Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 1 Veðrið ^ Vaxandi suðaustan étt um allt land 1 dag. Vestarv og sunnanlands ffer að snjóa og siðan rígna I dag. Veður ffer hlýnandi. Voður kL 6 i morgun: Reykjavik -5 stig og skýjað Gufuskálar -3 stig og skýjað, GoKarviti -6 stig og alskýjað, Akureyrí -12 stig og abkýjað, Rauffarhöfn -6 stig og skýjað, Dalatangi -6 stig og léttskýjað, Höffn i Homafirði 1 stig og skýjað. Þórshöfn I Færeyjum -3 stig og skýjað, Kaupmannahöfn 2 stig og léttskýjað, Osló -2 stig og snjókoma, London -3 stig og hoiðskirt, Hamborg 2 stig og skýjað, Madrid 0 stig og létt- skýjað, Liasabon 9 stig og héHskýjað og New Yorít -2 stig og abkýjað. Andtát Guðjón Rúnar Guðjónsson flugmaður lézt 15. nóv. sl. Guðjón hóf nám hjá Flugskólanum Þyt og lauk hann þaðan atvinnuflugnámi. Fljótlega eftir flug námið hóf hann að kenna flug. Siðar starfaði hann um tíma hjá Flugsýn sem flugmaður unz hann réðst til Loftleiða sem siglingafræðingur. Guðjón starfaði um eins árs skeið hjá hollenzku flug- félagi. Guðjón kom aftur heim lil islands og hóf störf aftur hjá Loftleiðum. Eftirlifandi kona hans er Sigriður Alexandersdóttir. Guðjón Rúnar verður jarðsunginn frá Fossvogs kirkju í dag, mánudag 27: nóv., kl. 3 e.h. Sigurbjörg Sveinsdóttir flugfreyja verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Hafnarfirði hiiðvikudaginn 29. nóv. kl. 2. Anna Guðný Guðmundsdóttir frá Borgarfirði eystra verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. nóv. kl. 3. Margrét Siggeirsdóttir frá Harðbak verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. nóv. kl. 3. Lára Þuríður Jakobsdóttir, Grettisgötu 71 Rvik, lézt í Borgarspitalanum föstudaginn 17. nóv. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. nóv. kl. 1.30. Ragnar Þorkelsson flugvélstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. nóv. kl. 10.30 f.h. Ilaukur Hervinsson flugstjóri, Urðar stekk 1 Rvík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. nóv. kl. 1.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Þjóðdansafélag Reykjavíkur, kl. 20. HOI.LY WOOD: Diskótek. ÓÐAL: Diskóiek. Basar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, verður 2. desember. Vel- unnarar félagsins eru beðnir um að baka kökur, einnig er tekið á móti basarmunum á fimmtudagskvöldum að Hátúni 12,1. hæð, og á vcnjulegum skrifstofutíma. Aðaifundír Aðalfundur Hvatar AÖalfundur Hvatar vcrður haldinn mánudaginn 27. nóvember nk. í Valhöll og hefst klukkan 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins mun fjalla um stjórnmála- viðhorfið og Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu. Frá Vélsljórafélagi íslands Aöalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 2. desember nk. kl. 14 i Ártúni, Vagnhöfða 11, Ártúns- höfða. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Munið félagsskirteinin. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 4. des nk. kl. 20.30 að Þinghól, Hamraborg II. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Hjúkrunarfræðingar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFl verður haldinn 27. nóvember kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Kosning stjórnarmeðlima og fulltrúa. 2. önnur aðalfundarstörf. 3. Gréta Aðalsteinsdóttir flytur erindi. 4. önnur mál. 5. Seldir verða miðar á jólagleði sem haldin verður 8. desember. Árnesingafélagið ■ Reykjavík heldur aðalfund sinn á Hótel Esju 2. hæð mánu- daginn 27. nóv., kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar h.f. Vestmannaeyjum, fyrir árið 1977 veröur haldinn i mötuneyti Vinnslustöðvarinnar föstudaginn 29. desember nk. Vetrarfundur Sambands íslenzkra rafveitna 1978 Vetrarfundur Sambands islenzkra rafveitna vcrður haldinn i Ráðsietiuisal Hótels Loftleiða dagana 27. og 28. nóvembe: Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur fund mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30 i Iðnó, uppi. Þorsteinn Bjarnar sýnir myndir frá Þórsmörk og víðar. Hið íslenzka náttúrufræðrfélag Næsta fræðslusamkoma verður i stofu 201 i Árna- garði við Suðurgötu mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Axel Bjömsson, jarðeðlisfræðingur flytur erindi: Um Kröfluelda . Jólafundur Kvenfélagsins Hmndar verður haldinn þriðjudaginn 28. nóv. kl. 20.30 i félags- heimili Iðnaðarmanna aö Linnetstíg 3. Fundarefni: Jólahugvekja Auður Eir. Kynning á pottréttum Ib Westmann. Einsöngur frú Elisabet F. Eiriksdóttur, undirleikari Jórunn Viðar. Happdrætti. Félagskonur takiðmeðykkurgesti. Kvenfélag Hreyfils Jólafundurinn verður þriðjudaginn 28. nóv. kl. 20.30. Verður hann með líku sniði og í fyrra. Upplýsingar eru veittar í símum 36324 (Elsa) og 72176 (Sigríður). Verkalýðshreyfingin og efnahagsástandið Fundur að Hótel Borg þriðjudag 28. nóv. kl. 20.30. Málshefjendur: Ásgeir Danielsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Allir vinstri menn velkomnir. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness Fræðslufundur verður i kaffistofu Raunvisinda, stofnunar Háskóla íslands kl. 20.30. fimmtudaginn 30. nóv. Þorsteinn Sæmundsson flytur fyrirlcstur um norðurljós ogsýnir kvikmyndir um þau frá Alaska. Stjórnmátáfundir Alþýðubandalag Akraness og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn 27. nóv. kl. 8.30 í Rein. Dagskrá: I. Jóhann Ársælsson ræðir sveitastjórnarmál, 2. Bjarnfriður segir af flokks- ráðsfundi. 3. önnur mál. Mætum vel ogstundvislega. Heitt ákönnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30 aðHamraborg 1. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Jónas Har alds bankastjóri ræðir um horfur í efnahagsmálum. Sjálfstæðisfélag Seltirninga Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 27. nóvember kl. 21 i Félagsheimilinu Seltjarnarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmál. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Frjálsar umræður á eftir. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðarsýslu heldur aðalfund sinn að Borgarbraut 4, Borgarnesi 28. nóvember 1978 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur: „Hvers vegna eru konur tregar til þátttöku í stjórnmálum?” 3. önnur mál. Fjöln\ennið á fundinn. Stjórnmálafundur Fylkingarinnar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn þriðju- daginn 28. nóv. að Hótel Borg og hefst hann kl. 20.30. Umræðuefni á fundinum verður efnahagsástandið og verkalýðshreyfingin. Frummælendur verða Ólafur Ragnar Grimsson og Ásgeir Daniclsson. Að lokum verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Kjalarnes— Kjós Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson heldur aðalfund sinn þriðju- daginn 28. nóv. nk. kl. 21.00 aö Fólkvangi. Albert Guðmundsson, alþingismaður mætir á fundinn. Samtök herstöðvaandstæðinga Hafnarfirði Aðalfundur herstöðvarandstæðinga í Hafnarfirði verður haldinn að Strandgötu 41 þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðal fundarstörf. Kosning nýrra tengla. önnur mál. Áriðandiaðallir mæti. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðsins verður haldinn þriðju- daginn 28. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal. Fundurínn hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Matthías Bjamason alþingismaður heldur ræðu. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðsins verður haldinn þriðjudag- inn 28. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Matthías Bjarnason alþingismaður heldur ræðu. Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi Aðalfundur verður haldinn i Félagsheimilinu (uppi) þriðjudaginn 28. nóv. kl. 8.30. Dagskrá: 1. Aðalfund- arstörf, 2. Stjórnmálaumræða. Fyrirspurnir og skoðanaskipti. Fulltrúar þingflokks Alþýðubanda- lagsins taka þátt í umræðum. Sauðárkrókur Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður i Sæborg, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 8.30 siödegis. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Laea- breytingar. önnur mál. Sjálfstæðiskonur mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Garðabæ auglýsir aðalfund miðvikudag 29. nóv. kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga, 2. Venjuleg aðalfundarstörf, 3. önnur mál. Sunnlendingar Baráttufundur Baráttufundur sósialista verður í Tryggvaskála föstudaginn 1. desember kl. 17. Kjörorð fundarins: Sjálfstæði og sósíalismi. Island úr Nató — herinn burt. Ávörp: Þór Vigfússon og Rúnar Ármann Arthúrsson. Upplestur: Sigríður Karlsdóttir, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Eyvindur Erlendsson. Söngur: Bergþóra Árnadóttir, Hjördís Bergsdóttir og Jakob S. Jónsson. Sýnum viljann i verki — mætum vel og stundvislega! Stúdentafélag Reykjavíkur heldur árlegan fullveldisfagnaö sinn 2. des. nk. og verður hann haldinn að Hótel Loftleiðum. Aðalræðu kvöldsins fiytur Sigurður Líndal, prófessor. Meðal skemmtiatriða verður spurningakeppni milli stúdenta frá MR og MA, létt tónlist fiutt af þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara og Halldóri Haralds- syni, pianóleikara, og fjöldasöngur undir stjórn Valdi- mars örnólfssonar. Veizlustjóri verður Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor. Dans verður stiginn fram eftir nóttu. Miðasala og borðapantanir verða i gesta- móttöku Hótels Loftleiða nk. mánudag, þriöjudag og miðvikudagkl. 17.—19. Frá Listasafni íslands Listasafn íslands hefur nú gefið út 3 ný litprentuð kort af islenzkum málverkum. Verkin eru þessi: Skammdegisnótt, máluð um 1954, eftir Gunnlaug Scheving, Frá Þingvöllum, máluð 1975, eftir Hrólf Sigurðsson og Morgunstund, máluð 1977, eftir Kristján Daviðsson. Kortin eru prcntuð hjá Kassagerð Reykjavikur og mjög vönduð, 16 x 22 cm að stærð. Áður hefur Listasafn Islands gefið út 39 kort i litum af verkum margra merkustu listamanna þjóðarinnar, og eru þau enn fáanleg i safninu. Þessi kortaútgáfa er þáttur í kynningu safnsins á islenzkri myndlist. Frá félagi íslenzkra náttúrufræðinga Aðalfundur Félags islenzkra náttúrufræðinga var haldinn 9. nóvember. Stjórn félagsins var öll endur- kosin. en hana skipæ lngvar Hallgrimsson, fiskifræðingur, formaður. Grétar Guðbergsson jarðfræðingur, varaformaður, Kristin Aðalsteinsdóttir liffræðingur. ritari, lngibjörg Kaldal jarðfræðingur, gjaldkeri og Árni ísaksson fiskifræðingur. meðstjórn- andi. Fimm nátfúrufræðingar voru kjörnir hciðursfélagar, þeir Geir Gigja. skordýrafræðingur, dr. Ingimar óskarsson grasafræðingur, Ingólfur Daviðsson grasa- fræðingur. Stcindór Steindórsson fyrrum skóla- meistari og Teresia Guðmundsson fyrrum veðurstofu- stjóri. Símaþjónusta Aurtel teknir til starfa. Þjónustan er veitt i síma 23588 kl. 19—22 mánudaga, fimmtudaga og föstudaga. Simaþjónustan er ætluð öllum þeim sem þarfnast að ræða vandamál sitt i trúnaði við ulanaðkomandi per- , sónu. Þaðer trúnaðarheiti. Systrasamtök Ananda Marga. Geðvernd Munið frimerkjasöfnun Geðverndar, pósthólf 1308, eða skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 5, simi 13468. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndárstöð Reykjavikur á mánudðgum kl. 16.30—17.30. Vinsamlegast hafið meðferðis ónæmiskortin. Frá skrrfstofu borgarlæknis Farsóttir i Reykjavík vikuna 29.10—4.11. 1978, sam- kvæmt skýrslum 9 (8) lækna: Iðrakvef 18(18), kíghósti 5 (0), hlaupabóla 1(1), rauðir hundar 10 (3), hálsbólga 42 (39), kvefsótt 99 (94), lungnakef 18(15), infiúenza 33 (85), kvefiungnabólga 4(2) virus 29(35), dilaroði 1 (D.einkirningasótt I (0). Sýning í Iðnskólanum á Akureyri Undanfarið hefur myndlistarfólk á Akureyri haldið fundi um nauðsyn þess að stofna með sér félag. Á þessum fundum var ákveðið að stofna til samsýningar meðal myndlistarfólks á Akureyri. Samsýning þessi var opnuð í Iðnskólanum á Akureyri laugardaginn 25. nóvember. Á sýningunni eru um 80 verk eftir 22 höfunda og er fjölbreytni mikil i myndgerðum. Má þar til nefna oliumálverk, teikningar, grafik, vefnað. höggmyndir, vatnslitamyndir, pastelmyndir, (jós myndir og litskyggnur. Sýningin verður meö nokkuö nýju sniði, t.a.m. gefst sýningargestum tækifæri til að mála eitt verkanna á sýningunni og verður til þess efni á staðnum. Einhverja sýningardagana mun gest- um gefinn kostur á að fá teiknaðar prófilmyndir af sér og munu jafnvel fleiri „uppákomur” verða á sýning- unni, en þær verða auglýstar sérstaklega. Sýningin verður opin um helgar frá kl. 15.00 til 22.30, en virka daga kl. 20.00 til 22.30. Sýningunni Iýkur sunnudaginn 3. desember kl. 22.30. Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna (UNICEF) Enn á ný eru^lakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna komin á markaðinn. Eins og jafnan áður eru þau prýdd myndum eftir fræga listamenn. Hér á landi hefur Bamahjálpin safnað peningum með jólakortasölu, sem Kvenstúdentafélag Islands hefur séð um. Sem dæmi má nefna að ágóði af 14 jólakortum nægir til að kaupa bólucfni gegn berklum handa 50 börnum og 300 kort nægja til að kaupa vatnsdælu sem tryggir hreint vatn' i heilu þorpi. Jafnvirði þess sem kom inn fyrir jólakortin hér á íslandi i fyrra nægði fyrir öllum útbúnaði, þar með talið öllum kennslu- og leiktækjum, fyrir 300 barna dagvistunar- ogskólaheimili. Kortin fást i öllum helztu bókaverzlunum landsins og einnig hjá Kvenstúdentafélaginu. Nánari upplýsingar gefur Erla Elín Hansdóttir, s. 34260. Jólakort Nýtt jólakort eftir Jón Engilberts. Frú Tove Engil- berts, ekkja listamannsins, hefur núgefiðút sjöunda kortið og er það gert eftir myndinni „Trú, von og töfrar", Er mikill fengur i kortum þessum fyrir þá er unna fögrum listum, enda hafa hin fyrri likað mjög vel. Offsetprentun annaðist Litbrá hf. Kortin eru til sölu i húsi listamannsinsað Flókagötu 17. Jólakort Félags einstæðra foreldra eru komin úf og eru að þessu sinni 5 gerðirá boðstolum 3 barnateikningar, 1 kort teiknað af Gisla Sigurðssyhi og 1 kort teiknað af Sigrúnu Eldjárn. Kortin cru til sölu i bókabúðum og ýmsum stöðum öðrum i Reykja- vik, Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði, hjá kaupfélögum og i bókabúðum víða um land, svo og á skrifstofu félagsins, Traðarkotssundi 6. Kortin eru unnin hjá Kassagerð Reykjavikur sem fyrr. Hugmyndasamkeppni Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir Egilsstaðahrepp. Skila skal teikningum á pappir af stærðinni A4. Æskilegt er að merkið sé einfalt að gerð og litir fáir. Tillögur skulu sendar til sveitarstjóra Egilsstaðahrepps fyrir 15. jánúar-1979. Tillögurnar skulu vera i lokuðu umslagi merktu dulnefni ásamt lokuðu bréfi er visar til dulnefnis. Þrenn verðlaun verða veitt. 1. verðlaun kr. 200.000.- 2. verölaun kr. 75.000.- 3. verðlaun kr. 25.000.- Hreppsnefndin áskilur sér allan rétt til þess að nota þau merki sem verölaun hljóta, án frekari greiðslna. Vlúseigendélag Reykjavíkur Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti 11 er opin alla ‘ virka daga kl. 16—18. Þar fá félagsmenn ókeypis leið- beiningar um lögfræðileg atriði varðandi fasteignir., Þar fást einnig eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og sérprentanir af lögum og reglugerðum um fjölbýlis- hús. Ferðafélag íslands ATH: Allmikið af óskilafatnaöi úr sæluhúsunum er á skrifstofunni, og væri acskilegt að viðkomandi eigendur vitjuðu hans sem fyrst. Iþróttir Iþróttafélagið Grótta Knattspyrnudeild íþróttafélagsins Gróttu mun tvær fyrstu helgarnar i desember efna til firmakeppni i knattspyrnu, innanhúss, i íþróttahúsi Seltjamarness. Keppt verður um Gróttubikarinn, farandbikar, sem nú er i vörzlu Tryggingamiðstöðvarinnar hf.. Reykja- vik. Allar nánari upplýsingar verða gefnar i sima 10360, Gísli Jón, árdegis, eða í sima 25842, Helgi. milli kl. 14 og lódaglega. Bikarkeppni SSÍII. deild vcður haldin í Sundhöll Reykjavikur dagana 1.12 kl 20.00 2.12 kl. 17.00 og 3.12 kl. 15.00. Allar sðmu sundgreinar eru og i I. deild og visast til þeirra. Skráningarfrestur er til kl. 18.00 mánudaginn 27.11. 1 Skráningargjald er kr. 200.00 pr. skráningu, sjá cinnig Sundmál 5. tölublað 2. árg. júli 1978. Minningarkort Sjúkrahúsjóðs Höfða- kaupstaðar Skagaströnd fást hjá eftirtöldum: Blindravinafélagi Islands Ingólf- stræti 19, Rvík, Sigriði Ólafsdóttur, sími 19015, Rvik, Birnu Sverrisdóttur. sími 8433, Grindavík, Guðlaugi Óskarssyni skipstjóra, Túngötu 16, Grindavik, ðnnu Aspar, Ellsabetu Ámadóttur og Soffíu Lárusdóttur Skagaströnd. Minningarkort Styrktarf élags vangefinna fást i bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, Bókaverzluri Snæbjarnar, Hafnarstræti, og á skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæðina í giró. Samúðarkort Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra eru til á eftirtöldum stöðum: I skrifstofunni Háaleitis- braut 13, Bókabúð Braga Brynjólfssonar Laugavegi 26, skóbúð Steinars Wage, Domus Medica og i Hafnarfirði, Bókabúð Olivers Steins. Minningarkort Sambands dýraverndunar- félaga íslands fást á eftirtöldum stöðum: I Reykjavíle Loftið! Skólavörðustig 4, Verzl. Bella, Laugavegi 99, Bókaverzl. Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150, Flóamarkaði Sambands dýraverndunarfélags íslands, Laufásvegi I, kjallara, Dýraspítalanum, Viðidal. I Kópavogi: Bókabúðinni Veda, Hamraborg 5. I Hafnarfirði: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Á Akureyri: Bókabúö Jónasar Jóhannssonar, Hafnar- stræti 107. I Vestmannaeyjum: Bókabuðinni Heiðar- vegi 9. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 214 — 22. nóvember 1978 Ferðamanna- gjaldeyrir Eining KL 12.000 Kaup Saía Kaup r Sala 1 Bandaríkjadoilar 315,20 316,00 346,72 347,60 1 Steriingspund 615,50 617,10* 677,05 678,81* 1 Kanadadoliar 267,00 269,70* 293,70 296,67* 100 Danskar 5934,60 5949,60* 6528,06 6544,56* 100 Norskar krónur 6160,70 6176,40* 6776,77 6794,04* 100 Sœnskar krónur 7158,75 7176,95* 7874,63 7894,65* 100 Finnskmörk 7809,70 7829,50* 8590,67 8612,45* 100 Franskir ffrankar 7156,70 7174,90* 7872,37 7892,39* 100 Belg. ffrankar 1045,30 1047,90* 1149,83 1152,69* 100 Svissn. ffrankar 18365,60 18412,20* 20202,16 20253,42* 100 Gyllini 15166,25 15204,75* 16682,88 16725,23* 100 V.-Þýzkmörk 16461,25 16503,05* 18107,38 18153,36* 100 Lirnr 37,15 37,25* 40,87 40,98* 100 Austurr. Sch. 2250,60 2256,30* 2475,66 2481,93* 100 Escudos 674,20 675,90* 741,62 743,49* 100 Pesetar 442,10 443,20* 486,31 487,52* 100 Yen 162,79 16V0* 179,07 179,52* * Breyting frá siðustu skráningu' Simsvarí vegria gengisskrórjinga 22190._

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.