Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003DV25 DV-myndir Teitur Berin eru sett með stilkum og smávegis laufi út í pott ásamt sykrinum og hrært vel í til að forðast að brenni við. Nauðsyn- legt er að eitthvað af berjunum sé enn óþroskað til að hlaupið stífni. Hér hefur Margrét gripið ausuna eftir að hafa soðið berin og syk- urinn í fjórar mínútur. Nauðsyn- legt er að halla sigtinu sitt á hvað til að saftin renni óhindrað í gegn því hleypiefnið í berjun- um fer strax að segja til sín. Krukkurnar eru nýkomnar út úr heitum ofni og er nauðsynlegt að setja þær á klút því séu þær látnar á kalt borð geta þær sprungið. Lokin eru soðin í sjóð- andi vatni. Margrét hellir krukk- urnar fullar og leyfir hlaupinu að kólna áður en hún setur lokin á. Frískleg freyðivín frá Santero á Ítalíu að hætti Eggerts Isdals hjá RJC Sumarið, sem reyndar er brátt á enda, er tími freyðivínanna. Mannamót í góða veðrinu, hátíðleg tækifæri, eins og brúð- kaup, eða bara gleðin yfir lífinu er ærið tileftii til að taka tappann úr kampa- eða freyðivínsflösku. Mikið úrval freyðivína er til í verslunum ÁTVR og ætti hver að finna eitthvað við sinn smekk. Mörg vínanna eru ágæt þótt gallhörðum kampavíns- mönnum þyki kannski ekki mikið til koma. í sumarlok fara garðeigendur og aðrir ræktendur að huga að uppskerunni og vinna úr henni eins og sjá má hér til hlið- ar og þar sem rifsberjahiaup er á dagskrá fannst okkur ekki úr vegi að kynna til sög- unnar nokkur freyðvín. Að auki er spáð ágætu veðri um helgina og því ekki úr vegi að eiga freyðivínsflösku í ísskápnum. Eggert fsdal hjá Rolf Johansen & Co. býður nokkrar freyðivínstegundir frá fyr- irtækinu Santero en það fyrirtæki er í Piemonte á I’talíu og sérhæfir sig einmitt í framleiðslu á freyðivínum. Hér á mark- aðnum eru fjögur freyðivín fáanleg frá fyrirtækinu. Tvö ný freyðivín ffá Santero fást nú í verslunum ÁTVR, Villa Jolanda Prosecco og Villa Jolanda Rosso Imperiale, en flösku af því síðarnefnda má sjá hér til hliðar. Villa Jolanda Prosecco er gert úr pros- eccoþrúgunni og er þurrt og ferskt og ffekar ilmríkt og hentar sérstaklega vel sem fordrykkur á undan mat. Flaskan af Villa Jolanda Prosecco kostar 890 krónur í ÁTVR. Villa Jolanda Rosso Imperiale var fyrst kynnt á Vinitaly í aprfl síðastliðnum. Þetta freyðvín er rautt að lit, sætt og með mildu berjabragði. Tilvalið er að skála í því eða að hafa með eftirréttum. Best er að hafa sætu freyðivínin vel kæld þegar þau eru drukkin en þannig haldast þau ferskari á bragðið. Flaskan af Vifla Jolanda Rosso Imperiale kostar 750 krónur í ÁTVR og hefur þegar hlotið góðar viðtökur. Af öðrum freyðivínum ffá Santero ber fyrst að nefna Asti Spumante sem um árabif hefur verið eitt söluhæsta Asti- freyðivínið á markaðnum. Enda er það á mjög hagstæðu verði í verslunum ÁTVR, 600 krónur flaskan. Vínið hlaut guflverð- laun á Vinitaly 2003 en það er stærsta vín- sýningin sem haldin er árlega í Verona á Ítalíu. Þetta er mjög vel gert vín, létt og af- ar frísklegt, með ffekar sætu bragði og mildum keim af moscato bianco þrúg- unni sem það er framleitt úr. Annað vín frá Santero, sem selst hefur í gífurlegu magni í verslunum ÁTVR og sjá má hér til hliðar, er freyðivínið Santero Moscato. Þetta er satt best að segja hræódýrt vín en flaskan kostar ekki nema 470 krónur. Þetta ágæta freyðivín er afar vinsælt við brúðkaup og víst að það hefur gutlað í ófáum glösum í brúðkaupum sumarsins. Santero Moscato er gert úr sömu þrúgu og Asti Spumante en er að- eins bragðmeira og einnig aðeins veikara þegar litið er til vínandastyrks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.