Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
L/till maður í stórum heimi
stöðu og leyfi ég mér þvi að ganga út
frá fyrri kenningunni hér á eftir.
Breytileikinn
Hvaða niðurstöðu ætti nú að vera
hægt að finna samkvæmt hinu mikil-
fenglega lögmáli móður náttúru sem
allar einingar efnisheimsins stórar sem
smáar virðast lúta í einu og öllu? Það
er augljóst að efnisheimurinn er háður
stöðugri umbreytingu og þar með er
ekkert það til sem er í dag nákvæm-
lega eins og það var i gær. Það finnst
enginn varanleiki i efnislegu hlið til-
verunnar.
Breytileiki efnisins er augljósastur
þegar borin eru saman lengri timabil i
jarðsögunni. Ef við ættum myndaröð
af meginlöndum jarðar aftur í timann
gulrauðan málm og galdur dansandi
héloga”. Reiðilestur af þessu tagi
verður einatt næsta áhrifalítill. —
Svipað er að segja um annað langt
kvæði, Úr kjörbúö. Þar er talinn upp
margs konar varningur sem neyzlu-
samfélagið hefur á boðstólum: Allt
vitnar um óhóf, gervimennsku, dýrk-
un vopna og véla, ofþenslu I kynlífi,
siðleysi. Og á þessum markaði eru
einnig „flatljóð”, popptónlist og lita-
brjál. Þetta fullnægir þó ekki önd
mannsins, hún biður um draum. En
hann er ekki falur.
Sannast að segja lætur Ólafi
Jóhanni mun betur að fjalla um það
sem vekur samúð hans en hitt sem
hann hefur óbeit á. Þannig eru ádeilur
hans einatt með gallbragði. — I
tengslum við þetta er líkingamál eins
og það að líkja fyrirmönnum i veizlu
við brekkusnigla sem „hverfa inn I
silakeppssæld andspænis nálægum
háska af risaveldi”.
Undarleg birta
Bezti hluti bókarinnar er hin tæra
lýrík þar sem ógeðfelld samtiðin
þrengir sér ekki inn í Ijóðið og boð-
skaparhneigðin víkur til hliðar. Hér er
það eftirtektarvert sem oft áður hjá
Ólafi hversu honum tekst að magna
fram spennu i tímanum, skynjun
hverfulleikans, með einföldum og lát-
lausum orðum. 1 því samhengi má
benda á Fléttu, sjö laustengd Ijóð, eins
konar leik hugans með stundina. Ég
get ekki stillt mig um að taka upp eitt
þessara Ijóða sem mér þykir gætt ein-
kennilegu seiðmagni. Birtan, blómið:
Undarleg leikur birtan
um blómið í djúpum svefni
og tekur í líknsaman faðm
titran þess fyrir andblæ.
Undarleg birtan leikur
um lauf horfinnar tíðar,
um angan og hverfula drauma
í dul þessa mjúka laufs;
um grunlausan leikinn að þvi
að látast við döggvuð trén,
að eigna sér blaðfagra krónu
og blómið í djúpum svefni.
Ó snerting á björtum nóttum.
Ó snöggbliknuð jurt.
í Ijóðum af þessu tagi er Ólafur
Jóhann listfengnastur. Hér verður hið
ósagða áhrifamest, skynjun þess sem
ekki verða festar hendur á: að líftð sé
leyndardómur. Þessi skynjun er hið
dýpsta í skáldskap Ólafs Jóhanns. Og I
sliku viðhorfi sem lýst er með þessum
hætti er raunar fólgið miklu áhrifa-
meira andóf gegn „glamurfurstum” af
ýmsu tagi en í lotulöngum vandlæt-
ingarkvæðum um fals og vélar „teg-
undarinnar".
Ólafur Jóhann lætur víða I Ijós ugg
sinn og ótta. Og hann spyr hvort orð
sin „ymur og virki / einhverjum fái
bjargað og rætur hans styrki?” — Við
þvi fæst ekkert svar fremur en þvi
hvort skáldskapur sé yfirleitt til nokk-
urs. Samt 'hljótum við að hrósa happi
meðan einhver vill leggja við hann
rækt. Og kannski verður það hin lág-
væra rödd sem lengst loðir i eyrum
þegar glamrið er þagnað.
þar sem 100 þúsund ár væru á milli
mynda, þá kæmi í Ijós breytileiki milli
mynda fólginn í því að strandlengjur
hefðu mismunandi lögun, horfnar
eyjar og lönd birtust, nýmynduð lönd
og eyjar hyrfu, landslag breyttist
o.s.frv. Með 100 milljón ára stökki
aftur í tímann, þekktum við vart
jörðina fyrir þá sömu og við lifum á i
dag.
Niðurstaða þessa er I sjálfu sér
ósköp einföld en þó ætið tímabær
áminning, eða á þá leið að þar sem
jörðin á takmarkaða líflengd fyrir
höndum og mun væntanlega ekki
verða byggileg nema í tiltölulega
stuttan tíma af liflengd sinni, þá er úti-
lokað að álíta hana heimabyggð
mannsins sem eilifðarveru heldur
aðeins sem gististað á langri þroska-
braut hans. Það má því gera ráð fyrir
að maðurinn eigi sér athvarf á öðru til-
verusviði, varanlegu, og þá sem andi,
en hann klæðir sig efnislíkama og
notar hann sem starfstæki sitt, einn
eftir annan til lærdóms og þroska sem
hann aflar sér i efnisheiminum meðan
hans nýtur við. Þar með má álíta að
tvær aðskildar hliðar séu á tilverunni,
þ.e. efnisleg og andleg, og að efnis-
heimurinn sé til andans vegna en
andanum sé ætlað að ríkja yfir efninu.
Maðurinn
þroskast hratt
Litum á merkustu áfanga mannsins
síðasta hluta þróunarsögu hans i
viðleitni hans við að ná tökum á
efninu, en þessir áfangar sýna glögg-
lega hve manninum hefur fleygt áfram
í þroska á tiltölulega mjög stuttu tíma-
bili miðað við 300 milljón ára þróun á
landi. Fyrir um það bil milljón árum
beislaði maðurinn eldinn, sem lyfti
honum óumdeilanlega upp i æðsta
veldisstólinn, gerði hann að herra
jarðarinnar eftir ævalanga baráttu við
dýrin. Eldurinn auðveldaði honum
lifsafkomuna á margan annan hátt.
Fyrir tíu þúsund árum tók
maðurinn dýrin í þjónustu sína og hóf
akuryrkju sem olli þáttaskilum í
þróunarsögu hans, þar sem honum var
þar með fært að lifa við fasta búsetu.
Við þessar aðstæður þroskaðist fljót-
lega með manninum skipulagsgáfa og
sjálfsbirtingarþörf óx á viðum grund-
velli. í dag heldur maðurinn á í
höndum sinum stórfenglegu trompi
gangvart efninu, þ.e. nýjustu tækni i
efnisvísindum. Þetta mikla tromp
gefur manninum gífurlega möguleika
til hraðfara almenns þroska og fram-
fara. En maðurinn axlar trompið ekki
fullkomlega enn sem komið er, hann
beinir því gegn sjálfum sér í of ríkum
mæli.
Horfur
Þrátt fyrir öll frumhlaup mannsins
á þessari síðustu öld tækni og visinda,
s.s. tvær heimsstyrjaldir og vigbúnaðar-
kapphlaup í algleymingi, þá má um
það segja að fátt sé svo með öllu illt að
ekki boði eitthvað gott. Er það ekki
augljóst að það ofurkapp sem maður-
inn hefur lagt upp úr hernaðartækni
eigi stærstan þátt i þeirri hröðu fram-
þróun vísinda sem orðið hefur?
Framþróun aldarinnar hefur aukið
mjög á almennan þroska mannsins.
Það er óvéfengjanlegt lögmál að
maðurinn lærir aðeins af reynslunni.
Honum er því nauðsynlegt að reka sig
á, þar hittir maðurinn fyrir hinn
óskeikula dómara.
Samfara tækniþróuninni hafa
manninum opnast möguleikar lil allra
átta. Viðfangsefni til lærdóms eru alls
staðar fyrir hendi. Maðurinn hefur
tækifæri til að glima við verkefni sem
henta honum á hvaða þroskastigi sem
er. Og þó að hin margvíslegu verkefni
sem maðurinn tekur sér fyrir hendur
séu mismunandi jákvæð gagnvart
náunganum og heildinni hverju sinni
og leiði oft til áníðslu, árekstra,
bardaga eða jafnvel stórátaka þá er
þessi reynsla manninum nauðsynleg.
Hún er þáttur i þróun hans.
Gerum samanburð á almennri
þekkingu, reynslu, lifnaðarháttum,
víðsýni, tjáningarfrelsi, stjórnháttum.
hugsjónum listum, o.s.frv. núna og
fyrir 100 árum. Hér hefur mikil
breyting orðið á. Eitt dæmi: Það var
fyrst árið 1912 að „ártalið eftir sköpun
heimsins" var fjarlægt af árlegu
almanaki Kaupmannahafnarháskóla.
Árið 1911 stóð þar i siðasta sinn: „Ár
5878 eftir sköpun heimsins.”
Víðtæk almenn þekking og reynsla
ætti innan tíðar að lyfta manninum
yfir innbyrðis átök, sem mun leiða til
þess að hann mun risa undan oki
efnisinsogsigra það.
Sigurður Jónsson
tæknifræðingur
JRR.TOLKISM
hobbit
HOBBIT
Fáar bækur hafa hlotið jafn al-
menna aðdáun og vinsældir og
ævintýrasagan Hobbit, á það
jafnt við um foreldra, kennara og
ritdómara, en umfram allt börn
og unglinga.
SPILAÐ OG
SPAUGAÐ
Ævisaga Rögnvalds Sigurjóns-
sonar pianóleikara, skráð eftir
frásögn listamannsins af
Guðrúnu Egilson, kátleg, létt og
hreinskilin.
REMYR -
KALLAÐ I
KREMLARMÚR
AFDREP I OFVIÐRI
Minningabók 8 ára norsks
drengs sem flýði vorið 1940
ásamt fjölskyldu sinni i fiskibát
undan Þjóðverjum. Þau ætluðu
til Ameríku en lentu i Klakksvík i
Færeyjum.
Skemmtileg frásögn unt ferð
þeirra Agnars Þórðarsonar,
Steins Steinars og fleiri f boði
Friðarsamtaka Sovétrfkjanna til
Rússlandssumarið 1956.
agnar þórdarson
i vr^rjr
*
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
PESI REFUR
er létt og kátleg dýrasaga — viðfelld-
inn lestur hverjum sem er og ágæt til
upplestrar fyrir lítil börn.
NJOSNARII
INNSTA HRING
Geysispennandi njósnasaga eftir einn
frægasta njósnasagnahöfund heimsins,
Helenu Maclnnes. Saga um ótrúieg
svik og furðuleg klækjabrögð.
AUSTU RSTRÆT118 -
SÍMAR 19707 OG 16997