Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 7
„Með okkur Einari
gat aldrei tekizt
farsælt samstarf”
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
f " ......
Yfirlýsing Friðríks Ólafssonar:
„Ágreiningur hefur verið með
okkur Einari um ýmis atriði og eftir
því sem á leið og nær dró kosningu
varð mér æ betur Ijóst, að með okkur
gæti aldrei tekizt farsælt samstarf. En
svo er að sjá að engu að síður hafi átt
að „keyra” kosningu Einars i gegn.”
Þannig segir m.a. í greinargerð er
Friðrik Ólafsson nýkjörinn forseti
FIDE hefur sent dagblöðunum út af
fjaðrafoki sem varð er hann hafnaði
Einari S. Einarssyni í féhirðisembætti
FIDE.
Þá segir Friðrik, að Einari hafi verið
það vel Ijóst að Gísli Árnason gat
komið til álita sem féhirðir FIDE og
sem svar við gagnrýni forráðamanna
S.t. á för Guðmundar G. Þórarins-
sonar til Buenos Aires þar sem því er
haldið fram að þeim peningum hefði
getað verið betur varið, segir Friðrik:
„Einn maður getur fengið meiru
áorkað á einum tíma en margir menn
á mörgum vikum. Ræði ég það svo
ekki frekar að sinni, en það get ég full-
vissað greinarhöfunda um, sem raunar
hefur ekki getað farið framhjá þeim,
að fjármunum þeim, sem veitt var til
farar tveggja tslendinga til Buenos
Aires hefði ekki getað verið betur
varið.”
Þá vikur Friðrik að þætti 5 stjórnar-
manna S.í. i þessu máli „sem með
undirskrift sinni hafa vottað um
atburði, sem skeðu þeim víðsfjarri."
Segir hann að viðleitni þeirra til að fá
sem óhlutdrægasta mynd af málinu
hefði mátt vera meiri. Þannig hafi á
fyrsta fundi S.í. eftir Argentínuförina
verið fjallað um „framboð Gísla Áma-
sonar til féhirðisstarfs, för
Guðmundar G. Þórarinssonar, fjár-
mál vegna dvajarkostnaðar Auðar
Júliusdóttur og Gísla Árnasonar,” án
þess að tillaga Gísla Árnasonar um
óskað yrði eftir fundi með þessum
aðilum svo ágreiningsmálin yrðu
upplýst á óhlutdrægan hátt næði fram
að ganga. Um slík vinnubrögð segir
Friðrik að ekki þurfi að hafa fleiri orð.
Að lokum leggur Friðrik áherzlu á,
nauðsyn þess að eining og samhugur
riki innan íslenzkrar skákhreyfingar
og tekur undir óskir Skáksambandsins
um farsælt samstarf i framtíðinni.
-GAJ.
Ekki er annað að sjá en allt sé I mesta
bróðerni hjá þeim Friðrik og Einari S.
á þessari mynd en I greinargerð sinni
talar Friðrik um ágreining þeirra og
segir að með þeim gæti aldrei tekizt
farsælt samstarf.
DB-mynd Sveinn Þorm.
Skáksamband íslands ræðir
greinargerð Friðriks í kvöld
— og Einar S. þingar um möguleikann á stofnun skáksambands Evrópu
„Ég vil að svo stöddu ekkert segja
um þessa greinargerð Friðriks Ólafs-
sonar, en fundur verður haldinn hjá
stjórn Skáksambandsins í kvöld og ég á
von á að hún verði til umræðu þar,”
sagði Högni Torfason varaformaður
Skáksambands Islands er DB hafði
samband við hann í gær, og innti hann
álits á greinargerð Friðriks Ólafssonar
um féhirðisembætti og fjaðrafok.
Ekki reyndist unnt að fá Einar S.
Einarsson, formann Skáksambandsins
til að tjá sig um þetta mál þar sem
hann er staddur i Danmörku um
þessar mundir á fundi skáksambands-
stjórna Norðurlanda þar sem m.a.
hefur verið rætt um möguleikann á
stofnun Evrópusambands skákmanna,
en að sögn Högna hefur sá möguleiki
lengi verið til umræðu. -GAJ.
Jóna Sigríður, sem hér segir sögu
sína, er kjarnakona og engri
annarri konu lík. Hún lenti
snemma í hrakningum og átti oft
erfiða vist, en bugaðist aldrei þótt
á móti 'blési, bauð erfiðleikunum
birginn og barðist ótrauð sinni
hörðu baróttu.
I>að var ekki fyrr en góðhestarnir
hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu
til sögu, að lífið fór örlftið að brosa
við Jónu Sigrfði. Á þessum hestum
1 ferðaðist hún um landið þvert og
endilangt, um byggðir og örœfi, og
lenti f margvfslegum ævintýrum og
jnannraunum. Frægust er hún
fyrir útilegur sínar á Stórasandi,
Kili og Kaldadal, og sú var
mannraunin mest er hún átti átta
daga útivist, matarlaus og svefn-
laus, f hríð og foraðsveðri norðan
undan Langjökli, — og þegar hún
bjargaðist hélt hún blaðamanna-
fund f Álftakróki.
Það er öllum hollt að kynnast
Iffsreisu Jónu Sigrfðar, frægustu
hestakonu landsins.
i@raöi
_ogiir
_ ■* ÉRkUR SÍGURÐSSON
Hér er að finna skemmtilega
þstti um menn og málefni.
Þáttur er um Blöndalshjónin i
Hallormsstað og hið merka
lffsstarf þeirra, um séra ólaf
Indriðason, skáldklerkinn {
Kolfreyjustað, föður þeirra
Páls alþingismanns og skálds
og Jóns ritstjóra, um hagleiks-
manninn Karl Guðmundsson
myndskera, langur þáttur um
Sigfús Sigfús8on þjóðsagnarit-
ara og sérstæða háttu hans, um
Sigurjón í Snæhvammi, um
Fransmenn á Fáskrúðsfirði,
um vin málleysingjanna, séra
Pál Pálsson á Hörgslandi, um
Magnús Guðmundsson frá Star
mýrio.fl.
Af Héraði og úr Fjörðum er
þjóðleg bók og hún er lfka
bráðskemmtileg.
HAROLD SHERMAN
Nytsórr-, tjppófvanm og hjðipferj
bók. se«! kenníf þór aó nyta þann
undrakratt. áom jnnra msð þðr bý».
Ui að ondurtjífimla ííkarrleyf og
andicgt hoiibrigði þut
Þú hefur þann mátt, innra með
þér, að geta læknað sjálfan þig,
bæði á sál og líkama.
Þetta er stórfróðleg bók og
nytsöm og hverjum manni hollt
að kynna sér efni hennar. Húii
segir frá undraverðum tilraunum
á lækningamætti hugans, en
rannsóknir hafa staðfest trú
höfundarins á það, að Guðs-
krafturinn er til staðar í hverjum
manni til að endurvekja : og
styrkja hug og Ifkama.
Rannsóknir Harold Sherman eru
taldar merkustu sannanir fyrir
þeirri undraorku, sem f huga
mannsins býr og hann segir frá
þessum rannsóknum sínum, birt-
ir sögur af árangursríkum
lækningum og gefur þeim, sem
lækninga þarfnast, holl og nyt-
söm ráð.