Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. DODGE ASPEN 1979 Höfum fyrirliggjandi DODGE ASPEN árg. 1979 bæði f jögurra og tveggja dyra, og stationútgáfuna. Hafiö samband og tryggið ykkur bíl strax í dag. Sölumenn Chrysler-sa! Símar 83330 oq 83454. ð Vökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Sniöill hf., Óseyri 8 Akureyri. Sími 22255. Aðalfundur Félags járniðnaðarnema verður haldinn mánudaginn 27. nóv. kl. 8 að Hótel Sögu, 2 hæð (hliðarsalur) Dagskrá: 1. Samningar og kjaramál. 2. Lagabreytingar. 3. Kynningá INSÍ 4. Stjórnarkjör. Veitingar verða á fundinum. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. r \ ó^at. . vindanna Tónlist Það verður að teljast til meiriháttar tónlistarviðburða þegar hópur, saman- settur af blásturshljóðfærum ein- göngu. treður upp i íslenskum tón leikasal. Það voru því aufúsugcstir sem Tónlistarfélagið í Reykjavik kynnti tónleikagestum í Austurbæjar- bíói siðastliðinn laugardag. Soni Ventorum tréblásarakvartettinn var stofnaður árið 1961 að frumkvæði knéfiðlusnillingsins Pablo Casals. Svo áfram sé vitnað í upplýsingar efnis- skrárinnar. þá hafa einstakir félagar i Soni Ventorum staðið i eldlinunni i þekktum hljómsveitum bæði heima i Bandarikjunum svo og i Evrópu. Á efnisskrá tónleikanna voru sex verk cftir jafnmarga höfunda, þar af þrir kvartettar, tvö einleiksverk og eitt tví- leiksverk. Leikandi létt Það vakti athygli mína, að aðeins einn kvartettanna var upphaflega saminn fyrir þessa hljóðfæraskipan. Fyrsta verkið, kvartett nr. 4 i F-dúr eftir Rossini, er betur þekkt sem ein af sex sónötum meistarans fyrir strengja- hljóðfæri. Síðar voru þessi verk færð yfir á blásarakvartett, þ.e. flautu, klarinettu, horn og fagott en i flutn ingi Soni Ventorum lék enskt horn hlutverk franska hornsins. Þessa leik andi léttu skemmtitónlist lék kvartett inn af öryggi en án þess snilldaryfir- bragðs sem verkið þarfnast sér til upp- lyftingar. Gaman var að heyra Fanta síu Telemanns í a-moll leikna á tré- flautu, þótt slikt hljóðfæri bjóði ekki upp á þá breidd í tónstyrk né blæbrigð- um sem málmflautan hefur. Silki- mjúkur tónblær og smekklcgar skreytingar voru aðall þessa flutnings sem annars var ögn yfirborðskenndur. Mjúkur og hlýr tónn Næstu tvö verk voru eftir hér óþekkta höfunda. Hið fyrra, Kantata fyrir blásarakvartett (1977) eftir Robert Gerster, er samið fyrir Soni Ventorum. Réttnefni fyrir þetta verk væri „Etýða fyrir blásarakvartett" en hér reynir á flest þau tækniatriði sem erfiðust eru i samleik hljóðfæra. Flutningurinn var snilldarlegur. Hið siðara, sónatina fyrir flautu og fagott eftir Pierre Gabaye er léttvæg en „brilliant” skemmtitónlist sem þcir l:elix Skowronek og Arlhur Grossnjan léku af þeirri snilld sem ég hafði saknað i kvartett Rossinis. Hér komu þó vankantar tréflautunnar í Ijós. Hún mátti sin lítils þegar fagottið fór yfir meðalstyrk. William McColl lék verk Strawinskys fyrir einleiksklarinettu af þekkingu og yfirvegun. Tónn þessa manns er sérstaklega mjúkur og hlýr. Ragtime og býflugnamúsik Að lokum kom kvartettinn aftur saman og lék eigin útsetningar á l’jórum „rag-lögum" cftir Scott Joplin Ekki fannst mér nú þetta eiga heima á tónleikum sem þessum. Gjarnan mætti notast við eitt „rag” sem auka lag enda útsetningarnar prýðilegar. en i þetta skipti fengu þakklátir áheyr endur „býflugu” Rimsky-Korsakoffs sem aukalag. Ég saknaði þess mikið að heyra ekki að minnsta kosti eitt al þeim örfáu þekktu verkum, sem skrifuð hafa verið fyrir þessa hljóð færaskipan. Hér á ég við verk eftir Hoctor Villa-Lobos og Jean Francaix svo eitthvað sé nefnl. En hvað um það. Soni Ventorum og Tónlistarfélag ið eiga miklar þakkir skildar fyrir sjald gæfa og eftirminnilega siðdegisstund. Sigurður I. Snorrason Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Húsnæði: Húsaleigusamningar. Smáauglýsingaþjónustan. 'BIAÐIB Dagblaöið er smáauglýsingablaðiö Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 Innbrots- þjófará stolnum bíl ! , f Brotizt var inn i Bílápartasöluna i j H^fðátúni I0 aðfaranótt föstudags ög ! ! æinAig v'ar gerð tilraun til innbrots i 1 !,%paHSjóð Vélstjóra. Lögreglan hafði fljótlega upp á tveimur piltum sem voru á stolnum bil og grunaðir um ölvun við akstur. Er það álit lögreglunnar að þeir hafi verið þarna að verki i báðum tilfellum. - GAJ Dagblað án ríkisstyrks 3 w Það lifi!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.