Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 1
Trjalst
úháð
dagblað
4. ÁRG.— MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978 — 271. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
JOLASTEIKIN LÆKKAR
UM100 KRÓNUR KÍLÓK)
Samkvæmt nýju búvöruverði, sem
tekur gildi núna er Ijóst, að jólasteikin
lækkar um tæpar 100 krónur á kílóið.
Eins lækkar mjólkurlítrinn um 8
krónur, úr 143 i 135, en nautakjöt,
ostar, rjómi og mjólk standa í stað
vegna hækkana, sem orðið hafa á
vinnslu og dreifingarkostnaði.
Megininntak hins nýja búvöruverðs
er, að hækkunin til bænda verður
6.7% og niðurgreiðslur munu nema
þeirri hækkun, auk hækkana á vinnslu
og dreifingarkostnaði, sem enn var
verið að koma á fast í viðskiptaráðu-
neytinu, þegar blaðið fór í prentun.
Kartöflur lækka og smjör í 1150
krónur kg en lækkun á kindakjöti er
misjöfn eftir því hvaðan kjötið er af
skepnunni. Meðaltalslækkun verður á
kindakjöti um lOOkrónur.
Auknar niðurgeiðslur eru hluti af
desemberaðgerðum rikisstjómarinnar
gegn verðbólgunni sem samþykktar
voru sem lög fyrir helgina.
Án þessara auknu niðurgreiðslna
hefði búvöruverð hækkað ta .vert,
Ríkisstjórnin hyggst greiða mður sem
svarar til tveggja prósenta af þeirri
kauphækkun, sem annars hefði orðið.
PÉTURSKORAÐI JANUS
TVÍVEGIS OG GUÐLAUGSS0N
FEYENOORD TILSTANDARD
SIGRAÐI! LIEGE
Axel skoraði átta mörk fyrir Dankersen —
Ásgeir sigurmark Standard — og Arnór maður-
inn bakvið mörk Lokeren.
KVEIKT Á JÓLAKERTUNUM >
Aðventukvöldin í kirkjum landsins njóta vinsælda. Um 700 manns voru við hátíðlega
athöfn i Bústaðakirkju i gærkvöldi. Þá var kveikt á aðventukertunum og er myndin
tekin við það tækifæri.
DB-mynd Sveinn Þorm.
Jólagetraun DB íár:
Glæsilegt mynd-
segulband til
heppins lesanda
Glæsileg verðlaun: Philips N—1700
myndsegulbandstæki. Phiiips er heims-
þekkt merki sem allir þekkja af eigin
raun. Tæki sem þessi eru lika vel úr
garði gerð, hægt að nota spólur i þau
sem endast allt að 3 klukkustundir.
Heimilistæki sf. er umboðsmaður
tækjanna.
Segulbönd af þessari gerð kosta í
dag 804.400 krónur, svo til mikils er
að vinna i jólagetrauninni í ár eins og
reyndar áður.
Á baksiðunni finnið þið fyrsta
þáttinn af átta i jólagetrauninni. Safnið
saman úrklippunum og sendið lausn-
irnar, þegar allir átta hlutirnir hafa
birzt.
Fremst á myndinni er myndsggul-
bandstækið góða.