Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Page 8
8 FRtmK LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Afsláttur og flugeldar Verðmunur á námsbókum SKEMMTANIR: Sunnudagurinn 24. ágúst er lokadagur Fjöl- skyldugarðsins en eftir þann dag tekur hefðbundin vetrar- dagskrá við. Ekki er þó lokað öllum tækjum yfir veturinn. Þannig gengur lestin yfirleitt allarhelgaríveturauk hringekjunnar þegar veður leyfir. Sértakt tilboð verður á dagpössunum í tækin þennan lokadag en einn passi mun þá kosta 500 krónur. Að kvöldi sunnudagsins er síðan kvöldopnun í garðinum og er aðgangur þá ókeypis. Þá verð- ur opið frá klukkan 21 til 22. Kvöldinu lýkur síðan með glæsilegri flugeldasýningu sem lýsa mun upp Laugardal- inn. VERÐLAG: Griffill var oftast með lægsta verð á skólabók- um í könnun sem verðlagseft- irlit ASÍ framkvæmdi í níu bókaverslunum á höfuðborg- arsvæðinu 20. ágúst. Er verð- munurinn allt að 96%. Könn- unin var í tveimur hlutum, ann- ars vegar var skoðað verð á tíu algengum námsbókatitlum og hins vegar fjórum algengum orðabókum fyrir námsmenn á framhaldsskólastigi. f flokknum námsbækur voru átta titlar til í meirihluta verslana og var Griffill með lægsta verðið í fimm tilfellum og Bóksala stúd- enta þrisvar. Bóksalan Hamra- borg var oftast með hæsta verð á námsbókum. Griffill var einnig oftast með lægsta verð í þeim fjórum orðabókatitlum sem skoðaðar voru, eða þrisvar. Penninn-Eymundsson var þrisvar með hæsta verð á orðabókum. Verðmunurinn á námsbókum er minnstur 11% en fór í þrisvar yfir 50%, hæst í 96% á titlinum Stærðfræði 3000. Munur á hæsta og lægsta verði orðabóka í könnuninni er á bil- inu 43-80%. Flóabandalagið veikir sam- stöðuna í kjarasamningum segir Aðalsteinn Á. Baldursson á Húsavík Flóabandalagið, þ.e. verkalýðs- félögin Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, munu hafa samflot við næstu kjarasaminga. Forsvarsmenn þeirra telja að svo vel hafi tekist til við síðustu kjara- samninga að full ástæða sé til að halda þvf samfloti áfram. Það mun ekki vera alls kostar í sátt við sum verkalýðsfélög á landsbyggðinni sem vilja að öll félag innan Starfs- greinasambandsins komi sameig- inlega að næstu kjarasamingum. Þannig hefur formaður Starfs- greinasambandsins mælt með því að öll félag þess komi fram sameig- inlega en varaformaður Starfs- greinasambandsins, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, er greinilega á annarri skoðun. Gylfi Arnbjörnsson, skrifstofu- stjóri Alþýðusambands íslands, segir verkalýðsfélögin vera byrjuð undirbúning að nýjum kjarasam- ingum, m.a. sé Starfsgreinasam- bandið f heild sinni að hefja undir- búning að endurnýjun samninga. „Fyrsta viðfangsefnið er að gera viðræðuáætlun og ég veit ekki bet- ur en að sú vinna sé að fara í gang með eðlilegum hætti. Samningar eru lausir um áramótin hjá Starfs- greinasambandinu en í marsmán- uði hjá iðnaðarmönnum og fleiri. Væntanlega verður kröfugerð lögð fram á haustmánuðum eftir að um- ræður hafa farið fram innan verka- lýðsfélaganna en félögin hafa beitt og munu beita skoðanakönnunum ril aðfma8rSka sSm Það er mikið °ð 9erOSt í una og setja í gang þjóðfélaginu og fólk sem undirbúning. Það hefur 9Q tH J QQ þúsund krónur í mánaðarlaun Það er mikilvægt að heyra rödd hins almenna félaga. Þetta ferli er því að fara á fullt skrið," segir Gylfi Arn- björnsson. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður matvælasviðs Starfs- greinasambandsins, segir að komið hafi fram á fundi framkvæmda- stjórnar Starfsgreinasambandsins að Flóabandalagið vilji hafa náið og gott samband við landsbyggðarfé- lögin. „Þetta er breyting frá því í kjara- samningum árið 2000, þá var ekki hefur ákveðnar vænt- ingar, býst við veruleg- um hækkunum. Það bíð- ur okkar að sækja. um neitt samstarf að ræða. Þá klauf Flóabandalagið sig út úr samstarf- inu og við vissum alls ekki hvað þeir voru að gera. Ég hefði viljað sjá öll félög innan Starfsgreinasam- bandsins fara fram saman sem ein heild. Samstaðan er það vopn sem við höfum og reynist best. Uthlaup Flóabandalagsins eru mér von- brigði en ég vona samt að óskir þeirra um gott samstarfvið okkur á landsbyggðinni leiði til þess að þótt starfandi verði tvær samn- inganefndir verði ein viðræðunefnd við atvinnurek- endur og ríkis- stjórn. Það veikir samningsstöðu okkar að ekki skyldi takast að Starfsgreinasam- bandið kæmi saman sem ein heild," segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son. Aðalsteinn telur að öll önnur fé- lög utan Flóabandalagsins muni vinna saman, Starfsgreinasam- bandið muni ekkj klofna frekar því að unnið hafi verið mjög vel í að því að treysta sambandið, sem stofnað Aðalsteinn Á. Baldursson. var upp úr gamla Verkamannasam- bandinu, og komið hafi verið í veg fyrir átök sem það einkenndu. - Verða þetta erfiðir kjarasamn- ingar? „Já, þeir verða erfiðir. Misskipt- ing kjara f þjóðfélaginu er alltaf að aukast og það virðist vera afskap- lega erfitt að sporna við henni. Ný- Gylfi Arnbjörnsson. lega kom fram hvað menn borga í skatta og þar sést að sumir borga í skatta það sem margir hafa í tekjur yfir árið. Það er mikið að gerast í þjóðfélaginu og fólk sem hefur 90 til 100 þúsund krónur í mánaðar- laun hefur ákveðnar væntingar, býst við verulegum hækkunum. Það bíður okkar að sækja." gg@dv.is Litlu andar- ungarnir, all- ir synda vel Fyrstu andarungarnir á þessu sumri komu í heiminn í Hús- dýragarðinum í gær. Þeir eru fjórir talsins og er mamman aliönd af blendingskyni. Margrét Dögg Halldórsdóttir yfir- dýrahirðir segir þetta vera fyrstu andar- ungana í garðinum í sumar. Þeir séu reyndar dálítið seint á ferðinni enda komið fram yfir miðjan ágúst. Anda- mamman er ekki af hreinræktuðu kyni heldur blönduð en um átta slíkir blend- ingar eru í garðinum. Þá eru þar líka nokkrar hreinræktaðar pekingendur. „Við vissum ekki að öndin lægi á FALLEG SJÓN: Litlu andarungarnir vöktu mikla forvitni gesta I Húsdýragarðinum í gær og sýndu par og sönnuðu að allir kunna þeir að synda vel. STOLT ANDAMAMMA: Hún var ekkert að básúna það, þessi andamamma í Húsdýragarð- inum, að hún ætti von á ungum. Kom hún sér fyrir í kjarri í felum fyrir mannfólkinu meðan hún lá á eggjunum. Síðan kom hún óvænt kjagandi með þessa litlu hnoðra í gærmorgun, gestum og starfsmönnum garðsins til mikillar ánægju. DV-myndir HARI. eggjum. Hún hafði rölt héma upp á hreindýrastykkið fyrir nokkm og horfið þar inn í trjámnna. Svo kom hún óvænt kjagandi með þessa Ijóra unga í morgun," sagði Margrét í sam- tali við DV síðdegis í gær. Hún segir Húsdýragarðinn í Laugardalnum hafa verið vel sóttan virka daga í sum- ar. Veðrið hafi hins vegar verið svo gott um helgar að fólk virðist frekar hafa farið út úr bænum en lagt leið sína í Húsdýra- eða ijölskyldugarð- inn. í dag er þar opið frá klukkan 10 til 18 en á morgun er síðasti dagurinn sem opið er. Þá verður opnað klukkan níu og dagskránni lýkur svo með veg- legri flugeldasýningu klukkan 22 um kvöldið. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.