Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. DANSHOSIN UNDIR SMÁ- SJÁ LÖGREGLUNNAR — þaufaranúí bann hvert af öðru Dansstaðirnir eru nú undir smásjánni hjá lögreglunni. i gærkvöldi var veit- ingastaðurinn Hollywood i banni. Staðurinn fékk aðeink leyfi til að hafa opið til kl. 11.30 þar sem of margir voru inni á staðnum er lögreglan taldi út þar fyrir hálfunt mánuði. Um sömu helgi var talið út úr Óðali og reyndust einnig of margir þar og fer staðurinn sennilega I bann um næstu hejgi. Þá var talið út úr Sigtúni í gærkvöldi og reyndust þar of margir eins og á hinum stöðunum. Þá mun Þórscafé hafa tekið út sitt bann um síðustu helgi en talið var út úr húsinu fyrir þremur vikum og reyndust ol' margir gestir í húsinu. Virðist þannig sem um sé að ræða herferð lögreglunnar gegn danshúsunum um þessar ntundir. - GAJ » Taliö út úr einu veitingahúsi borgarinnar. Slíkar talningar lögrcglunnar hafa veriö tlftar að undanförnu og nú taka húsin út refsingu sina. þriðjudags- og föstudagskvöld til kl.10 á meöan málið er ífrekari athugun. Við væntum þess að þessi opnunartími verði ykkur að gagni. BORGARHÚSGÖGN HREYFILSHÚSINU VIÐ GRENSÁSVEG - SÍMAR 85944 OG 86070 Hafsteinn Egilsson á Astrabar, Hótel Sögu, sigraði I slðustu keppni, long- drinks-keppni, með drykk sem hann nefnir Fullt hús. DB-mynd Bjarnleifur Keppa um bezta þurra hana- siélið Barþjónar landsins ætla að notfæra sér næsta „þurran dag”, miðvikudags- kvöldið næstkomandi, til að reyna með sér I keppni um bezta þurra kokkteilinn. Barþjónaklúbbur íslands sér um fram- kvæmdina í Þórskaffi. Keppnin að þessu sinni verður með öðru sniði en vant er. Keppnin verður um kvöldið og húsið opið almenningi. Borðhald hefst kl. 19 en að þvi loknu hefst keppnin. Þá fer fram tízkusýning og Halli og Laddi munu skemmta sam- komugestum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.