Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 3 2V N Tillaga til sjávar- útvegsráðherra — Hugmynd um fyrirkomulag sfldveiða í hringnót næsta haust Sigmar Gislason, skipstjóri, Vest- mannaevjum hringdi: Hann leggur til að komið verði á fót aflaverðmætakvóta í stað tonnakvóta. Með þvi að hver bátur má aðeins veiða síld fyrir visst aflaverðmæti en ekki tiltekinn tonnafjölda vinnst eftir- farandi. Mestöll síld sem fengist í nótina kæmi að landi. Auðveldara yrði fyrir fiskifræðinga að fylgjast með stærð og ástandi stofnsins. Raddir lesenda Hagsmunir vinnslustöðva yrðu þeir, m.a., að þær myndu fá ódýrari sild í flökun og niarineringu. Hagsmunir út- gerðarinnar verða öruggt aflaverð- mæti. styttra uthald og þ.a.l. minni kostnaður. Hagsmunir sjómanna yrðu mun minni vinna þvi öll síld yrði hirt. Færri köst. öruggur aflahlutur. Þessar aðgerðir mundu verða mun hagkvæmari fyrir vinnslustöðvarnar en þær sem rætt hefur verið um að gera þ.e.a.s. minnka verðbilið á stór- síld og millisíld því það mun ekki koma i veg fyrir að sjómenn og útgerðarmenn kasti millisildinni, þeir munu þá eins og fyrr leitast við að hirða aðeinsstórsíld. Bréfritari leggur til að komið verði á fót aflaverðmætakvóta i stað tonnakvóta við sildveiðarnar. Spurníng dagsins Hvernig kanntu við færðina íReykjavík? (Spurt á Sendibf lastöðinni Þresti) Hreiðar Hansen bflstjóri: Hún er fin. Ég hef ekkert fest mig ennþá. Þetta er allt mjög notalegt. Glöggt er gestsaugað Miðvikudaginn 15. II. sl. birtist i Dagblaðinu svargrein við grein minni frá 9. 11. sem einnig birtist í þessu merka blaði. Dagurinn hafði litið skorið sig úr hversdagsleikanum fyrr en DB kom inn um bréfalúguna. deginum var bjargað. Bjargvætturinn var skrýtla á blaðsiðu 2 undir nafninu „Dansleikur til fyrirmyndar.” 1 fyrstu vil ég þakka staðfestinguna á því að þetta sé kommaklika. a.m.k. er þvi ekki neitað. Vissulega hefði verið gaman að koma á barnaskemmtunina g um daginn þvi auðheyrilega hafa rauðsokkumar fengið þar skemmtun við sitt hæfi. En mín fyrri grein fjallaði um dansleikinn um kvöldið og ég skipti mér því lítið af öllu bama- þruglinu. Um kvöldið voru börnin skilin eftir heima og rauðsokkurnar frömdu athæfi sem börnin máttu ekki sjá. Og þó, jú þarna mátti sjá börn, bara svolítið eldri en hin. Já, aldurinn segir ekki mikið til um þroskann því þessi börn kvöldsins voru líkt og börn dagsins með pela, bara eilítið sterkari vökva í honum. Ykkur finnst skritið að ég skuli tala um börn, en þið verðið að athuga að fólk undir tvitugt flokkast undir börn i áfengislöggjöf- inni. Merkilegt að þessi skemmtun Raddir lesenda skyldi fá vinveitingaleyfi með enga dyravörzlu. „Miðstöð R." minnist þess kannski ekki að hafa keypt áfengi fyrir rúm 600 þúsund króna og engu skilað aftur! Hvert skyldi það hafa farið? „Miðstöð R." minnist kannski heldur ekki komu lögreglunnar í húsið i þeim erindisgjörðum að styðja út síðustu gestina klukkustund eftir að dans leiknum lauk. Var kannski slökkt á „Miðstöð R." þá! Þess má einnig geta að þegar greinarhöfundur sótti staðinn tók aðeins 5—15 minútur að rýma húsið án handalögmála og afskipta lögreglunnar. Ég get ekki enn skilið hvers vegna Æskulýðsráð gaf leyfi til þessarar skemmtunar. Var það kannski hugsað sem styrktarball fyrir „Ríkið”? Það lækkar skattana. Gaman væri að fá svar við þeint spurningum sem ég lagði fyrir Æskulýðsráð í síðasta bréfi. Einnig væri gott að fá álit starfs- manna hússins þetta kvöld á ástandinu og þvi sem gerðist. Að lokum vil ég segja að ég nýt nægrar ástúðar heima fyrir, þannig að ég kýs að halda nafni mínu leyndu þrátt fyrir freistandi boð. Miðstöð fvrrverandi fastagesta Tónabajar HeimiHs- læknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum tíl umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. MARQIR riALDA AÐ LIÁTALARAR SCU AÐEINS FYRIR ATVINNLJMENN 'm • •• en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara, notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér. Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess. AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um - VELJIÐ AR HÁTALARA. fiekking feynsla Þjónust FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Gunnlaugur Hansen bllstjóri: Hún er mjög slæm og það hefur komið fyrir að ég hafi fest mig. Mér er mjög illa við snjó sem atvinnubilstjóra. Sigurður Jónsson bilstjóri: Bara ágæt- lega meðan frostið er. Það hefur ekki orðiöafþvíennþá aðégfesiimig. Hjörtur Erlendsson bllstjóri: Mér cr mjög illa við snjó, það er svo erfitt að keyra. Steindór Björnsson bilstjóri: Ágætlega. Þá er meira aö gera i kringum bilana við að kippa þeim i gang og hlaöa þá. Wivi Hassing simamæn Ég kann ekki við hana. Mér er bölvanlega við snjó. Að visu er meira aö gera hjá okkur en allt gengur óeðlilega seint.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.