Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 40
Forsíðufrétt í New York Times: „Islendingar óttast óbætanlegt tjón af völdum verðbólgunnar" „íslendingar berjast við verðbólguna og óttast að bíða óbætanlegt tjón,” segir í forsíðufyrir- sögn i bandaríska blaðinu New York Times síðastliðinn föstudag. Blaðið segir að íslendingar greiði nú fyrir „einn ís” með tékka og þeir geti selt tveggja ára ryðgaða bíla sina á tvöföldu þvi verði sem þeir keyptu þá á. Landlægt kvalræði þjóðarinnar, kuldi, stormur og eldgos, virðist viðráðanlegt í samanburði við verðbólguna. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstöðumanni Þjóðhags- stofnunar, að menn eyði alltof miklum tíma i að „hlaupa á sama stað”. Margir óttist, segir blaðið, að íslenzkt þjóðfélag hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni og unga kynslóðin hafi misst alla trú á sparnað og áætlanagerð. Blaðið bendir á, að fiskverð sé óstöðugt. Islendingar hafi almanna- tryggingakerfi byggt eftir norrænum fyrirmyndum, sem verði sífellt dýrara. Tillögur um að draga úr því mæti almennri andspyrnu. Mikil eftirspurn sé síðan eftir neyzluvörum og séu menn kannski að bæta sér upp erfiða veðráttu á þann hátt. Við bætist verðbótakerfi á kaup. Atvinnuleysi hafi verið innan við eitt prósent. Í fréttinni eru viðtöl við nokkra lslendinga. Meðal annars er haft eftir Bjarna Braga Jónssyni, hagfræðingi Seðlabankans, að engin stór þjóð gæti lifað við slíka verðbólgu og Íslendingar glíma nú við. HH. Með kveðju frá Jótlandi og Þing- völlum — fyrstu jólatrén að koma til borgarinnar Þessa dagana eru jólatré að byrja að berast til borgarinnar og að venju koma stóru torgtrén, eins og þau eru nefnd, fyrst. Hjá Landgræðslusjóði fréttum við í morgun að stóru trén og önnur innflutt tré koma frá Jótlandi, en islenzku trén aðallega úr Skorradal og Þjórsárdal. Þó rakst Sveinn Þormóðsson á hlaðinn bíl jólatrjáa frá Þingvöllum, en þar er verið að grisja lítillega. Aðalsendingin erlendis frá kemurámorgun. -G.S. Hlaðinn bill jólatrjáa frá Þingvöllum. DB-mynd Sv. Þorm. sem mun prýða eitthvert torgið um þessi jól. DB-mynd: Sv. Þorm. „HALUERINGAR” MEÐ HEITTIGLASI Hrói höttur heldur áfram að birtast á Hallærisplaninu I Reykjavík og bjóða „Haliæringum” upp á heitt kakó eða súpu. Það hefur gert lukku þar I nepjunni að undanförnu og er eitt glas af heitum drykk á við þriggja tíma endurnýjun og upphitun. Hallæringar eru íðallega frískir krakkar og blácdrú og þ.vkir gott að fá heitan drykk — sérlagað kakóTóta munks. DB-mynd: Sv. Þorm. frjálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 27. NÓV. 1978. Stal 15 f löskum af sterku víni — oggekk síðaní faðm lögreglunnar Rúmlega tvitugur maður var hand- tekinn aðfaranótt laugardagsins eftir að hann hafði stolið 15 flöskum af sterku vini í Klúbbnum. Maðurinn leyndist í veitingahúsinu þá er lokað var klukkan eitt, en húsið ér venjulega mannlaust orðið fyrir klukkan tvö á slikum dögum. Maðurinn braut upp skápa á tveimur börum i húsinu og fyllti tvo plastpoka, áður en hann hélt á braut um klukkan hálffimm um morguninn. Hann gekk síðan fram á lögreglubil á Sundlaugavegi og varð þá hræddur, faldi hvíta pokana í snjónum og tók til fótanna. Þótti lögreglumönnum hegðan mannsins undarleg og leiddi það til handtöku hans. Vitni gaf sig siðar fram sem hafði séð felustað plast- pokanna með innihaldinu sterka og játaði maðurinn verknað sinn og skýrði alla söguna eftir næturlangt gæzluvarðhald. •ASt. Mikið tjón af eldi i Skipasundi Rétt fyrir klukkan eitt í gær kom upp eldur í bilskúr að Skipasundi 21. Magnaðist eldurinn mjög fljótt og varð ekki við ráðið fyrr en brunnið hafði bifreið af Cortinagerð árgerð 1971 ásamt tjaldvagni. Er tjónið af brunanum því verulegt, því auk áður nefndra dýrra hluta urðu talsverðar skemmdir á bílskúrnum. 1 næsta bilskúr var vörulager geymdur og urðu þar einnig skemmdir af vatni og reyk. -ASt. Verkamanna- sambandið fagnar aðgerðunum Samþykkt var einróma á skyndi- fundi stjórnar Verkamannasambands- ins á laugardaginn að fagna aðgerðum vinstri stjórnarinnar bæði nú fyrir 1. desember og í síðastliðnum september. Stjórnin lýsir einkum ánægju sinni með fyrirhugaðar félagslegar umbætur, sem rikisstjórnin hefur boðað. HH. /y Kaupið\, ,2 TÖLVUR QG TÖLVUUR BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.