Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 11 REUTER Sri Lanka: Fellibylur fellir hundruö manna Samkvæmt opinberum upplýsingum i Sri Lanka hefur fellibylurinn, sem reið yfir eyna fyrir helgi orðið í það minnsta fimm hundruð manns að fjörtjóni. Kemur þetta fram í fréttum útvarpsins í Sri Lanka. Er þar einnig sagt að ekki sé fullvíst um að allir hinir látnu séu fundnir og því geti tala látinna hækkað jafnvel um helming. Talið er að nærri ein milljón manns hafi orðið fyrir tjóni af völdum fellibylsins, sem gekk yfir austurströnd eyjunnar og síðan yfir landið. Mikill fjöldi bygginga af ýmsu tagi eyðilagðist. Hollenzk- um forstjóra rænt Litt þekktur hópur öfgamann 'tilkynnti í gær að hann bæri ábyrgð á ráni hollenzks forstjóra útibús Philips- verksmiðjanna i Mið-Ameríkurikinu E1 Salvador. Forstjórinn Fritz Schuiteman komst i hendur ræningja sinna er ekið var. á bifreið hans á föstudaginn. Tilkynning barst frá hópnum til blaða og kalla félagar hans sig Marxisk-leniniska öreigaskæruherinn. Ekki hefur komið fram nein krafa um lausnarfé eða neinar aðrar kröfur. Friðarviðræður Egypta og ísraela: Bjartari horfur taldar framundan Palestínuaraba Talið er að birting hingað til leynilegra hluta friðartillagna Israel og Egyptalands geti bent til að á næstunni komist góður skriður á friðarviðræðurnar. Sumir eru jafnvel svo bjartsýnir að telja þetta merki um að samningar náist innan skamms. Að visu hafa ráðamenn beggja landa lýst yfir andúð sinni á birtingu skjalanna hvor hjá öðrum en engu að siður hafa upplýsingar um innihald leynilegustu kafla tillagnanna borizt út á vixl. Fregnir hafa borizt af því aðhelztu aðstoðarmenn Sadats forseta Egypta- lands vinni nú að nýjum tillögum varðandi sjálfstjórn Palestínuaraba á vesturbakka árinnar Jódan og á Gaza- svæðinu. Forsetinn óskaði eftir frekari ákvæðum í tillögunum varðandi hvernig og hvenær sjálfstjórn þeirra yrði ákveðin nteð hliðsjón af væntanlegum friðarsamningum milli Egypta og Israelsntanna. Keis- arinn er morð- ingi Keisarinn er morðingi hrópuðu íranskir stúdentar þegar lögregla i Osló leiddi þá í burtu frá sendiráði írans í borginni. Þeir hertóku það nokkra stund. BENSINH) LAKÚT Þetta finnska olíuskip sem heitir Primero strandaði við Sjáland í síðustu viku og um tíma var óttazt að komið gæti upp eldur vegna þess að bensín rann umhverfis skipið. Ekki varð þó svo vegna þess að vindur og straumur hröktu bensínið frá skipinu. Ekki er búið að bjarga skipinu enn og óvíst hvort það tekst. "'■■■/// - aíA// Guyana: RÚMLEGA 900 U'K FUNDIN Tala þeirra sem létust í fjöldasjálfs- hinna fyrstu sem fannst látinn ásamt morðunum I búðum bandaríska konu sinni og syni. trúflokksins, sem var undir stjórn Ekki hafa komið neinar fullnaðar kennimannsins Jim Joneser nú komin skýringar á þvi hvernig eða hvers uppí níu hundruð og fjórtán. Flutningi vegna hægt var að fá allan þennan á likum fólksins var lokið i gær. Fór fjölda til að ráða sér bana. Orðrómur hann fram á vegum bandaríska er uppi um að nokkur hluti hópsins hersins. hafi verið neyddur til að taka inn Aðeins eru þá eftir I Guyana eitur. Einnig eru nú komnar upp nokkrir fyrrum félagar trúflokksins, deilur milli tveggja lögfræðinga sem lifðu af en þeir eru nú foringja- ‘hópsiris um hvort hægt hefði verið að lausir þar sem Jim Jones var meðal ittoma í veg fyrir þessa atburði ef gripið 'hefði verið til aðgerða fyrr en gert var. Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.