Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 < Allt eða ekkert „Ég er þeirrar skoðunar að varnarsamning- urinn byggist á því að vera hér með viðbúnað sem er í þágu varna beggja þjóða. Ef sá varn- arviðbúnaður yrði aðeins í þágu annars aðil- ans getur vera varnarliðsins hér ekki byggst á varnarsamningnum. Þá verða menn að henda honum. Þetta er alveg kristalklárt í mínum huga. í þessu hefur aldrei falist nein hótun í garð Bandaríkjanna. Mér fyndist mjög óviðeig- andi ef ég sem forsætisráðherra íslands, NATO-ríkis og mikils vinaríkis Bandaríkj- anna væri með hótanir i garð þeirra enda er nú stærðarmunurinn slíkur og aflsmunurinn að slíkar hótanir væru heimskulegar og barnalegar. En það hlýtur að vera hægt að taka staðreyndir upp á borðið og þetta er ein af þeim." - Ertu að segja að vamarsamningurinn sé marklaus ef þoturnar fara? „Ég tel að ef Bandaríkjamenn taka megin- inntak varnarsamningsins burtu einhliða þá fer hann með. Það er ekki af þvi að við segjum honum upp heldur gefur það bara augaleið; þá hefur hann verið brotinn og er einskis virði." Þoturnar óbætanlegar - Segjum núað niðurstaðan verði ekki áþá ieið sem ríkisstjórnin stefnir að. Hvernig ætl- ar hún að sinna þeirri frumskyldu sinni að tryggja fullnægjandi varnir landsins ef varn- arviðbúnaðurinn fer niður fyrir það sem hún telur sjálf að sé aigjört lágmark - sem er einmitt núverandi viðbúnaður? „Við höfum út af fyrir sig rætt það heilmik- ið hvað yrði gert ef allt færi á versta veg þannig að sú umræða er okkur ekki ókunn. En það er óþarft að varpa því upp á borðið núna. Það er ótímabært og gagnslaust, jafn- vel til ógagns, að taka þau mál til opinberrar umræðu." „Það er ekki vafi að á mjög mörgum sviðum var ekki um mikla samkeppni að ræða hér áður fyrr. Við munum til að mynda hvernig þjónusta Sím- ans var. [...] Það var bara sagt: „Étiði skít!" við alla kúnna." - Hefurðu hugleitt hvað þér fyndist koma til greina að íslendingar verðu háu hlutfalli af landsframleiðslu til landvarna? „Nei, ég hef ekki gert það. Ég hef hlustað mikið á umræður á leiðtogafundum hjá NATO, til að mynda á það þegar ýmsar Evr- ópuþjóðir eru að lýsa því hvað þær setja mik- inn pening í varnar- og öryggismál og þá svara til að mynda Bandaríkjamenn: Okkur kemur ekkert við hvað þið setjið í þetta af peningum, okkur kemur við hvað kemur út úr því. Og hjá mörgum þessara þjóða kemur ekkert út úr því. Þær eru að kaupa einhver vopn, gamla hluti, jafnvel að halda uppi at- vinnu, en eru með afskaplega þunglamaleg- an, illa æfðan, illa búinn og lítt nútímavædd- an herafla. Þannig að þetta snýst ekki bara um framlög um hluta afþjóðarframleiðslu. Og við getum ekki haft einhvern þann við- búnað sem kemur í staðinn fyrir fjórar her- þotur og fimm björgunarþyrlur. Okkar við- búnaður yrði að miðast við annað og við vær- um þá náttúrlega verr varin en fullnægjandi er. Við getum bara ekki úr því bætt. En við höfum vamarsamning, við höfum uppfyllt hann og við teljum að það eigi að uppfylla hann gagnvart okkur." Saksóknara ber að hlusta -Þá að máli hermannsins sem handtekinn var vegna hnífstungu íHafnarstræti. Utanrík- isráðuneytið vildi samþykkja ósk Bandaríkja- manna um að þeim yrði framseld lögsaga í máli mannsins en ríkissaksóknari var mót- faiiinn því. Hvað fínnst þér sjálfum? „Við höfðum þá skoðun, bæði ég og dóms- málaráðherra, að þar sem atvikið átti sér ekki stað innan varnarsvæðisins væri ákvörðun um lögsöguna ekki hjá utanríkisráðuneytinu heldur hjá saksóknaraembættinu. Hitt er annað mál að við teljum einnig báðir að sak- sóknari eigi að horfa til sömu sjónarmiða hvað þetta varðar og utanríkisráðuneytið „Þetta er ekki bara ógeðfellt heldur líka heimskulegt h]á forráðamönnum olíufélaganna. Þó að menn séu auðvitað neyddir til þess að fá bensín á bílinn sinn hvernig sem selj- andinn hagar sér eiga menn ekki að notfæra sér það."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.