Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 57
f
LAUGARDACUR 26.JÚLÍ2003 TILVERA 61 *.
!
Hvað er ísjónvarpinu í kvOld?
SANNAR LYGAR: Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis fara með aðalhlut-
verkið í myndinni True Lies sem er á dagskrá Stöðar 2 rétt eftir klukkan ellefu í kvöld.
Kvikmyndir kvöldsins
á RUVog Stöð 2
SFJÖLMIÐLAVAKTIN
Kristinn J. Arnarson
Spjallað við
útlendinga
Ungir eldhugar hafa ráðist í út-
gáfu blaðs fyrir erlenda ferða-
menn hér á landi. Grapevine kall-
ast það og er alveg hreint glettilega
gott á köflum. Þar eru land og þjóð
tekin öðrum tökum en í hefð-
bundnum túristatímaritum og
sennilega ekki vanþörf á því að oft
eru þau ósköp gerilsneydd, upp-
full af upplýsingum um hvar sé
hægt að borða og hvar megi kaupa
lopapeysur, en litlu öðru. Þetta
nýja tímarit sýnir hins vegar íjöl-
breyttari mynd af landinu, reynir
að útskýra fýrir útlendingum ýmis
mál sem skipta íslendinga máli og
sýnir þeim einnig oft á tfðum þá
hlið okkar sem sumir hefðu
kannski frekar reynt að fela fyrir
ferðamönnunum.
Sem er auðvitað í góðu lagi því
það er löngu kominn tími til að við
hættum að reyna að vera alltaf í
sparifötunum þegar gesti ber að
garði. Sá tími er hér með liðinn að
Islendingar telji öllum gestum trú
um að þeir borði hrútspunga í
hvert mál og lesi handritin af jafn
mikilli áfergju og dagblöðin.
Annars finnst mér svolítið fynd-
ið að lesa þetta blað sem er skrifað
á ensku fyrir útlendinga því mér
líður svolítið eins og ég sitji á kaffi-
húsi og stelist til að hlera samtal
góðglaðs íslendings og ferða-
manns. Maður veit að það er ekki
kurteisi að hlusta en getur ómögu-
lega staðist freistinguna. Sá ís-
jenski lætur dæluna ganga, er orð-
mn svolítið heimsvanur og gerir
Því góðlátlegt grín að þjóð sinni,
en undir niðri kraumar samt enn
þá spurningin sem greypt er inn í
Þjóðarsálina: „How do you like
Iceland?"
STJÖRNUGJÖf DV
tét ic
Nói alblnói ★★★i
Dark Blue ★ ★★
HULK ★ ★★
Phone Booth ★★★
Charlie Angels Full Throhle ★ ★
Hollywood Ending ★ ★
Anger Management ★★
2 Fast 2 Furious ★★
Jet Lag ★★
Matrix Reloaded ★★
Bringing Down the House ★ ★
Lizzie McGuire Movie ★i
Dumb and Dumberer i
Stöð 2
Stöð 2 sýnir íjórar kvikmyndir f
kvöld. Sú fyrsta hefst klukkan 19.00
og nefnist Bubble, eða Blöðru-
strákur. Myndin fjallar um Jimmy
Livingston sem þarf að hírast í
plastkúlu allt sitt líf. Hann fæddist
án ónæmiskerfis og þarf því á sér-
stakri meðhöndlun að halda.
Jimmy reynir samt að gera gott úr
öllu saman en þegar draumadísin
hans er á leið í hnapphelduna með
öðrum manni hinum megin á
hnettinum er okkar manni brugð-
ið. En Jimmy deyr ekki ráðalaus og
er staðráðinn í að vinna hjarta
stúlkunnar sem hann elskar.
Klukkan 21.00 hefst svo spennu-
myndin From Hell, eða Djöfull í
mannsmynd. Ódæðisverk eru
framin f Whitechapel í Lundúnum
árið 1888. Ibúarnir eru óttaslegnir
og eru þeir þó ýmsu vanir í eymd
sinni og örbirgð. Fórnarlömbin eru
konur og það er ljóst að hinn blóð-
þyrsti morðingi hefur ekki fengið
nægju sína. Lögregluvarðstjórinn
Fred Abberline tekur að sér málið
en til að leysa það verður hann að
leggja líf sitt að veði.
True Lies, eða Sannar lygar, hefj-
ast klukkan 23.05. Þetta er spenn-
andi mynd um njósnarann Harry
Tasker sem er karl í krapinu. Hann
þreytist ekki á að bjarga lands-
mönnum frá hryðjuverkamönnum
en getur hann bjargað hjónabandi
sínu? Maltin gefúr þrjár stjörnur.
Síðasta myndin á dagskrá Stöðv-
ar 2 er Boiler Room, eða Kyndiklef-
inn. f fjármálaheiminum snýst allt
um peninga, völd, losta og græðgi.
Þannig er því að minnsta kosti
háttað hjá Seth Davis og félögum
hans í þekktu fjármálafyrirtæki.
Davis ætlar sér skjótfenginn gróða
en rekst á ýmsar hindranir á vegin-
um og kynnist fljótt dökkum hlið-
um fjármálaheimsins. Myndin
hefst klukkan 3.20.
RÚV
Fyrsta kvikmyndin á dagskrá
RÚV hefst klukkan 20.15 og heitir
Faðir brúðarinnar II. Þeir sem sáu
fyrri myndina vita að hún fjallaði
um mann sem tók það ákaflega
nærri sér þegar dóttir hans gekk í
hjónaband. í þessari mynd er hon-
um öllum lokið þegar hann kemst
að því að hún ædar Ifka að verða
mamma.
Klukkan 22.00 hefst svo myndin
Umdeildur erfingi, The Tichborne
Claimant. Árið 1866 hverfur sir
Roger Tichborne, ungur breskur
aðalsmaður og einn ríkasti maður
sinnar kynslóðar, þegar hann er í
hnattsiglingu. Tfu árum síðar ber-
ast af þvf fregnir til Englands að til
hans bafi sést í Suður-Ameríku og
Ástralíu. Tichborne-fjölskyldan
gerir dyggan þjón sinn út af örkinni
til að hafa uppi á erfingjanum. Eftir
margra ára leit snýr þjónninn aftur
heim og hefur með sér mann sem
kveðst vera sir Roger. Hann gerir
tilkall til auðæfa íjölskyldunnar en
sumir eru efins um að hann sé sá
sem hann segist vera og úr verður
eitt af frægari dómsmálum enskrar
sögu.
Sfðasta myndin á dagskrá RÚV
hefst klukkan 23.35 og nefnist Full-
komið morð. Auðkýfingur á allt
sem hann þráir utan eitt: tryggð
konu sinnar, og því tekur hann til
sinna ráða.
4 GHOST SHIP
FOURFEAEHERS
BONUSVIDEO
Leigan í þínu hverfi
'■■***** «|
ignBaM
1