Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. 5 Æf ingadeild Kennaraháskólans: Nemendur, foreldrar og kennarar taka höndum saman Hvort þior smíðar vru liður i — við að gera skólann manneskjulegri Kennarar leiðbeindu nemendum við föndurgerð og föndrið mun siðan prýða veggi skólans. í smiðastofunni rákumst við á nokkra unga sveina er unnu ötullega við að smíða sér sverð. fegrunarherferð skólans skal ósagt látið. Áhuginn levnir sér ekki því fint skal það verða. „Tildrög þessa máls voru þau að nemendur gerðu i fyrra ályktun um hvort ekki væri hægt að gera skólann dálitið skemmtilegri i friminútun- um,” sagði Stella Guðmundsdóttir, einn af kennurum i æfingadeild Kenn- araháskóla íslands er DB hafði sam- band við hana. Núna um helgina hafa staðið yfir miklar lagfæringar á hús- næði skólans og hafa þar lagt hönd á plóginn nemendur, foreldrar og kenn- arar. „Ekkert gerðist í þessu máli i fyrra,” sagði Stella, „en núna í haust var hald- inn kennarafundur þar sem umgengn- in í skólanum var tekin fyrir. Þar var það álit látið í ljós að til að fá betri um- gengni i skólanum yrðum við að fá krakkana i lið með okkur. i framhaldi af þessum fundi var svo boðað til al- menns fundar með foreldrum. Þeir tóku strax vel í þessar hugmyndir okkar og skrifuðu sig á lista. og siðan var verkefnum úthlutað." Stella sagði að þessi vinha miðaði öll að þvi að gera skólann manneskjulegri og þar sem skrúfað hefði verið fyrir fjárveitingu til skólans hefði orðið að fara þessa leið. Hún sagði að foreldrar hefðu lagt fram mikið fé og efni auk vinnunnar. Hafizt var handa við þessa vinnu á föstudagskvöld ogsíðan unnið alla helgina. Veggir voru málaðir, inn- réttaðir básar, húsgögn smiðuð, plötur undir teikningar hengdar á veggi, unnið að margs konar föndurgerð o.m.fl. Þarna lögðust allir á eitt, nem- endur, foreldrar og kennarar, og áhug- inn skein úr hverju andliti. Sannarlega lofsvert framtak hjá æfingadeild Kennaraháskólans. ■ GAJ Tveir af yngstu þátttakendunum I fegrunarherferðinni fylgjast af áhuga með kennara sínum. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ , BUUJIO ersmáaugiýsinga■ blaðið SLAPPAÐUAF KANNAÐU á Kanaríeyjum um jólin. Næsta ferð er 8. des. og síðan alla föstudaga fram til vors. Gisting á okkar eftirsóttu gististöðum, svo sem Koka Corona Roja og Blanca, Santa Fe og fl. stöðum. Austurlönd því nú er tækifæri til að fara í hóp- ferð með islenzkum fararstjóra til fjariægari Austurianda, Thailands og Filippseyja. SKREPPTU til London í eina viku og sjáðu nýjustu kvik- myndirnar og tízku heimsins. Þangað er flug alla laugardaga. V/LJ/RÐU VESTUR þá bjóðum við sól og sjó á MIAMI ásamt enda- lausum ferðamöguleikum, s.s. Disneyland o.fl. OG EFÞÚ GETUR BEÐIÐ þá leggur lystiskipið MS. FUNCHAL úr höfn í Reykjavík 12. ágúst nk. og siglir til Þórshafnar, Osló, Kaupmannahafnar, Amsterdam, Edinborgar og síðan heim á leið. Pantið strax því plássum er óðum að fækka vegna mikillar eftirspurnar. SUNNA BANKASTRÆTI10- SÍMI29322

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.