Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. Áhorfendur drápu knatt Danmörk: Prestur ásakaður fyrir að blekkja stórfé iít úr 91 árs gamalmenni spyrnumann Ungur piltur lézt á sjúkrahíisi i Nablus á vesturbakka Jordan á laugar- dag eftir að áhorfendur höfðu ráðizt á hann i vináttuleik i knattspyrnu milli tveggja liða frá Nablus. Talsmaður lögreglunnar sagði, að Bassal Abdulla Birham, 19 ára, hefði verið barinn af áhangendum mótherjaliðsins eftir að hafa skorað mark — og lézt af áverkum, sem hann hlaut. 16 ára drengur var handtekinn, grunaður um að hafa lamið Birham f höfuðið með spýtu. íran: Mikil þátttaka í verkfalli Mikil þátttaka mun hafa verið í eins dags allsherjarverkfalli og mótmæla- aðgerðum í Teheran höfuðborg Iran um helgina. Var verkfallið haldið að frumkvæði stjórnar'andstöðunnar og kom til nokkurra átaka milli lögreglu og verkfallsmanna. Komið er í Ijós skjal þar sem fjölskyldumeðlimirnir eru gerðir arflausir. I stað þess voru trúflokki prestsins ánafnaðar 300.000 krónur danskar eða jafnvirði átján milljóna íslenzkra króna. Var fátt um kveðjur með ættingjum og presti og viðstöddum þótti litið af heilögum anda svífandi yfir vötnunum. Níu mánuðum eftir að prestur einn í Danmörku jarðsöng 91 árs gamalmenni og sagði nokkur huggunarorð við ættingjana hitti hann þá aftur og þá við skiptaréttinn i Nakskov, bæ einum í Danmörku. Þá taldi fjölskyldan sig hafa fengið skýringu á því hve presturinn þurfti að flýta sér á brott eftir jarðarförina. Ekki sáust svipbreytingar á prestinum M. Kragh-Schwarz, þegar ellefu ættingjar hins látna ákærðu hann fyrir að hafa blekkt út úr hálf- rænulausu gamalmenni allt sem það hafði önglað saman á langri ævi. Presturinn hefur látið hafa eftir sér að honum finnist ekkert óeðlilegt við að trúflokkur hans hljóti arf eftir gamla manninn. Hann hafi verið mjög trúaður og því gert þetta vitandi vits. Ættingjarnir telja þann gamla aftur á móti hafa verið orðinn ruglaðan, er hann breytti erfðaskránni og meira að segja sagt þeim rétt fyrir dauða sinn að þeir ættu að erfa hann. Rúmenía: RÚMENÍA NEITAR AÐFORDÆMA VIÐRÆÐUR ÍSRA- ELA OG EGYPTA —eru einnig andstæðir auknum framlögumtil Varsjárbandalags Nicolae Ceausescu forseti Rúmeníu Moskvu i síðustu viku. Einnig var lýsti opinberri andstöðu sinni við hann andvígur tillögum um aukin fjár- hernaðarsamvinnu annarra kommún- framlög til hernaðar. istaríkja í Austur-Evrópu, kom þetta Einnig vekur athygli að leiðtogi fram í yfirlýsingu um helgina. Kemur Rúmeniu neitaði að undirrita skjal þetta i kjölfar þess að forsetinn reitti þar sem Varsjárbandalagsrikin leiðtoga Sovétríkjanna til reiði í ágúst fordæmdu friðarviðræður Egypta og síðastliðnum, þegar hann bauð ísraelsmanna. Er það raunar i leiðtoga Kínaveldis, Hua Kuo Feng, samræmi við fyrri «tefnu Rúmeniu til opinberrar heimsóknar. varðandi Israel en þar hefur lengi Ceausescu mun hafa verið andvígur verið góð samvinna á milli og ýmsum hernaðarskuldbindingum sem Rúmenía til dæmis eina kommúnista voru ákveðnar á fundi Varsjárbanda- ríkið í Austur-Evrópu sem ekki hefur lagsríkjanna sem haldinn var í slitiðstjórnmálasambandi við Ísrael. Mikill fjöldi flóttamanna frá Vietnam hefur komizt til Malasfu og nú hefur stjórnin þar neitað að taka við fleirum. Margir flóttamannanna hafa komið á lélegum fleytum, scm sokkið hafa áður en landi var náð. Á myndinni sést er einum flóttamann- inum er bjargað I land. Félagar hans telja að 61 hafi bjargazt en um það bil 200 farizt. Sarkis leitar til Frakka Elias Sarkis forseti Libanon kom í dag áætlun sem allir deiluaðilar ættu þátt í. til Parísar en þar er talið að hann muni Er það á grundvelli tillagna sem'sam- fara fram á aðstoð Frakka við að koma á þykktar voru á fundi leiðtoga arabarikj- friði i landinu. Er talið að hann ætli að anna, sem haldin var í Beirút i fyrri reyna að fá Frakka til að beita sér fyrir mánuði. a mynainm sest pegar Adoito suarez forsætisráðherra apánar tilkynmr Juan Carlos konungi um enn eitt hryðjuverkið, framið af skæruliðum Baska. t þetta skiptið var það dómari sem lét lifið. Samkomulag að nást í Namibíudeilunni? Pik Botha utanrikisráðherra Suður- Afríku kom til New York í gær til að ræða við forustumenn Sameinuðu þjóð- anna um Namibíumálið. Kemur ferð ráðherranns í kjölfar samþykkis Suður- Afrikustjórnar um að halda almennar kosningar í nýlendunni einhvern tíma á næsta ári og þá með skilyrðum þeim sem samþykkt hafa verið hjá Sameinuðu þjóðunum. Fyrr höfðu stjórnvöld þar syðra mjög gefið í skyn að þau vildu ekki halda slíkar kosningar, aftur á móti var búið að ákveða kosningar með öðrum hætti. í dag mun Pik Botha ræða við Kurt Waldheim aðalritaia Sameinuðu þjóð- anna. Einnig er búizt við að hann ræði við fulltrúa Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kanada og Vestur-Þýzka- lands. Fulltrúar þessarra rikja eiga allir sæti i Öryggisráðinu. Alsír: Boumedienne að ná sér Svo virðist að Boumedienne forseti Alsír sé að ná sér nokkuð af veikind- um sínum og jafnvel að koma aftur til meðvitundar, en hann hefur verið meðvitundarlaus í tíu daga. Samkvæmt opinberri tilkynningu í gærkvöldi var sagt að honum færi fram og nú væri ekki talið að forsetinn þyrfti að gangast undir uppskurð, sem verið hafði undirbúinn. Talið er að Boumedienne þjáist af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Forsetinn er 51 árs og ekki er enn vitað hvort hann muni verða fær um að taka við stjórnartaumunum aftur. Hann kom til valda fyrir þrettán árum er gerð var tiltölulega friðsamleg bylting.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.