Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. ■» Hafnarbíó - Sími 16444 HAFNARBÍÓ frumsýnir: Aöalhlutverk IIST BURTVDUNGJRNEST BORGNINE Sýndkl. 5,7,9 og 11.15 Breyttur opnunartimi OPID KL. 9-9 Amerísku stytturnar frá Lee Borteti nýkomnar Nmg bllastœöi a.m.k. á kvöldin lílOMÍAMXIIM HAFNARSTRÆTI Simi 12717 eruþaö tvöföldu HÁLSKEÐJURNAR! SENDUMIPOSTKROFU (g)ull vK: LAUGAVEGI35 - SÍMI20620 KOMMÚNISMI OG MENNING Hannes H. Gissurarson hefir lengi bæði skrifað í dagblöð og talað í út- varp og lýst mjög réttilega undir- róðursstarfsemi hinna ýmsu rauðu menntamannahópa, sem beita sínum alkunna rótæklingaáróðri, sérstaklega i skólum landsins. Meðal stofnenda Málfrelsissjóðs er einn mikill skólaleiðtogi sunnlenzkrar æsku sem óefað hefir kennt sínum nemendum „guðsótta og góða siði”!, þar á meðal virðingu fyrir landslögum. Er sá skólaleiðtogi, sem brýtur lands- lög og vinnur að níðfrelsi í landinu, hæfur til foryztu i skólum landsins? Þessi háttvirki skólastjóri var ásamt fleirum níðfrelsisaðdáendum fyrir nokkru að reyna að svara Hannesi Gissurarsyni í dagblöðum, þar á meðal Þjóðviljanum, og var I því blaði viðhaft svo svivirðilegt orðbragð að tæplega er prenthæft. Höfundur grein- arinnar var Gunnlaugur Ástgeirsson, kenndur við Dalakofasósíalisma. Annars voru allar þessar greinar frámunalega lélegar og skrifaðar til að reyna að sverta sem mest stór- hættulegan andstæðing sem óhræddur hefir flett ofanaf róttæklingaáróðri kommúnista. Hann hefur líka flutt þjóðinni sannar frásagnir af margs konar ofbeldi sem menn verða fyrir í Sovétríkjunum, sem stór hluti íslenzkra kommúnista mænir vonar- augum til þótt þeir þori nú ekki við það að kannast. En með hjálp hugrakkra og frjálshuga manna mun þeim ekki takast að blekkja íslenzkan alntenningiþvíefni. Hvað er menning? í Dagblaðinu 23. september sl. cr mjög athyglisverð grein eftir Þórð Halldórsson sem er að nokkru svar við grein Jóns Gíslasonar prófessors í Morgunblaðinu 26. ágúst sl. Báðir hafa þessir menn þungar áhyggjur af hrakandi siðmenningu, hvor þeirra þó á ólíkan hátt. 1 grein Jóns er fyrst sagt að menningu hafi stórhrakað á Vest- fjörðum (Karvelin). Orðrétt úr grein Jóns: „Nú þegar sjást þessi merki að siðmenningu hrakar geigvænlega, ekki aðeins I „Karvelin” heldur um allt land. Hefir siðspilling fylgt í kjölfar hinna nýju atvinnuhátta. Unglingar, jafnvel innan fermingar, vinna nótt og nýtan dag við færibönd verk- smiðjunnar eða fiskiðjuversins. Þeir hafa hvorki tíma né tækifæri til að mannast.” Það má segja að stöðugt glymji i eyrum þjóðarinnar frá hinum róttæku öflum magnaður hatursá- róður gegn helzt allri erfiðis- og undirstöðuvinnu sem þjóðin lifir á. Þeir menn sem slika atvinnu stunda fá oft að heyra orðin brauðstrit og að púla skitnum í. Stöðugur söngur um óhóflegan vinnuþrældóm manna glymur si og æ þótt allir viti að óhóf- leg erfiðisvinna er sem betur fer (vegna nýrrar verktækni) nær úr sögunni. Orðrétt segir í grein Þórðar Halldórssonar: „Ég er ekki sammála þvi að unglingar á Islandi hafi hvorki tima né tækifæri til að mannast vegna mikillar vinnu. Vinnan göfgar manninn. Ég held að við getum verið sammála um það að þjóð vorri stafi meiri hættta af langskólagenginni. hengilmænu en unglingunum við færibandið. Vinnan afmannar ekki, heldur skólamir, og það ætti Jón Gíslason prófessor að vita flestum betur.” Síðan er spurt hvort Jóni sé ekki kunnugt að Kennaraháskóli Islands, og jafnvel aftur í tima gantla 1 Kennaraskólans, hafi verið ein áhrifa- mesta útungunarstöð kommúnismans á Islandi. Sagt er að Jón viti vel að níutíu og fimm prósent kennara á íslandi, séu kommúnistar. Verkleg menning Spurt er hvers vegna kómmúnistar hafi náð svo mikilli útbreiðslu hér. Og svarið er: bæði auðtrúarsakleysi þjóðarinnar og hugleysi leiðtoga Kjallarinn IngjaldurTómasson hennar. Ég tel að menning sé bæði andleg og verkleg. Flestir, ef ekki allir, íslenzkir svonefndir menningar- frömuðir virðast hafa algerlcga gleymt hinni verklegu menningu eða jafnvel telja hana eina hinna mestu ómenningu þjóðarinnar. Ég tel að það sé eitt hið mesta þjóðarböl að nú sé of lítil verkmenning, verkkunnátta og alltof litil þátttaka þjóðarinnar i hinum auðskapandi undirstöðuat- vinnuvegum. Aftur á móti er margt af því sem mest er haldið á lofti sem nauðsynlegri andlegri menningar- neyzlu, eitthvert hið mesta ómenning- arómeti sem er óðfluga að draga þjóðina, sérstaklega yngri kynslóðina, í eitthvert hið versta andlega fúafen, sem hún kemst áreiðanlega ekki upp úr nema mikil endurvakning komi til. Níðfrelsi Það hefir margoft sannazt að þegar kommúnistum er sýnd linkind, færast þeir í aukana og nota sér að fullu veikleika ráðamanna þjóðarinnar og hinna nytsömu sakleysingja sem eru ótrúlega fjölmennir hér. Ef þeim er hins vegar svarað fullum hálsi er engu likara en þeir tapi glórunni og ausi þá gjarnan yfir andstæðinginn, sem hefir þorað að segja sannleikann umbúðalaust, hinum ótrúlegustu lygum og sóðalegustu svivirðingum, sem mannleg illgirni getur upp hugsað. Þetta kom glögglega í ljós þegar meirihluti Islendinga lét i Ijós álit sitt á nauðsyn hervarnahér með eiginhandar undirskrift. En þegar forystumenn Varins lands vildu ekki þola allar svívirðingar og leituðu réttar síns samkvæmt lands- lögum og augljóst var, að svivirðingar- postularnir myndu verða fyrir stór- sektum, er rokið til og stofnaður sjóður sem kenndur er við málfrelsi en er í raun níðfrelsissjóður. Þama eru kommúnistar raunverulega að taka lögin í sínar hendur eins og oft kemur fyrir á ýmsum sviðum, og athyglisvert er að núverandi ráðherra er einn þeirra sem komu sér undan fullri refsingu samkvæmt meiðyrðalöggjöf landsins. Herferð gegn Eimskip Það er engin tilviljun að einn rót- tækur úr Háskóla Islands hefir göngu sína á Alþingi með því að hefja áróðursherferð gegn Eimskipafélagi Islands með því að bera fram kröfu um rannsókn á rekstri félagsins. Flugleiðir eru líka settar á sakborn- ingabekk. Ég hefi áður bent á ofsóknaræðið gegn Eimskip sem öðru hverju brýzt út. Þetta upphófst fyrir alvöru þegar einn mikilvirkur og að mörgu leyti stórmerkur framsóknarmaður lét sig hafa það að reyna með langvarandi blaðaskrifum að gera félagið tor- tryggilegt í augum þjóðarinnar. Og það er athyglisvert að þetta sögulega þingfrumvarp er flutt af framsóknar- undanvillingi, sem nú er sem betur fer kominn heim til föðurhúsanna. Hvernig skyldi standa á þvi að þetta háskólamenntaljós heimtar ekki rannsókn á fleiri fyrirtækjum, til dæmis Sambandsskipunum, Rikis- skipi, Bæjarútgerð Reykjavikur, Kron og fjölda annarra fyrirtækja mætti nefna. Bæði þessi félög, sem frumvarpið tekur til, hafa hvort á sinn hátt átt hinn stærsta og stórmerkasta þátt í samgöngumálum þjóðarinnar og þar með sjálfstæði hennar. Sögu þessara félaga ætti að kenna í öllum unglinga- skólum landsins. Bæði þessi félög eiga ætíð í harðri samkeppni við risavaxin erlend stórfyrirtæki og oft þarf lítið út af að bera svo að þau fái haldið sinurn hlut. Það er því heldur litið frægðar- verk að vekja tortryggni i þeirra garð En fullvíst er að þessi velreknu frjálsu félög eru eitur i beinum kommúnista, þá alveg sérstaklega Eimskip, vegna þess að um fjórtán þúsund íslendingar úr öllum stéttum og flokkum eru þar hluthafar. Það var athyglisvert að hlýða og horfa á sjónvarpsþátt um þessi mál. Og meira mál er að gagnrýna þá sjónvarpsmenn sem eiga að stjórna oft mjög viðkvæmum málum þessara þátta. Það er eins og þessir menn viti ekki að þeir eru í þjónustu allra Islendinga og eiga því að gæta fyllsta hlutleysis, en það hafa þeír iðulega brotið. Það má oft heyra þessa menn blanda sér í málefnið til stuðnings öðrum aðilanum. Sá háttvirki þing- maður í umræddum þætti ætlaði augsýnilega að sýna þá ósvifni, eins og hann hefir oft áður gert, að skammta sér einum mest af timanum. Hann varaði sig bara ekki á þvi að þeir sem sátu fyrir svörum voru óhræddir við kommúnistaróttæklinginn og undir lokin var sem drægi allan mátt úr þingmannskempunni þegar hin frjálsu islenzku framfaraöfl tóku völdin af stjórnandanum, sem greinilega var kominn i bobba og skrúfaði i fljót- heitum fyrir þáttinn. Ingjaldur Tómasson verkamaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.