Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978.__ Æviminningar Betty Ford komnar út ALDREIVERIÐ EINS ANÆGÐ Betty Ford viröist vera að mestu búin að ná sér upp úr drykkju og lyfja- töku í óhófi. Hún hefur líka yngzt upp við andlitslyftinguna, sem hún fékk sér á dögunum. Eftir nteðferð á sjúkra- húsi segist hún vera áhyggjulaus eins og fuglinn fljúgandi. Og hún Ijómaði af gleði er hún á dögunum áritaði æviminningar sínar fyrir fólk. The Tinies of my Life heitir sú merka bók. Versta tímabil æfi sinnar sagði hún fréttamönnum hafa verið það er til stóð að Nixon færi frá og Ford tæki við. „Ég gat ekki horfzt i augu við þetta," sagði hún. Bezta timann segir hún hins vegar vera núna, þegar hún er orðin sextug. Núna loksins sé hún orðin sátt við lifið. Það var hún ekki á rneðan Gerald Ford dvaldi langdvölum að heiman vegna pólitíkurinnar og hún hirðistein meðbörnin. Einntanakenndin hrakti hana í faðm bakkusar og út i pilluát. Laust eflir sextugsafmælið lýsti Susanna, dóttir Ford hjónanna því vTtropinber lega að fjölskyldan væri óttaslegin vegna notkunar Bettyjar á tauga- lyfjum og víni. Hinn stutti timi sem Betty dvaldi i Hvíta húsinu varð nógu langur til þess að hún vann sér hylli allrar amerisku þjóðarinnar. Fyrst og fremst fyrir það hversu hrein og bein hún var og hikaði ekki við að ræða mál eins og það að brjóstið var tekið af henni, opinberlega. Timinn i hvita húsinu varð henni góður, þvi Gerald dvaldi þá meira heima við en hann hafði gert. Margir gerðu sér vonir um að hann færi aftur i framboð en fleiri voru þeir sem óskuðu eftir því að Betty færi sjálf i framboð í stað manns síns. En Ford náði ekki kosningu og Betty reyndist erfitt að fara frá Hvita húsinu. Vonbrigði manns hennar höfðu djúpstæð áhrif á hana og hún varð aftur mikið ein og flaskan og pilluglasið urðu huggunin. Susanna varð fyrst til þess að sjá að við svo bú- ið mátti ekki standa og krafðist hún þess að móðir hennar gerði eitthvað til úrbóta. í fyrstu mátti Betty ekki heyra á það minnzt að eitthvað amaði að sér. En seinna, á sameiginlegum fundi fjölskyldunnar, viðurkenndi Betty að hún væri farin að þjást af minnisleyfi og að hún hrasaði stöku sinnumágangi. Og hún var drifin á taugahæli á strönd Kaliforníu og meðferð hennar Svona var Betty fyrír aðgerðina. Hún yngdist ýkjulaust um 20 ár við andlitslyftinguna. Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fittings Veggstrigi Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflísar Grindaefni Skrúfur Álpappír Veggflísar Plasteinangrun Þakrennur Garöastál Lím Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar Glerullarhólkar Viöarþiljur Málningarvörur Saumur Þakjárn Baðskápar Verkfæri Organista - tónlistarstarf Organista vantar við Ólafsvíkurkirkju frá 1. janúar n.k. — Æskilegt að viðkomandi taki að sér skólastjórn og kennslu í Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar í síma 54313 eða sóknarprestur í síma 93-6107. Sóknarnefnd ALLT UNDIR EINU ÞAKI húsió BYGGINGARVORUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 tókst það vel að læknar útskrifuðu liana og sögðu hana alheila. Núna drekkur hún ekki lengur og neitar meira að segja að taka lyf við stöðugum hálsverk sem hún þjáist af. í samkvæminu sem haldið var til að fagna nýju bókinni drakk hún einungis gosdrykki, en leit lika betur út en hún hafði nokkru sinni gert. Fyrir ntánuði fór hún i plastíska skurðaðgerð til þess að fjarlægja hrukkur og poka úr andlitinu. Eins og henni var likt skýrði hún frá þessu opinberlega. „Sumir voru ekkert allt of hrifnir.” segir hún um viðbrögð fólks. „Fánnst að ég ætlaði að verða einhver puntudúkka með þessu." Fæstir sögðu þó nokkuð eftir að aðgerðinni var lokið enda eru slíkar aðgerðir orðnar næsta algengar þar vestra. Núna búa Ford hjónin í Kaliforniu. Gerald er enn á sifelldu flakki að halda ræður og við golfleiki. Ekki er talið óliklegt að hann fari í framboð til for- setakosninganna 1980. Og Betty hefur lýst því yfir að ef til þess komi niuni húnstyðja mannsinn. En hún hcfur nýlega sagt frétta- mönnum að hún viti ekki ennþá hvort af framboðinu verður. Einnig sagðist hún vera hamingjusamari en nokkru sinni i 15 ár og tryði þvi að enn væri það bezta eftir. Hún trúir þvi að bókin hennar eigi eftir að seljast í enn meira upplagi en æfiminningar manns hennar sem eiga að koma út næsta sumar. -DS. Hinn frægi lýtalæknir Ma/ahcri með Betty undir hnifnum. VIÐ ST/B<KUM OGBREYTUM bjódum við flestar byggingavörur á sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1. og 2. hæð, samtals 600 m2. Komið og skoðið. — Það er hagkvœmt að verzla allt á sama stað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.