Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 8
8 FRtmK LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Afsláttur og flugeldar Verðmunur á námsbókum SKEMMTANIR: Sunnudagurinn 24. ágúst er lokadagur Fjöl- skyldugarðsins en eftir þann dag tekur hefðbundin vetrar- dagskrá við. Ekki er þó lokað öllum tækjum yfir veturinn. Þannig gengur lestin yfirleitt allarhelgaríveturauk hringekjunnar þegar veður leyfir. Sértakt tilboð verður á dagpössunum í tækin þennan lokadag en einn passi mun þá kosta 500 krónur. Að kvöldi sunnudagsins er síðan kvöldopnun í garðinum og er aðgangur þá ókeypis. Þá verð- ur opið frá klukkan 21 til 22. Kvöldinu lýkur síðan með glæsilegri flugeldasýningu sem lýsa mun upp Laugardal- inn. VERÐLAG: Griffill var oftast með lægsta verð á skólabók- um í könnun sem verðlagseft- irlit ASÍ framkvæmdi í níu bókaverslunum á höfuðborg- arsvæðinu 20. ágúst. Er verð- munurinn allt að 96%. Könn- unin var í tveimur hlutum, ann- ars vegar var skoðað verð á tíu algengum námsbókatitlum og hins vegar fjórum algengum orðabókum fyrir námsmenn á framhaldsskólastigi. f flokknum námsbækur voru átta titlar til í meirihluta verslana og var Griffill með lægsta verðið í fimm tilfellum og Bóksala stúd- enta þrisvar. Bóksalan Hamra- borg var oftast með hæsta verð á námsbókum. Griffill var einnig oftast með lægsta verð í þeim fjórum orðabókatitlum sem skoðaðar voru, eða þrisvar. Penninn-Eymundsson var þrisvar með hæsta verð á orðabókum. Verðmunurinn á námsbókum er minnstur 11% en fór í þrisvar yfir 50%, hæst í 96% á titlinum Stærðfræði 3000. Munur á hæsta og lægsta verði orðabóka í könnuninni er á bil- inu 43-80%. Flóabandalagið veikir sam- stöðuna í kjarasamningum segir Aðalsteinn Á. Baldursson á Húsavík Flóabandalagið, þ.e. verkalýðs- félögin Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, munu hafa samflot við næstu kjarasaminga. Forsvarsmenn þeirra telja að svo vel hafi tekist til við síðustu kjara- samninga að full ástæða sé til að halda þvf samfloti áfram. Það mun ekki vera alls kostar í sátt við sum verkalýðsfélög á landsbyggðinni sem vilja að öll félag innan Starfs- greinasambandsins komi sameig- inlega að næstu kjarasamingum. Þannig hefur formaður Starfs- greinasambandsins mælt með því að öll félag þess komi fram sameig- inlega en varaformaður Starfs- greinasambandsins, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, er greinilega á annarri skoðun. Gylfi Arnbjörnsson, skrifstofu- stjóri Alþýðusambands íslands, segir verkalýðsfélögin vera byrjuð undirbúning að nýjum kjarasam- ingum, m.a. sé Starfsgreinasam- bandið f heild sinni að hefja undir- búning að endurnýjun samninga. „Fyrsta viðfangsefnið er að gera viðræðuáætlun og ég veit ekki bet- ur en að sú vinna sé að fara í gang með eðlilegum hætti. Samningar eru lausir um áramótin hjá Starfs- greinasambandinu en í marsmán- uði hjá iðnaðarmönnum og fleiri. Væntanlega verður kröfugerð lögð fram á haustmánuðum eftir að um- ræður hafa farið fram innan verka- lýðsfélaganna en félögin hafa beitt og munu beita skoðanakönnunum ril aðfma8rSka sSm Það er mikið °ð 9erOSt í una og setja í gang þjóðfélaginu og fólk sem undirbúning. Það hefur 9Q tH J QQ þúsund krónur í mánaðarlaun Það er mikilvægt að heyra rödd hins almenna félaga. Þetta ferli er því að fara á fullt skrið," segir Gylfi Arn- björnsson. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður matvælasviðs Starfs- greinasambandsins, segir að komið hafi fram á fundi framkvæmda- stjórnar Starfsgreinasambandsins að Flóabandalagið vilji hafa náið og gott samband við landsbyggðarfé- lögin. „Þetta er breyting frá því í kjara- samningum árið 2000, þá var ekki hefur ákveðnar vænt- ingar, býst við veruleg- um hækkunum. Það bíð- ur okkar að sækja. um neitt samstarf að ræða. Þá klauf Flóabandalagið sig út úr samstarf- inu og við vissum alls ekki hvað þeir voru að gera. Ég hefði viljað sjá öll félög innan Starfsgreinasam- bandsins fara fram saman sem ein heild. Samstaðan er það vopn sem við höfum og reynist best. Uthlaup Flóabandalagsins eru mér von- brigði en ég vona samt að óskir þeirra um gott samstarfvið okkur á landsbyggðinni leiði til þess að þótt starfandi verði tvær samn- inganefndir verði ein viðræðunefnd við atvinnurek- endur og ríkis- stjórn. Það veikir samningsstöðu okkar að ekki skyldi takast að Starfsgreinasam- bandið kæmi saman sem ein heild," segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son. Aðalsteinn telur að öll önnur fé- lög utan Flóabandalagsins muni vinna saman, Starfsgreinasam- bandið muni ekkj klofna frekar því að unnið hafi verið mjög vel í að því að treysta sambandið, sem stofnað Aðalsteinn Á. Baldursson. var upp úr gamla Verkamannasam- bandinu, og komið hafi verið í veg fyrir átök sem það einkenndu. - Verða þetta erfiðir kjarasamn- ingar? „Já, þeir verða erfiðir. Misskipt- ing kjara f þjóðfélaginu er alltaf að aukast og það virðist vera afskap- lega erfitt að sporna við henni. Ný- Gylfi Arnbjörnsson. lega kom fram hvað menn borga í skatta og þar sést að sumir borga í skatta það sem margir hafa í tekjur yfir árið. Það er mikið að gerast í þjóðfélaginu og fólk sem hefur 90 til 100 þúsund krónur í mánaðar- laun hefur ákveðnar væntingar, býst við verulegum hækkunum. Það bíður okkar að sækja." gg@dv.is Litlu andar- ungarnir, all- ir synda vel Fyrstu andarungarnir á þessu sumri komu í heiminn í Hús- dýragarðinum í gær. Þeir eru fjórir talsins og er mamman aliönd af blendingskyni. Margrét Dögg Halldórsdóttir yfir- dýrahirðir segir þetta vera fyrstu andar- ungana í garðinum í sumar. Þeir séu reyndar dálítið seint á ferðinni enda komið fram yfir miðjan ágúst. Anda- mamman er ekki af hreinræktuðu kyni heldur blönduð en um átta slíkir blend- ingar eru í garðinum. Þá eru þar líka nokkrar hreinræktaðar pekingendur. „Við vissum ekki að öndin lægi á FALLEG SJÓN: Litlu andarungarnir vöktu mikla forvitni gesta I Húsdýragarðinum í gær og sýndu par og sönnuðu að allir kunna þeir að synda vel. STOLT ANDAMAMMA: Hún var ekkert að básúna það, þessi andamamma í Húsdýragarð- inum, að hún ætti von á ungum. Kom hún sér fyrir í kjarri í felum fyrir mannfólkinu meðan hún lá á eggjunum. Síðan kom hún óvænt kjagandi með þessa litlu hnoðra í gærmorgun, gestum og starfsmönnum garðsins til mikillar ánægju. DV-myndir HARI. eggjum. Hún hafði rölt héma upp á hreindýrastykkið fyrir nokkm og horfið þar inn í trjámnna. Svo kom hún óvænt kjagandi með þessa Ijóra unga í morgun," sagði Margrét í sam- tali við DV síðdegis í gær. Hún segir Húsdýragarðinn í Laugardalnum hafa verið vel sóttan virka daga í sum- ar. Veðrið hafi hins vegar verið svo gott um helgar að fólk virðist frekar hafa farið út úr bænum en lagt leið sína í Húsdýra- eða ijölskyldugarð- inn. í dag er þar opið frá klukkan 10 til 18 en á morgun er síðasti dagurinn sem opið er. Þá verður opnað klukkan níu og dagskránni lýkur svo með veg- legri flugeldasýningu klukkan 22 um kvöldið. hkr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.