Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir I 22 i Iþróttir Iþróttir Forest taplaust í heilt ár! — og Tommy Docherty drö f ram tékkheftið hjá Derby County Englandsmeistarar Nottingham Forest undir stjórn Brian Clough hafa unnið einstakt afrek I ensku deilda- kcppninni — afrek, sem sennilega verður seint bætt. Á laugardaginn lék Forest sinn 42. leik I 1. deild án taps — leikið i heilt ár án þess að tapa leik I deilda- kennni. sem af öllum sérfræðingum er talin hin erfiðasta i heimi. Þar með hafa meistarar Forest bætt met Leeds um átta leiki — og enn hefur liðið möguleika að bæta við met sitt ef heppnin verður enn fylginautur þess eins og verið hefur slðustu vikurnar. Forest sigraði Bolton á laugardag á útivelli með marki John Robertson á 67. min. Eina mark leiksins. Lið Bolton barðist vel og átti sin tæki- færi en það er eins og leikmönnum liðsins sé fyrirmunað að skora. Hafa aðeins skorað eitt mark i siðustu sex leikjum — tapað siðustu fjórum leikjum sinum heima. Vörn Forest var mjög sterk i leiknum og Peter Shilton snjall i marki. Varði hreint stórkostlega frá Willie Morgan — en Bolton var meira með knöttinn i leiknum. Þó átti Boywcr skot neðst í stöng Bolton-marksfns snemma leiks. Liverpool-liðin halda striki sinu. Sigruðu bæði á laugardag og keppnin um meistaratitilinn stefnir i einvígi milli þeirra. Skritið þó að það eru einu ensku liðin, sem fallin eru út í Evrópumótun- um. Bæði sigruðu á laugardag. Liver- pool vann auðveldan heimasigur á Middlesbrough með mörkum Terry McDermott og Graeme Souness. I-Ó í hálfleik en í leiknum misnotaði Phil Neal vítaspyrnu fyrir Liverpool í annað skipti á þremur vikum. Ein breyting var gerð á liði Liverpool — McDermott lék í stað David Johnson, sem er meiddur. Everton tókst að tryggja sér sigur í Norwich sex mínútum fyrir leikslok, þegar fyrirliðinn Mick Lyons skoraði eftir fyrirgjöf Andy King, bezta leik- manns Everton í leiknum. Það var verð- skuldaður sigur. Everton betra liðið en Indverjinn Kevin Keelan átti. einn af sínum stóru dögum i marki. Varði snilldarlega og var líka heppinn. Þá bjargaði Bond á marklínu frá Bob Latch- ford. George Wood átti einnig mjög góðan leik í marki Everton og er nú tal- inn öruggur með sæti i skozka lands liðinu á miðvikudag gegn Portúgal. Það verður þá fyrsti landsleikur hans. En lítum nú á úrslitin. l.deild Birmingham — Bristol City 1-1 Bolton—Nottm.Forest 0-1 Chelsea — Man. Utd. 0-1 Coventry — Arsenal 1-1 Derby — QPR 2-1 Leeds — Southampton 4-0 Liverpool — Middlesbro 2-0 Man. City — Ipswich 1-2 Norwich — Everton 0-1 Tottenham — Wolves 1-0 WBA — Aston Villa l-l 2. deild Blackbum — Stoke 2-2 Bristol Rov. — Sheff. Utd. 2-1 Cambridge — Burnley 2-2 Cardiff — C. Palace 2-2 Charlton — Fulham 0-0 Leicester — West Ham 1-2 Luton — Sunderland 0-3 Newcastle — Oldham 1-1 NottsCo. — Brighton 1-0 Orient — Preston Wrexham — Millwall 2-0 3-0 Ekki var leikið í 3. og 4. deild vegna I. umferðarensku bikarkeppninnar. West Bromwich Albion var eina af fjórum efstu liðunum, sem tapaði stigi á laugardag. Gerði þá jafntefli við ná- granna sína í Birmingham, Aston Villa, 1-1. Þó lék Villa án Andy Gray og Brian Little en var betra liðið i leiknum .Tony Brown skoraði mark WBA úr víta- spyrnu, sem mörgum þótti strangur dómur, á 35. mín. eftir að bakvörðurinn svarti, Batson, féll innan vitateigs. Á 65. mín. jafnaði Allan Evans fyrir Villa með skalla eftir hornspyrnu Tommy Craig. Arsenal var heppið að hljóta stig í Coventry að sögn BBC. Pat Jennings frábær í marki Arsenal. Framan af var Lundúnaliðið meira í sókn en Sealey, markvörður Coventry, varði vel frá Sunderland og Rix. Á 53. min. skoraði Frank Stapleton fyrir Arsenal — renndi knettinum innanfótar i markið eftir að Rix hafði tætt vörn Coventry i sundur. Eftir það var aðeins eitt lið á vellinum — Coventry sótti og sótti en það var ekki fyrr en á 82. mín. að Steve Hunt (áður Cosmos) skoraði með þrumufleyg rétt utan vitateigs. Man. Utd. hefur sama stigafjölda og Arsenal og Coventry og vann Chelsea á Stamford Bridge á laugardag með marki Jimmy Greenhoff um miðjan siðari hálf- leikinn. Nýi leikmaðurinn frá Wrexham, Mike Thomas, átti allan heiður af mark- inu — og átti góðan leik í sinum fyrsta leik með United. Hins vegar var leikur- inn í heild ákaflega slakur og áhorfendur aðeins um 30 þúsund. Vörn Chelsea léleg en leikmönnum Manchester-liðsins tókst illa að nýta það. Ungi markvörður- inn hjá United, Garry Bailey, varði mjög Vel frá Duncan McKenzie á 10 mín. og sýndi öryggi í marki þó ekki hefði hann mikið að gera. Stór og sterkur og með risa-útspörk. Faðir hans, Roy Bailey, var mjög kunnur markvörður hjá Ipswich Town á veldistíma Sir Alf Ramsey þar um og eftir 1960. Liðin voru þannig skipuð: Chelsea: — Iles, Graham Wilkins, Sveltur sitjandi kráka, en fíjtígandi fær Qögur þástmd kall Sértílboð í sex máirnði4.000." króna spamaður Við bjóðum nú nýja og stækkaða VIKU (64 bls.) fyrir aðeins kr. 2.160 á mánuði í sex mánuði. Verð hvers blaðs er þá aðeins kr. 498. Á. þessum 26 eintökum sparar þú þér kr. 4.000,— miðað við lausasöluverð. — Og þú færð VIKUNA senda heim til þín þér að kostn- aðarlausu! VIKAN flytur efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smá- sögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir börnin, bílaþætti, poppþætti, BLAÐINU, glaðvakandi, glögg og gagnrýnin. Af getraunir, heilabrot, draumaráðningar og margt, því njóta allir lesendur góðs. matreiðslu nýstárlegra rétta. Nákvæmar leið- beiningar í máli og myndum. Alit hráefni fæst í verslunum hérlendis. Og VIKAN birtir litmyndir úr Sumarmyndaget- raun DB og VIKUNNAR. Framundan eru svo PALLADÓMAR UM ALLA ALÞINGISMENNINA VIKAN er sífellt á neytendamarkaði með DAG- margt fleira. Sem nýja þætti nú má nefna: ÆVAR KVARAN ritar um „Undarleg atvik“ Klúbbur íslenskra matreiðslumeistara kennir Hugsaðu þér bara: 26 eintök framundan og 4.000.— króna sparn- aður! Gríptu símann, hringdu í 2 70 22 oq hafðu samband við áskrifendaþjónustu VIKUNNAR, og pantaðu hálfs árs áskrift. Áskriftarsími: 27022. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld er stækkuð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.