Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. um að Teng Hsiao-ping varaforseti tæki við æðstu völdum i Kina. Jafn- framt er þess krafizt að hinir háttsettu aðilar sem bældu niður kröfufundina á torgi hins himneska friðar árið 1976 verði reknir frá völdum. Á veggspjöldunum er minnt á að kinverska þjóðin hafi lifað góðu og friðsömu lifi þann tíma sem Chou En lai var forsætisráðherra og Teng hans nánasti aðstoðarmaður. Sagt er að öll um hafi þá verið létt i skapi. Á veggspjöldunum í Peking hefur að undanförnu verið mikið af efni um hina svokölluðu fjórmenninga, þar sem eiginkona hins látna Maos for- manns, Chiang Ching, var i farar- broddi. Að þessu sinni vekur það einna mesta athygli að í fyrsta skipti beinist gagnrýnin gegn Mao sjálfum. Hann er sakaður um að hafa stutt fjór- menningana, sem um þessar mundir þykja hinir verstu menn. Fyrir skömrnu gengu kínversk blöð svo langt að kalla menningarbylting- una á sjötta áratugnum fasistíska. Var þar sagt að mikil hætta hafi verið á að þróunin eftir og i menningarbylting- unni hefði leitt til fasistaeinræðis. Mao er sagður hafa tekið skakkan pól i hæð ina við stjórnarákvarðanir. Hafi hann einnig verið blekktur af háttsettum persónum. Litill vafi er á þvi að þar er átt við eiginkonu hans og stuðnings- menn hennar. Samkvæmt þessum fregnum virðist mega draga þá ályktun að Mao hafi stutt stefnu eiginkonu sinnar og félaga hennar. Má jafnvel ganga svo langt að segja að hin svokallaða fjórmenninga- klíka hefði ekkert verið án stuðnines Maos. Hann hafi raunverulega verið fimmti klíkumeðlimurinn og sá vold- ugasti. Enda fór svo skömmu eftir dauða hans að fjórmenningunum var rutt úr vegi og aðrir tóku við æðstu völdum. En kínversk veggblöð láta sér fátt óviðkomandi ef dæma má af fregnum af þvi sem þar birtist. Meðal þess eru umræður um mannréttindi. Í Ijós hefur komið að þeim hefur verulega verið áfátt í Kina undanfarin ár. Haft er eftir forseta hæstaréttar landsins. Chiang Hua, að komizt hafi upp um mikinn fjölda af dómum sem kveðnir hafi verið upp á fölskum forsendum og jafnvel á grundvelli játninga sem fengizt hafi með pyntingum ákærðu. Að venju er skuldinni skellt á fjór- menningaklikuna. Hvort hér er verið að setja á svið deilur eða um er að ræða heiðarlega gagnrýni er erfitt að segja. Bent er á að ekki sé ócðlilegt að deilur um völd komi upp og standi lengi yfir eftir að einráður og voldugur leiðtogi eins og Mao formaður fellur frá. Slikt gerist oft og hafi ávallt verið að gerast víðs vegar um heiminn. 1. Um sé að ræða útgáfu skuldabréfs vegna kaupa á viðkomandi fasteign. 2. Lágmarkshlutfall heildarverðs fast- eignarinnar sé lánað (bréfið hljóði t.d. upp á 50% eða meira af , heildarverðinu). 3. Lágmarks lánstími yrði t.d. 15 ár. 4. Hámarksvextir verði fremur lágir vegna verðtryggingarinnar, ' t.d.4-5%. Fleiri skilyrði mætti setja, eins finnst mér koma til greina að fella ofanrituð skilyrði niður, þegar reynsla væri komin á lánafyrirkomulagið. í>að fé, sem með þessum hætti er lánað, er ekki tekið frá neinum aðila. Það er einungis tilfærsla milli einstakl- inga. Að visu má segja, að útborgunar- féð sé lika tilfærsla, en þar er þó um annars konar fé að ræða, reiðufé, oftast háar fjárhæðir, sem öllum þykir nauðsynlegt að eyða strax vegna verð- bólgunnar. Mikið fé, sem fengið er á einu bretti er oftast verr notað af eigandanum en það sem kemur í smærri skömmtum. Þensla og óþörf neysla er því meiri við núverandi út- borgunarhlutfall vegn.a þess, að selj- andi stórrar eignar á afgang eftir kaup á litilli eign. Þetta myndi breytast með lækkaðri útborgun, eins og allir sjá. Það leggur enginn i banka þá út- borgun, sem nú fæst út úr hússölu. Sá væri vitlaus maður — peningunum verður að koma í lóg. Hins vegar gegnir öðru máli um að eiga verð- tryggð skuldabréf. Gagnslitlar steinkistur Þeir sem vilja selja stórar fasteignir en kaupa minni, tapa óhjákvæmilega á verðbólgunni í dag, nema strax sé fjárfest í öðru, jafnvel þvi, sem kallast verður óþarfi. Þetta er ástæðan til að þeir selja ekki. Stóru ibúðirnar eru verðmiklar en gagnslausar steinkistur utan um þetta fólk. Með því að gera mönnum mögulegt að fá fullt verð fyrir íbúðir sínar eru þeir hvattir til að selja. " Útkoman verður þjóðfélaginu hagstæð, stóru íbúðirnar nýtast til fulls, og i stað þess að barna- fjölskyldan þurfi að byggja, er nóg að byggja tiltölulega litlar ibúðir fyrir litlar fjölskyldur. Báðir verða ánægðir, og af þjóðartekjunum hefur verið notað mun minna í steinsteypu en annars hefði verið gert. Hér má líka minna á, að skólabygg- ingar nýtast illa i gömlum ibúðahverf- um, en auk þess að nýta skólana betur eru ótal önnur atriði, sem á mætti benda ogspara þjóðfélaginu fé. Ríkisstjórnin hefur hækkað verulega eignaskatta, og má því ef til vill búast við að sá tekjustofn verði notaður meira í framtíðinni en hingað til. Hækkun eignaskattanna hlýtur að verða hvatning til manna um að eiga ekki óþarflega stórt húsnæði. Þar sem það er þjóðfélaginu i hag að íbúðar- húsnæði sem aðrar eignir borgaranna sé nýtt til fulls, hlyti rikisvaldið að veita hinum verðtryggðu skulda- bréfum einstaklinga nokkurt skatt- frelsi, svo sem áður var nefnt. Hægist band- óðaverðbólgan? Siðast en ekki sist má svo gera ráð fyrir þvi, að eftirspurn minnki eftir lánum úr bankakerfinu, og kemur það atvinnuvegunum til góða. Hver veit nema verðbólgan hjaðni lika af þessum sökum? Að koma þessu vísitölukerfi á er mjög ódýrt. fljótlegt og einfalt. Það er bara tiljinn, sem skiptir máli. Að lokum skal á það minnst, að samdráttur kann að verða nokkur í byggingariðnaði um leið og nýting þess húsnæðis. sem til er i landinu yrði betri. Hefur umræða um sam drátt i byggingariðnaði oft þótt við- kvæmt mál, og stjórnmálamennirnir virðast litið vilja hreyfa við þvi sem á einhvern hátt kæmi við byggingar- iðnaðinn. Um það og nokkur önnur atriði mun ég fjalla í næstu grein. Leó E. Löve lögfræðingur 13 N Þegar mjólkin verður of mikil í umræðum hér á landi um út- flutningsbætur og umframframleiðslu á landbúnaðarafurðum hættir mönnum sem standa utan land- búnaðarins til að fullyrða að fram- leiðslukostnaður sé mun hærri hér á landi en í öðrum löndum og öll vandræðin stafi af þvi. Þetta er að - suhiu leyti rétt. þvi hér er tilkostnaður meiri en víða annars staðar. Það er ekki vegna legu landsins eða ódugnaðar bænda. Það er vegna verð- bólgunnar, sem allt hefur sett úr skorðum. Vextir er hvergi hærri. fjárfestinga- og rekstrarvörur er mun hærri og lán til landbúnaðarins mun óhagstæðari hér. en víðast hvar annars staðar. Ef reiknað væri með öllum þessum þáttum og beinum framlögum til land- búnaðarins hér og annars staðar væri niðurstaðan ekki óhagstæð islenskum bændum. Þrátt fyrir betri aðstöðu til búvöruframleiðslu i mörgum löndum en hér á landi, þá er nú svo komið, að heimsmarkaðsverð á flestum búfjár- afurðum er mun lægra en framleiðslu- kostnaður þeirra er, við bestu aðstæður. Þetta á sérstaklega við um ýmsar mjólkurafurðir. Viða er nú reynt að draga úr mjólkurframleiðslunni, en 1 flestum löndum V-Evrópu er veruleg offram- leiðsla á mjólk. Hvað er gert til að draga úr framleiðslunni? Einna róttækastar hafa aðgerðir verið í Kanada og Sviss. 1 þessum löndum hafa bændur fengið úthlutað kvóta, sem miðar við innlegg þeirra i mjólkurbú tvö ár áður en kvótinn er ákveðinn. 1 Kanada fá bændur fullt skráð verð fyrir 90% af framleiðslunni eins og hún var áður, en fyrir það sem umfram er fá þeir um 1/3 af skráðu verði. Kvótinn er mjög hliðstæður í Sviss. í löndum Efnahagsbandalags Evrópu hafa bændur aldrei verið þvingaðir til að draga úr mjólkurfram- leiðslunni, þótt hún hafi skapað geysi- legt vandamál þar. Bændum er tryggt ákveðið lágmarksverð fyrir mjólkina. Það breytir engu þótt þeir auki fram- leiðsluna, verðið lækkar ekki af þeim sökum. Landbúnaðarsjóður EB kaupir smjör og mjólkurduft og safnar þvi í geymslur eða flytur til annarra landa fyrir brot af þvi verði, sem fram- leiðendur fá fyrir þessar vörur. Mjólkurframleiðslan hefur aukist um tæp 2% á ári undanfarin ár, en neyslan staðið nokkurn veginn í stað. Ýmislegt er gert til að auka neysluna innan EB. Haldnar eru smjörútsölur og nemendur í skólum fá ókeypis mjólk, sveitarsjóðir og land búnaðarsjóður EB greiða kostnaðinn af mjólkurdrykkjunni í skólunum. Heilbrigðisstofnanir fá smjör á niðursettu verði, og niðurgreitt undan- rennuduft er notað í fóðurblöndur. Rekinn er mikill áróður fyrir aukinni mjólkurneyslu og varið óhemju fjármagni í því skyni. Þrátt fyrir þetta, safnast birgðir og leitað er lciða til að draga úr framleiðslunni. Ákveðið er nú að draga verulega úr öllum styrkveitingum, sem stuðla Kjallarinn AgnarGuðnason beinlinis aö aukinni framlciðslu, þó eru svæði innan EB undanþegin þessu ákvæði, það á við um trland og Italíu. Ef bændur í EB löndunum skrifa undir samning, þar sem þeir skuld- binda sig til að leggja ekki inn mjólk hjá mjólkurbúum næstu 5 ár, þá fá þeir greidda upphæð, sem svarar til þess, sem þeir hefðu fengið fyrir mjólkurinnlegg, miðað við óbreytta framlciðslu. Þessi greiðsla dreifist á 4—5 ár til bændanna, það fer eftir þvi hvaða búgrein þeir taka upp i stað mjólkurframleiðslunnar. Uppbótakerfið í Noregi Árið 1976 varð veruleg aukning i mjólkurframleiðslu i Noregi. Það stefndi í áframhaldandi aukningu á siöastliðnu ári og samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að mjólkin mundi aukast um 4%. Sama vandamál var hjá Norðmönnum og öðrum að losna við umframmagnið á skaplegu verði. Þvi ákváðu bændasamtökin þar í landi að gripa til aðgerða, sem mundu draga úr mjólkurframleiðslunni, eða að minnsta kosti koma í veg fyrir veru- lega aukningu. Þeir fundu upp nýtt kerfi, það var að verðlauna þá bændur sérstaklega, sem minnkuðu mjólkur- framleiðsluna. Tekið var upp svo- kallað uppbótakerfi. Innvigtunargjald var tekið af allri mjólk, sem barst til mjólkurbúanna. Þetta gjald var síðan endurgreitt þeim bændum, sem minnkuðu mjólkurframleiðsluna. Þessu var hagað þannig, að þótt samdráttur yrði í mjólkurframleiðsl- unni hjá einstökum framleiðenda allt að 6%, þá hélt hann svipuðum nettó- tekjum og hann hefði haft ef fram- leiðslan hefði haldist óbreytt. Á siðast- liðnu ári varð aukning í mjólkurfram- leiðslu í Noregi 0.2%, þannig að þetta kerfi gafst ágætlega. Þvi var ákveðið að halda áfram í ár, að greiða uppbót á mjólk til þeirra bænda, sem draga úr mjólkurframleiðslunni. Vandi mjólk- urframleið- anda á íslandi: Til að tryggja nægilega neyslumjólk allt árið hér á landi, komumst viðekki hjá töluverðri umframframleiðslu eða um 10%. Þcgar mest berst af mjólk til mjólkursamlaganna, er magnið helmingi meira en i þeim mánuðum. sem mjólkin er minnst. Það hefur verið reynt að örfa bændur til að auka haust- og vetrarmjólkina með hærra útborgunarverði, en það hefur ekki dugað til að jafna mjólkurfram- leiðslunaáárið. Heildarmjólkurmagnið i fyrra var um 25% umfram þarfir innlenda markaðarins. Þetta umframmagn er flutt út, aðallega i ostum. en smjörið sett í geymslur. Nú i októbcr var innvegin mjólk, um 9% nieiri en i október i fyrra. þannig að vcruleg aukning hefur orðið i mjólkurfram- lciðslunni á þessu ári. Því gera flestir sér grein fyrir. að ekki dugir aö halda áfram á þessari braut, Þess vegna eru bændasarntökin því meðmælt að nú verði spornaö við og dregið úr mjólkurframleiðslunni. Það verði gert með fóðurbætisskatti og framleiðslugjaldi. Jafnframt fái þeir bændur sérstaka uppbót á mjólkina, sem draga úr framleiðslunni. Þótt mælt sé með ákveðnum tillögum nú, er ómögulegt að segja, nema dottið .verði niður á hagstæðari lausn. Allmargir bændur telja ráð að skammta fóðurbæti og draga þannig úr mjólkurframleiðslunni. Það hafa einnig komið fram raddir um að greiöa þeim bændum sérstaklega sem fækka kúnum. Þá eru þeir til, sem vilja setja á raunverulegt kvótakerfi, líkt og i Kanada. 1 nær öllum löndum þar serh gripið er til aðgerða, sem draga ciga úr fram- leiðslunni, er það sjónarmiö ríkjandi, að ekki megi skerða kjör bænda. Það er reynt með ýmsum ráðum að tryggja bændum óskertar tekjur þótt þeir þurfi að draga úr framleiöslu ákveðinna búvara. Svigrúm í íslenskum landbúnaði er ekki mikið til að breyta um og fara í aðra fram- leiðslu en mjólk og kindakjöt. Þó mætti hugsa sér, eins og ýmsir hafa nefnt, að taka upp nokkrar auka- búgreinar, eins og t.d. loðdýrarækt. alifuglarækt og fiskeldi. Þessar búgreinar koma fyllilega til greina, en það er nú ekki alveg eins auðvelt að hrinda því í framkvæmd eins og margir álita. Að minnsta kosti hefur verið rætt um fiskeldi, sem auka búgrein í áratugi, en lítið þokast í rétta átt á þvi sviði. Ræktun grænmetiks gctur aukist og þar skapast möguleiki til að bæta upp tekjumissi , einnig mætti hugsa sér að kornrækt gæti orðið arðvænleg með suðurströndinni og markaður virðist vera fyrir bygg til brauðgerðar. Það er óliklegt, að lífvænlegra yrði á islandi, ef sveitirnar legðust í eyði og fólkið flyttist i þéttbýlið, það hlýtur því að vera kappsmál allra sæmilcgra hugsandi islendinga að skjót lausn fáist á vandamálum landbúnaðarins. án þess að fólkinu fækki í sveitunum og án þess að skerða þurfi kjör þess fólks, sem vinnur að framleiðslu búvara. Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.