Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 21 : ... ; ;.. ' • ■■ wisv _ % +"«>#*v’ív iþróttir Evrópusigur Víkings gegn Ystad 24-23: Beitt sókn en vörnin og markvarzlan brugðust Kþróttir „Fyrir mér var Ystad sigurvegarinn í leiknum þrátt fyrir sigur Víkings. Staða okkar er erfið því Ystad er mjög sterkt lið heim að sækja en við munum berjast til þrautar,” sagði hinn pölski þjálfari Vikings, Bogdan Kowalczyk eftir 24— 23 sigur bikarmeistara Vikings gegn sænska liðinu Ystad i Evrópukeppni bikarhafa á laugardag i Laugardalshöll. Evrópusigur Vikings en það voru engu að síður Svíar, sem fögnuðu í lokin, þeir fÖðmuðu hver annan. Þeim hafði tekizti það sem þeir ætluðu sér, að koma í veg fyrir stórt tap á Islandi — heimaleikur- inn er þeirra, möguleikarnir á að komast í 3. umferð eru Ystad. Evrópuviðureign Víkings og Ystad var æsispennandi, og stemming hinna tvö þúsund áhorfenda mikil. Handknatt- leikur beggja liða stórskemmtilegur. Sér í lagi fyrri hálfleikur, en þá sýndu Vikingar hve skemmtilegan sóknarleik þeir geta leikið. Ógnunin í sókninni mikil, langskytturnar Sigurður Gunnars- son og Viggó Sigurðsson og Ólafur Einarsson i essinu sínu. Páll Björgvins- son stjórnaði spilinu af snilld, Árni Indriðason vakandi á línunni og í horn- unum mátti aldrei líta af þeim Erlendi Hermannssyni og Ólafi Jónssyni — hvert glæsimarkið af öðru, á fjölbreytt- an hátt. En þrátt fyrir stórskemmtilega takta, þá hafði Vikingur aðeins yfir tvö mörk í leikhléi, 15—13. Vörnin náði sér aldrei á strik, og markvarzlan í lágmarki. „Vörnin brást hjá okkur, náði aldrei festu og leikmenn voru taugaóstyrkir í vörn. Ystad skoraði mörg mörk úr hornunum, og þá var markvarzlan okkar höfuðverkur. Hún er i augnablik- inu veikasti hlekkur Víkings,” sagði Þróttur sigr- aði Leikni Þróttur sigraði Leikni 24—18 í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í Laugardalshöll i gær. Konráð Jónsson skoraði helming marka Þróttar — eða tólf. Þá sigraði KR Stjörnuna í Garðabæ á föstudag 27—25 í 2. deild. Björn Péturs- son var markhæstur KR-inga 9/2 og Haukur Ottesen skoraði sex. Hjá Stjörnunni skoraði Eyjólfur flest mörk Stjörnunnar eða 8/5. Staðan í 2. deifd Þór.Vm. 4 3 10 84-71 7 Ármann 5 3 11 104—87 7 KR 5 3 11 107-96 7 Þór.Ak. 6 2 13 113—103 5 KA 5 2 0 3 106—96 4 Stjarnan 4 2 0 2 89—86 4 Þróttur 4 2 0 2 88—86 4' Leiknir 5 0 0 5 80—130 0' Bogdan ennfremur. Já, vörnin og mark- varzlan brugðust Víkingum illa. Hefði Víkingur náð sterkari varnarleik, að ekki sé talað um markvörzlu þá er vist að forskot Víkinga hefði verið verulegt, því langt er síðan islenzkt félagslið hefur sýnt jafn fjölbreyttan og hvassan sóknarleik og Víkingur gegn Ystad. Allir leikmenn ógnandi, aldrei mátti lita af neinum. Ystad gekk erfiðlega að ráða við leikkerfi Víkinga. Aðskora 15 mörk í einum hálfleik er afrek gegn jafnsterku liði og Ystad er. Synd að ekki skuli hafa verið fylgteftir með jafnsterkum vamar- leik og markvörzlu. Já, ef Vikingar næðu upp þessum þáttum, þá væri liðið mjögsterktá mælikvarða Norðurlanda. Víkingar urðu því að sætta sig við „aðeins" eins marks sigur i leik þar sem þeir höfðu ávallt undirtökin. Svíar höfðu aðeins einu sinni forustu, er þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. En þeir Viggó Sigurðsson og Sigurður Gunnars- son svöruðu með tveimur mörkum. Lars Erikson, stórskyttan í liði Ystad minnk- aði muninn i 3—2, og skömmu siðar jafnaði Sven Age-Frick. Þeir Ólafur Jónsson og Erlendur Hermannsson svöruðu með tveimur glæsimörkum, sinu úr hvoru horninu. Skömmu síðar, eða á 9. mínútu, var Ólafi vísað af leik- velli og Basti Rasmussen svaraði fyrir Ystad úr víti. Eftir 13. minútna leik hafði Víkingur náð þriggja marka forustu, 7—4 með tveimur mörkum Viggó Sigurðssonar. þeirri forustu hélt Víkingur fram á 20. minútu, er staðan var 11—8. Mörkin nánast komu á færi- bandi. Svíum tókst ekki að koma í veg fyrir leikkerfi Vikinga er gengu vel upp. Hins vegar var vörnin sífelldur höfuð- verkur, og Kristjáni Sigmundssyni nokkur vorkunn þar sem vörnin var honum lítið skjól — en það fylgir iðu- lega, góð vörn og góð markvarzla. Hvorugu var til að dreifa og á 24. mínútu náði Ystad að jafna, 11 —11. Þá hafði þeim Páli Björgvinssyni og Ólafi Jónssyni, i annað sinn, verið vísað af velli. En Vikingar létu ekki deigan siga, þeir Viggó, Sigurður og Ámi svöruðu með þremur mörkum. Björn Johansson svaraði fyrir Ystad, 14—12. Vikingur fékk víti, Viggó misnotaði það, Ystad brunaði upp og Nebrelius minnkaði muninn í eitt mark. 1 stað þess að ná þriggja marka forustu var forusta Víkinga aðeins eitt mark — en Ólafi Einarssyni tókst að auka forustu Víkinga í tvö mörk fyrir leikhlé, 15—13. „Sóknarleikur okkar var mjög hvass í fyrri hálfleik og þá var Páll snjall. Ógnunin datt nokkuð niður i siðari hálf- leik,” sagði Bogdan eftir leikinn. Vissulega rétt, Víkingar skoruðu „aðeins” níu mörk i síðari hálfleik. KR-STULKURNAR UNNU VÍKING LÉn — og Valur sigraði á Akureyri KR vann auðveldan sigur á Vlking i 1. deild kvenna á Islandsmótinu í hand- knattleik i Laugardalshöll í gærkvöld. Úrslit 12—6. KR-stálkurnar náðu fljótt góðum tökum á leiknum. Komust i 3— 1 — síðan 7—3 og þá var allri spennu lokið. Vikingsstúlkurnar eru alveg heillum horfnar eftir hina góðu byrjun , sina 1 mótinu — jafnteffi við FH og Val. Mörk KR i gær skoruðu Hansina Melsted 4/2, Emilia Sigurðardóttir 2, A laugardag léku Þór og Valur i 1. deild kvenna á Akureyri. Valsstúlkurnar sigruðu með 17—14 eftir 9—6 í hálfleik fyrir Val. Flest mörk Þórs skoraði Anna Gréta Halldórsdóttir 9/2, en Harpa Guðmundsdóttir fyrir Val 5. StA. Staðan í deildinni er nú þannig. Anna Garðarsdöttir 2, Karólfna Jóns- FH 5 4 1 0 74- -46 9 dóttir, Jónfna Ólafsdóttir, Anna Linda Fram 5 4 0 1 64- -41 8 Sigurðardóttir og Olga Garðarsdóttir Valur 5 2 1 2 60- -63 5 eitt hver. Mörk Vikings skoruðu Ingunn Haukar 6 3 0 3 44- -74 5 Bernódusdóttir 2/l,Agnes Bragadóttir, KR 2 1 0 1 20- -16 2 Guðrún Sigurðardóttir, Sólveig BreiðabUk 3 1 0 2 23- -35 2 Magnúsdóttir og íris Þráinsdóttir. Vfkingur 5 0 2 3 48- -61 2 HJ. Þór. Ak. 3 0 0 3 34-47 0 •2 kúia 1 ■ái Ólafur Jónsson kom Víking í þrjú mörk, 16—13 með glæsimarki í upphafi siðari hálfleiks. En Víkingum tókst ekki að halda þeirri forustu, Ystad náði að jafna á 16. mínútu, 19—19. Þá brá Bogdan á það ráð að skipta Kristjáni Sigmunds- syni út af í markinu, og hans stöðu tók varamarkvörður Víkinga, Eggert Guðmundsson. Eggert stóð sig mjög vel, varði á þýðingarmiklum augnablikum, og aftur náðu Víkingar undirtökunum, Ólafur Einarsson skoraði tvivegis — hafði þá skorað fjögur mörk i röð, 21 — 19, og 10. minútur eftir. Vikingar héldu þessari forustu fram á lokamínútuna, er Lars Eriksson tókst að minnka muninn í eitt mark, 24—23. Víkingum tókst ekki að skora þrátt fyrir góða tilburði Ólafs Einarssonar á síðustu sekúndum, aðeins eins marks sigur Víkinga — leikmenn Ystadfögnuðu. Æ siðan hefur vörnin brugðiztliðinu á þýðingarmiklum augnablikum. Nokkuð. sem á að vera hægt að komast hjá, þvi i liði Víkings eru sterkir vamarmenn eins og Árni Indriðason. Skarphéðinn Óskarsson, Steinar Birgisson og Ólafur Jónsson. Það er hins vegar alkunn staðreynd að liðum tekst iðulega illa að ná upp sterkum vamarleik ef allt bein- linis lekur inn. Kristján Sigmundsson er í mikilli Iægð nú — nái hann að rífa sig upp. eygja Víkingar ef til vill möguleika í Ystad. Nú, eða að Bogdan sjálfur, með 70 landsleiki fyrir Póllandi i markinu. færi í markið — hver veit. „Ystad er skemmtilegt lið, leikur fjöl- breyttan handknattleik, ólikt öðrum sænskum liðum,” sagði Bogdan enn- fremur eftir leikinn. Basti Rasmussen heldur öllu spili gangandi, þá er Lars Erikson ágæt skytta, og Nebrelius ííp-;. Fallega skorað — Ólafur Jónsson svifur inn úr horninu og markvörðurinn kom engum vörnum við. DB-mynd Bjarnleifur. Evrópusigur Vikinga en tæplega nógu stór til að komast í 3. umferð. Síðari leik- urinn í Ystad verður erfiður, án þess þó að útiloka möguleika Vikinga. Liðið er mjög sterkt, á góðum degi getur það skákað sterkustu liðum, en þá lika verður að koma i veg fyrir mörk. Sóknarleikur hefur ávallt verið aðall Víkings, jafnvel þegar félagið átti hvað mest i vök að verjast með að halda sæti í I. deild í upphafi áratugarins. Vörnin hins vegar ávallt höfuðverkur, nema meistaraárið 1975 — er Íslandsmeistara- tignin hafnaði við Hæðargarð. Þá lék Vikingur mjög sterkan og fastan varnar- leik, og markvarzlan aðall liðsins. er Sigurgeir Sigurðsson varði markið. skeinuhættur i horninu. Á línunni er Sven Ake-Frick vakandi fyrir tæki- færum en Ystad er fyrst og fremst sterkt sem heild og þó Vikingum hafi tekizt vel framan af að halda Basti niðri — skorað aðeins úr vítum í fyrri hálfleik þá var Lars Erikson ávallt hættulegur. Mörk Víkings skoruðu, Viggó Sigurðsson og Ólafur Einarsson 6 hvor, 2 viti báðir. Sigurður Gunnarsson 4, Ólafur Jónsson og Árni Indriðason 3. Árni I víti. Páll Björgvinsson og Erlendur Hermannsson 1 mark hvor. Basti Rasmussen skoraði 8 af mörkum Ystad, þar af 5 víti. Þeir Erikson og Nebrelius skoruðu 4 mörk hvor. -H.Halls. __________________ __________ r ÍÞRÓTTAFÉLÖG - SKÓLAR Mjög góðir og ódýrir HANDBOLTAR magnafsláttur 1—10 boltarkr. 4000 stk. 10—20boltarkr. 3500 stk. Póstsendum Hólasport — Sími 75020. Lóuhólar 2—6 - BreiðhoKi jiMEgaá-" ' Óskar Sigurpálsson — þrjú Islandsmet. Þrjú íslands- met Óskars Óskar Sigurpálsson, ÍBV, setti þrjú Íslandsmet í yfirþungaflokki í kraft- lyftingum á laugardag. Hann lyfti 320 kg í réttstöðulyftu, sem er Íslandsmet og i réttstöðubeygju náði hann sömu þyngd. 320 kg. Bætti þar gildandi íslandsmet Björns Lárussonar frá 1971 um 15 kg. í samanlögðu náði Óskar 815 kg. sem er Íslandsmet. Hörð keppni í badminton í gær lauk afmælismóti TBR, en það var haldið i tilefni 40 ára afmælis félagsins. Keppt var í tviliða- og tvenndarleik, bæði i fullorðins og unglingaflokkum. Úrslit i einstökum greinum urðu sem hór segir: Hnokkar — tviliðaleikur: Ámi Þór Hallgrímsson ÍA og Infcólfur Helgason ÍA sigruðu Harald Sigurðsson TBR og Þórð Sveinsson TBR, 11/15,15/8 og 15/9. Tátur — tvíliðaleikun Þórdis Edwald TBR og Anna Kristin Daníelsdóttir TBR sigruðu Þórdísi Klöru Bridde og Lindu Jóhansen, 15/6 og 15/7. Hnokkar — tátur — tvenndarleikun Ingólfur Helgason ÍA og íris Smáradóttir ÍA sigruðu Áma Þór Hallgrímsson ÍA og Katý Jónsdóttur ÍA, 10/15. 15/6 og 15/13. Svcinar — tvíliðalcikur: Haukur Birgisson TBR og Pétur Hjálmtýsson TBR sigruðu Gunnar Björnsson TBR og Þorstein Pál HængssonTBR. 15/12 og 17/14. Meyjar — sveinar — tvenndarl: Þorsteinn Páll Hængsson TBR og Drifa Danielsdóttir TBR sigruðu Gunnar Björnsson og Elisabetu Þórðar dótturTBR 15/5 og 15/11. Meyjar — tviliðaleikur: Ingunn Viðarsdóttir ÍA og Þórunn Óskarsdóttir KR sigruðu Mjöll Danielsdóttur og Drifu Daníelsdóttur TBR 15/3 og 15/5. Drengir — tviliðaleikur: Gunnar Jónatansson Val og Þorgeir Jóhannsson TBR sigruðu Gunnar Tómasson TBR og Indriða Björnsson TBR 15/9 og 15/0. Drengir — telpur — tvenndarl: Gunnar Jónatansson Val og Bryndis Hilmarsdóttir TBR sigruðu Gunnar Tómasson TBR og Mjöll DanielsdótturTBR 15/4og 15/7. A-flokkur — tvenndarleikur: Jórunn Skúladóttir TBR og Skarphéðinn Garðarsson TBR sigruðu Walter Lentz TBR og Hlin Pálsdóttur TBR 15/11,14/17 og 15/10. A-flokkur — tviliðal. karla: Atli Hauksson Víking og Þorsteinn Þórðarson Víking sigruðu Þorvald Jónsson TBR og Berg Ásgrimsson TBR 15/6 og 15/5. Meistaraflokkur — tvenndarl: Sigfús Ægir Ámason TBR og Vildis K. Guðmundsson KR sigruðu Brodda Kristjánsson TBR og Kristínu Magnúsdóttur TBR, 11/15,15/10 og 15/8. Meistaraflokkur — tviliðal. karla: Jóhann Kjartansson og Sigurður Haraldsson TBR sigruðu Harald Komelíusson TBR ogSteinar Petersen TBR, 15/10,11/15 og 15/5. Meistaraflokkur kvenna: — tvíliðaleikur: Kristín Berglind og Kristin Magnúsdóttir TBR sigruðu örnu Steinsen og Sif Friöleifsdóttur KR, 15/4 og 15/6. öðlingaflokkur — tvíliðal. karla: Garðar Alfonsson TBR og Kjartan Magnússon TBR sigruðu Viðar Guðjónsson TBR og Hæng Þorsteins- sonTBR 18/15,10/15 og 15/12. öðlingaflokkur — tvcnndarleikur: Garðar Alfonsson TBR og Hulda Guðmundsdóttir TBR sigruðu Kjartan Magnússon TBR ogSnjólaugu Sveinsdóttur TBR 8/15,15/12 og 15/9. Eins og sjá má af úrslitunum voru margir leikjanna mjög jafnir og spennandi, og úrslit óvænt í sumum flokkanna. Keppendur voru um 120, og er þetta fjöl- mennasta mótið, sem haldið hefur verið á keppnis- timabilinu. mm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.