Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 1
úanhlaft 4. ÁRG. — MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978 - 265. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11—AÐALSÍMI27022. Eftir allan snjóakaflann: HLYNAR 0G FER AÐ RIGNA Það var margt um manninn á skiðaslöðum Reykvikinga i gærdag. Hér er svipmynd úr Hveradölum. Meira um skiða- og skautaiðkun á bls. 6—7. „Það er strax farið að hlýna mikið. Frostið í Reykjavik er ekki nema 3 stig núna en var 11 stig þegar það var mest i nótt,” sagði Páll Bergþórsson, er hann var spurður um væntanleg veðrabrigði. „Það byrjar líklega að snjóa í kring um eða eftir hádegið en siðan gerir slyddu og rigningu. Með þessu kemur vaxandi suðaustan átt og hlýnandi.” Páll bjóst ekki við þvi að rigningin yrði nógu mikill til þess að upp tæki snjóinn í Reykjavík enda yrði þá liklega laglegt flóð. Frostið var víða meira en i Reykjavík í nótt. Þannig var kaldast á Hvera- völlum, hvorki meira né minna en 22 stiga frost. Kaldast i byggð var á Staðarhóli i Aðaldal og á Grímstöðum á Fjöllum, 20 stiga frost. Ekki voru hins vegar haldnar skýrslur um hvar hlýjast var. Um klukkan níu i morgun var komin eins stígs hiti í Vest- mannaeyjum og á Reykjanesi. Um frost- mark var þá á Gufuskálum. Maria Hannesdóttir á Staðarhóli sagði í morgun að það kæmi fyrir á hverjum vetri að 20 stiga frost kæmi þar norður í Aðaldal. Ekki hefði frostið orðið svo mikið fyrr í vetur en það hefði áreiðanlega farið niður í þetta undan- farna vetur. Lygnt var á Staðarhóli i nótt þannig að María sagði að fólk hefði lítt fundið fyrir stigunum 20. 1 morgun um tiuleytið var kominn þar 10 stiga hiti og fór hlýnandi. -DS. Flugliðar- nirkoma heim í dag 1 dag koma heim siðustu flug- liðarnir sem lifðu af flugslysið mikla á Sri Lanka. Eru það flug- freyjurnar Jónina Sigmarsdóttir og Þuriður Vilhjálmsdóttir og Harald Snæhólm flugstjóri. Koma þau með vél frá Britannia Airways kl. 17.45 en sú vél er í leigu hjá Sam- vinnuferðum. Flugfreyjurnar tvær voru í nótt á hóteli i London en Harald Snæhólm var á Harley Street Clinic. í fylgd með flugliðunum i dag verður íslenzkur læknir, annað hvort Katrín Fjeld- sted, sem fór fyrir Flugleiðir til Sri Lanka eða maður hennar Valgarður Egilsson, sem einnig er læknir. -ASt. Sumarhús við Rauða- vatn brann Sumarbústaður innan og ofan við Rauðavatn brann til kaldra kola í fyrrinótt. Var slökkviliðið kallað á vettvang kl. 4.45 um morguninn en þá hafði leigu- bílstjóri er leið átti um orðið eldsins var. Húsið var alelda er slökkviliðsmenn komu upp að Rauðavatni en vegna ófærðar komust slökkviliðsmenn ekki með bil að húsinu. Var enda lítið fyrir þá að gera, því húsið var svo til brunniðogfallið. Slökkviliðsmenn urðu varir við fótspor manna i snjónum við húsið svo augljóst var að þar hafði fólk verið, þó á bak og burt væri er slökkviliðið barað. Sumarhúsið sem brann var um 30 fermetra- að stærð og einfalt að gerð. -ASt. ...en hann skellti sér út í og síðan tók hann til við að synda og bjargaði sér loks upp í bát af sjálfsdáðum. DB-myndir Sv. Þorm. Ungur maður fékk sér kalt bað aðfaranótt laugardagsins i Reykjavíkurhöfn vestur við Granda. Lögreglulið var sent á staðinn en ekki þurftu lögreglumenn að fara í sjóinn, því manninum leiddist sundið og hafði sig að bakkanum og var hjálpað upp á byggju. Ekki var talið að manninum hefði orðið meint af volkinu. l.ögreglan reyndi að. tala manninn lil og spnra 'honum kaldan sundsprett.... Munaði nærri helm- ingá verðinu Það borgar sig að gefa gaum að vöruverði þegar farið er að verzla. Neytendasíða DB „verzlaði” fyrir lesendur sína í Glæsibæ, — eina dýra körfu og aðra ódýra, en meö sams konar vörum. Það munaði næstum því helmingi á vöruverðinu. 914 lík fund- in í Guyana Samninga hljóð í Egyptum og ísraelum Blekkti presturinn stórfé út úr gaml- ingjanum? — sjá erl. f réttir bls. í-ogll Evrópusigur Víkings gegn Ystad — en varla nógu stór 24-23 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.