar væri orðin skaðleg. Hann sagði
að til að gróusögur væm ekki fluttar í fréttum
um þetta mikilvæga mál ætti helst að skýra
frá því á opinbemm og almennum vettvangi
þannig að menn áttuðu sig á þeim atriðum
sem væm til umræðu. Finnst þér ekki sama
eiga við um viðræðurnar nú?
„Okkar viðbúnaður yrði að
miðast við annað og við vær-
um þá náttúrlega verr varin
en fullnægjandi er. Við getum
bara ekki úr því bætt."
„Nei, ég held að nú liggi nokkurn veginn fyr-
ir í öllum meginatriðum um hvað málið snýst.
En að rekja einstök samtöl manna og áherslur
og þess háttar, það gerir bara skaða."
- Er það rétt að það sé að ósk íslenskra
stjórnvalda en ekki bandarfskra að efni bréf-
anna er trúnaðarmál?