Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. Það borgar sig að athuga vöruverðið vel Nærri helmingsmunur á sams konar vörum [ DB í innkaupaleiðangri fyrir neytendur ] Vörutcgund Kjöt i dýrari 11.760 í ódýrari 4.580 mismunur. 7.180 Rauðkál 1.187 869 318 Gr. baunir 484 174 310 Gulrætur 453 340 113 Aspargus 1.344 757 587 Sulta 768 287 481 Ávaxtasafi 626 368 258 Cocktailáv. 741 596 145 Niðurs. jarðaber 827 663 164 Niðurs. perur 668 445 223 Niðurs. ferskjur 566 441 125 Kaffi 704 555 149 Kókómalt 1.598 1.023 575 Kókó 1.898 1.487 411 Kerti 306 154 152 Servíettur 838 329 509 Andl. þurrkur 526 467 59 Klósettpappír 397 113 224 Samtals 25.691 13.708 11.983 Ótrúlegur rrusmunur Mesti verðmunurinn er að sjálf- sögðu á kjötinu. 1 dýrari körfunni var hambomborgarhryggur, en kg af honum kostar 5.516 kr. 1 ódýru körfunni var úrbeinaður lamba- hryggur, kg af honum kostar 2200 kr. Rauðkálið vár erlend. innlent rauðkál var heldur dýrara í stærri pakkningunum en kom hagstæðara út en það erlenda i niinni pakkningum. Griðarlegur verðmunur er á grænum baunum, eða 310 kr. á hálfdósinni. Þó er verðmunurinn einna mestur á aspargusnum. Sá dýrari er einstaklega góð vara sem hægt er að treysta fullkomlega. Ódýrari aspasinn var ivið styttri en sá dýrari — en er að öðru leyti samt mjög sambærilegur. Mikið úrval er af alls kyns sultum á markaðnum. Verðrhunur innan sultutegundanna er geysilega mikill eins og sjá má. Sú dýrasta sem við fundum kostaði 768 kr. (hindberl en sú ódýrasta 287 kr. Langódýrustu sulturnar eru frá Austantjalds löndunum, en Guðjón sagði að það væri prýðisgóð vara. Dýrustu sulturnar eru frá Englandi. Islenzku sulturnar voru frekar i dýrari kantinum. Mikill munur var á ávaxtasafanum. en við völdum útlendan. Þar kemur íslenzki safinn vel út. Hann er í rauninni ódýrari en sá útlendi — en ekki sambærilegt að taka hann með i þennan samanburð vegna þess að miklu meira endanlegt magn keniur úr islenzku flöskunum. vegna þess að safinn er þykkri. Mjög svipað verð er á öllum íslenzka safanum. Dýrasta kaffið kostaði 704 en það var „útlent". Það ódýrasta er ein algengasta „islenzka" tegundin á 555 kr. pakkinn. Mikill verðmunur var á kókómaltinu og kókóinu en það getur legið i mismunandi sendingum. Þannig verðmismunur er alltaf fyrir hendi og verður fólk að athuga sinn gang vel. Að visu var aðeins smá vægilegur stærðarmunur á kókómalt- dósunum hvað sú dýrari var ivið stærri. en það var ekki rnunur sent skiptir verulegu máli. Mikill verðmunur var á kertunum. sem eru alveg sambærileg að gæðum. Mismunandi verð var á mismunandi litum kertum (innan sama merkis) en það stafar af þvi að litirnir eru ekki allir jafn vinsælir. Hins vegar var hægt að fá miklu ódýrari kerti (í spamaðarpakkningu), en þau voru öðru vísi og ekki sambærileg við þau sem við völdum okkur. Sama sem enginn verðmunur var á andlits- þurrkunum (tissue) enda gæðin mjög svipuð. Hins vegar var furðulega mikill verðmunur á klósettpappirnum. Sá dýrari er mun mýkri en sá ódýrari — hins vegar er sá dýrari sennilega mun ódrýgri. Þannig er mismunurinn raunverulega meiri en verðið segir til um. Hér er ekki verið að vega að einurn eða neinum i sambandi við vöruverðið. Aðeins er verið að sýna fram á að það borgar sig svo sannar- lega að athuga verðið á öllum tegundunum þegar innkaup eru gerð — Það munar um minna en næstum þvi helmingsverðmismun á átján vörutegundum. — Það tók okkur Bjarnlcif Ijósmyndara að visu rúmlega klukkutima að verzla þetta smáræði. en það var klukkutimi. sem sannarlega borgaði'sig vel. •A.Bj. Neytendasíðan brá á leik á fimmtu daginn og fór í innkaupaleiðangur inn í SS- í Glæsibæ. Þar er griðarlegt vöru- úrval — verðið innan hverrar teg undar er einnig mjög mismunandi. Við völdum vörur í tvær innkaupa- körfur. 1 aðra körfuna völdum við vörur i dýrasta verðflokki — en i hina körfuna það ódýrasta sem við gátum fundið með aðstoð verzlunarstjórans Guðjóns Guðmundssonar. — Mis munurinn á verðinu var ótrúlega mikill — það munaði næstum þvi helmingi. Dýrari karfan lagði sig á 25.691 kr. en sú ódýrari á 13.708. Oftvaliðaf handahófi Þetta sýnir svo ekki verður um villzt að það margborgar sig að athuga vel sinn gang þegar verið er að kaupa inn ti! heimilisins. Oft á tíðum má sjá fólk ganga framhjá hillunum i stórverzlunum og velja af handahófi ofan i innkaupa- körfuna án þess að svo mikið sem gá á verðmiðann á dósum og pökkuni sem standa í löngum röðum á hillunum. Það eru til um tiu tegundir af grænum baunum. firnnt eða sex tegundir af niðursoðnum ávöxtum. sultu. aspargus. gulrótum og yfirleitt öllu sem á boðstólum er. Þegar við völdum i innkaupakörf- urnar okkar reyndum við að velja sams konar vörur og eins af sömu stærð. Skeikar þó aðeins til i einstaka tilfelli. — það breytir þó litlu uni verðmuninn. í sumurn tilfellum borgar sig að hafa litla vasatölvu meðferðis i inn- kaupaferðina. Stundum eru söniu vörurnar til i mismunandi pakkningum og getur verið snúið að reikna út einingarverð í huganum. þvi oft er um flþknar tölur að ræða. Vörurnar í körfunum Það sem við keyptum var eftirfarandi: Hvað eigum við að kalla körfurnar, spurði Guðjön verzlunarstjóri, þegar við höfðum lokið við að velja það dýrasta og það ódýrasta. Okkur leyst ekki á að kalla þá ödýru „kreppu-kðrfu” þvi hítn var svo sannarlega engin kreppukarfa. Mismunurinn á verðinu á vörunum í þessum tveimur körfum er tæpar 12 þúsund kr. — Allt var vandlega skrifað niður til þess að ekki færi neitt milli mála. Guðjón, starfsstúlkur i Glæsibæ siðunnar ganga úr skugga um að allt sé rétt verðmerkt. DB-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson. iii og blm. Neytenda-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.