Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. 43 Svart og hvítt eru vin- sælustu litir vetrarins segja tízkuhönnuðir heims. Alla vega segir Anita Leopold það. Anita er dönsk og fór upphaflega til Parísar og lærði þar tízkuhönnun. Síðar lá leið hennar til London þar sem hún fékk vinnu hjá Theu Porter. Thea Porter er mjög frægt nafn í tízkunni í London og m.a. hannar hún föt á Elísabet Taylor og Barbra Streisand svo eitt- hvað sé nefnt. Hin danska Anita hefur hannað fötin sem fylgja hér með á myndunum og er það rétt sem hún segir okkur að fötin einkennist af svörtum og hvítum lit. Anita er með tízkuverzlun í Kaup- mannahöfn og er verðið á fatnaðinum sagt nokkuð yfir meðallagi. En hver setur svoleiðis fyrir sig, þegar um er að ræða nýj- ustu tízku. Svartur bómullarkjóll með opinni klauf. Takiö eftir hlýrunum á öxlunum. y__________Vetrartízkan: VETRARSVART OG SNJÓHVÍTT Þessi stúlka er i dxmigerðum samfesting sem sagður er munu eiga mikium vin- sældum að fagna í vetur á diskótckum. Efnið er svissnesk bómull. « Undirfötin cins og sjá má á annarri mvndinni til vinstri verða að vera þokta- leg líka og að sjálfsögðu eftir nýjustu tízku. Nú eru undirkjólarnir að verða eins og þeir voru í kringum 1940. Hringar, helzt á hverjum fmgri, eru vin- sælir að ekki sé talað um hina kvcnlegu ballskó sem bcr hæst í skótizkunni. Kjartanhiliusson Kjartan lúlíusson Reginfjöll ad haustnóttum Halldór Laxness var hvatamaður að útgáfu þessarar bókar og ritar snjallan og skemmtilegan formála, þar sem segir m. a. á þessa leið: „. . . þessar frásagnir af skemtigaungum Kjartans Júlíussonar um regin- fjöll á síðhausti gerðu mig að vísum lesara hans. Úr stöðum nær bygð- um velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mann- ýgum nautum; stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi. . . þessi kotbóndi hafði snemma á valdi sínu furðulega Ijósan, hreinan og per- sónulegan ritstíl, mjög hugþekkan, þar sem gæði túngunnar voru í há- marki . . .“ Sérstæó bók — sérstæður höfundur, sem leiddur er til sætis á rithöfundabekk af fremsta rithöfundi íslands. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.