Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 17 Vetrartízkan: Fyrir þær manneskjur sem vilja klæðast frumlega eða vera öðruvisi en aðrar i klæðaburði eru nú í tízku alls kynseinkennisföt. Það er sama hvort þú hefur tök á að klæðast hjúkrunarbúningi, lögreglu- búningi, hermannabúningi eða jafnvel búningi verkamannsins, þá ert þú i tizku. Svo eru það húfurnar, þær skipta mjög miklu máli núna og eru geysi- vinsælar. Yfirleitt eru það snið af ein- hverjum sérstökum einkennishúfum sem eru mest áberandi eins og við sjáum á myndinni sem fylgir með. Hermannajakkar sem nú eru svo vinsælir eru með stifum uppstandandi kraga, helzt útsaumuðum, axlapúðum, gljáandi hnöppum og belti. Buxur sern notast eiga við slíkan jakka eiga að vera siðar, þröngar að neðan en mjög víðar yfir lærin og i mittinu og með mörgum vösum. Ekki er amalegt að eiga frakka yfir allt saman en hann á að vera úr sterkgrænu efni og með þjóðlegum útsaumi. Smámunir sem við köllum eru ekki síður nauðsynlegir. Til dæmis belti. litlar töskur, bindi, puntunálar sem að sjálf sögðu eiga að passa við fötin og svo eru það húfumar sem áður var getið. Ef þú ert köld og getur gengið i hverju sem er, þá máttu gjarnan setja á þig hjálm. Svo margt er i tizku núna og breyting arnar miklar dag frá degi að það gerir fólk ruglað, enda ekkert skrýtið. Þegar vetrar gengur fólk oftast með trefil. Margs konar treflar eru nú i tízku. Er þar um að ræða margvíslegefni, breiddir og lengdir. Þó að ullartreflar séu nú hvað vinsæl- astir segja tizkukóngar að alveg sé eins Handklæði um höfuð og háls, I staöinn fyrir trefilinn. smart að nota handklæði. þaðgeri sama gagn og það má jafnvel nota það um höfuðið lika. Þið sem eigið góð handklæði og getið hugsað ykkur að ganga með þau i staðýin fyrir trefilinn getið þvi óhikað sett éitt um hálsinn og gengið ófeimnar út. Svipað þessu átt þú að lita út ef þú klæðir þig samkvæmt hinni nýju einkennisfata- tízku. \ DesembermikiH bpppdrættismánuður 65 milljónir hjá félögunum Flestir finna lcið til að vcrða blankir i desember. En það er líka hægt að verða rikur í dcsember. ef heppnin er með. Ýmis líknar- og stjórnniálafélög eru nefnilega með happdrætti i gangi ogdraga í desember. 1 ár verða dregnar út nærri 65 milljónir króna í þessum félagahapp- drættum. Reyndar eru það ekki aðal- lega peningar sem veittir eru i verð- laun heldur hlutir eins og bílar. sjón- vörp, leikföng, ferðalög og jafnvel Stærsti vinningurinn er hjá Styrktarfélagi vangefinna. Þar verða dregnar út 19 milljónir og 700 þúsund i formi 10 bíla. Næst á eftir kemur styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með 3 bila og vöruúttekt, alls 10 milljónir og 200 þúsund. Sjálfsbjörg býður nær 7 milljóna króna bíl og Krabbameins- félagið annan og 3 sjónvörp á 8.8 millj. samt. Önnur félög eru með ódýrari vinninga. -DS. Dagskammtur fyrír þessa PHILCO þvottavél! a(og hún þvær þaó!) Tíu manna fjöl- skylda þarf aö eiga trausta þvottavél, sem getur sinnt dag- legum þvottaþörfum fjölskyldunnar. Þessi tíu manna fjölskylda sést hér á myndinni meö dag- skammt sinn af þvotti. Og þetta þvær Philco þvottavélin daglega, mánuöum og árum saman. Þvottavél, sem stenst slíkt álag \ þarfnast ekki frekari : meömæla. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Þvottavél í þjónustu tíu manna fjölskyldu veröur líka aö vera sparsöm. Philco þvottavél tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn, sem sparar raf- magn og styttir þvottatíma. Philco og fallegur þvottur fara saman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.